Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.08.2020, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 15.08.2020, Qupperneq 10
Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is En hann ber líka sína ábyrgð á hvernig Bandaríkin brugðust við þegar við blasti hvaða ógn ríkjum heims stafaði af faraldr- inum. Jón Þórisson jon@frettabladid.is Mín skoðun Lára G. Sigurðardóttir Val á Kamölu Harris, sem nú hefur verið valin úr hópi álitlegra kandídata sem varaforsetaefni Joes Biden, er fallið til að styrkja enn frekar sigurlíkur Demó-krata í forsetakosningum sem þar munu fara fram 3. nóvember eða eftir ríflega tvo mánuði. Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu og víðar hefur blað verið brotið með því að velja hana. Hún er fyrsta konan sem ekki er af ættstofni hvítra sem valin er til verksins en hún er af jamaískum og indverskum uppruna. Þegar haft er í huga hvernig bandaríska þjóðin er samsett af fólki af ólíkum uppruna með rætur nær hvaðanæva úr heiminum, sætir nokkurri furðu að fyrst nú sé þetta uppi á teningnum. Það þótti líka stórtíðindum sæta þegar Obama var kosinn for- seti forðum, fyrstur svartra Bandaríkjamanna. Banda- ríkjamenn eru sérkennileg þjóð. Það má ráða af viðbrögðum Donalds Trump þegar fregnir bárust til hans af vali Demókrata að hann ótt- ast Kamölu. „Hún er illkvittnasti, ferlegasti og dóna- legasti þingmaðurinn í öldungadeildinni,“ sagði hann. Það eru ekki nema kunnáttumenn sem mæla svo. Ætli mætti ekki gefa honum svipaða einkunn? Það er þó ólíku saman að jafna, Donald og Kamölu. Plan Bandaríkjaforseta til endurkjörs virðist ekki ætla að ganga upp. Hann ætlaði að sýna kjósendum hvílíkan efnahagsbata hann hefði fært þjóðinni, með lágmarksatvinnuleysi, hámarkshagvexti og að allt stæði í blóma. Það er öðru nær. Til að allrar sann- girni sé gætt ber hann ekki alveg einn ábyrgð á að ekki hefur betur gengið. Bandaríkin hafa orðið illa úti í baráttunni við heimsfaraldurinn og hann hefur svo sannarlega sett sitt mark á efnahagslíf vestra og þar hafa menn ekki bitið úr nálinni með efnahags- legar afleiðingar hans. En hann ber líka sína ábyrgð á hvernig Bandaríkin brugðust við þegar við blasti hvaða ógn ríkjum heims stafaði af faraldrinum. Hann skellti við því skollaeyrum og taldi að veiran myndi fljótt víkja. Þegar svo allt er í óefni komið grípur forsetinn til örþrifaráða, svo sem að meina löndum sínum að koma heim, leiki á því minnsti grunur að þeir kunni að vera smitaðir. Lokar á ferðir til Kúbu til að ganga í augun á auðugum innflytjendum af kúbverskum uppruna í Flórída, en atkvæði þaðan skipta miklu í kosning- unum. Og reynir svo að sá fræjum efasemda í hug kjósenda um kjörgengi Kamölu. Lítið atriði í vikunni eins og sturtuendaleysan er svo vandræðaleg að engu máli nær. Allt vegna þess að hann vill að makki hans sé fullkominn. Þetta væri víða í sveitum hér á landi talinn hégómi. Kamala Harris er vel að valinu komin. Hún er marg- reynd á sviði bandarískrar stjórnsýslu og er líkleg til að reynast löndum sínum vel. Joe Biden gæti sannar- lega verið betur lukkaður sem frambjóðandi Demó- krata, en við því gera menn fátt úr því sem komið er. Hinn 78 ára gamli Biden er ekki hafinn yfir lögmál lífs og dauða. Bandaríkjamenn ættu vel að geta treyst Kamölu Harris hvernig sem það fer. Von vestra Fyrir viku var rætt við Ingibjörgu Þórðardóttur í Fréttablaðinu. Ingibjörg, sem starfar fyrir CNN í Bretlandi, minnti okkur á að forréttindi eru margþætt og að það sé hollt að minna sig á eigin for- réttindi, ef einhver eru. Fordómar forréttindafólks Undanfarið hafa málefni transfólks og kynsegin fólks verið áberandi. Það biður um viðurkenningu frá sam- félaginu. Eftir að hafa fylgst með baráttumálum þess sé ég betur hve lituð ég var af eigin fordómum, því fáfræði er undirrót fordóma. Rót fordóma er að hluta til komin frá okkur for- eldrunum, sem byrjum að flokka börnin okkar í tvö hólf áður en þau fæðast, strax við sónarskoðun. Eða eins og franski mannréttindafrömuðurinn Simone de Beauvoir orðaði það: „Konur fæðast ekki, þær eru búnar til“ og vísaði til þess að við stýrum gjarnan hegðun þeirra og umhverfi til að verða konur. Og strákum til að verða að körlum. Nú vitum við að ekki eru alltaf augljós skil milli kynjanna. Mannfólkið fæðist alls konar. Karlar með Klinefelter heilkenni fæðist til dæmis með auka kvenlitning og reglulega fæðast börn með millikyn (e. Intersex, hermaphrodite) þar sem bæði karl- og kvenkynfæri eru til staðar í einhverju formi. Í Louvre safninu er að finna höggmynd af gríska goðinu Herm- afródítus, sem er sýndur okkur með læri, brjóst og hárgreiðslu kvenmanns en karlmanns kynfæri. Líffræði en ekki hugmyndafræði Kynhormónar á fósturskeiði geta ákvarðað kyn- vitund okkar. Stanford-prófessorinn Robert Sapolski hefur tekið saman rannsóknir sem sýna að hægt er að breyta kynhegðun dýra. Til dæmis ef kvenkyns apar fengu testósterón á fósturstigi, litu þeir út og hegðuðu sér eins og karlkyns apar en með kvenlíffæri. Læknisfræðin hefur kennt okkur að það sama á við okkur mennina. Ákveðin röskun á hormónastarfsemi hjá konum lætur þær fæðast með óræð kynfæri og jafnvel karllega hegðun. Og þær eru líklegri til að vera trans- eða samkynhneigðar. Með lyfjum var hægt að koma jafnvægi á hormónabúskap þeirra, en kyn- vitund þeirra hélst óbreytt. Barn getur einnig fæðst sem drengur en litið út sem stúlka. Barnið er því venjulega alið upp sem stúlka þar til kemur í ljós að eistu eru inni í kviðarholi og engir eggjastokkar til staðar. Barnið hefur kvenlega eigin- leika og er líklegra til að verða samkynhneigt, upplifa sig í röngum líkama eða jafnvel geta hvorki tengt sig við karl- né kvenkyn. Það að upplifa sig í kyni sem samræmist ekki kyn- einkennum er því mun líklegra til að vera líffræði- legt, en ekki hugmyndafræðilegt val, eins haldið hefur verið fram. Kynvitund er því líklega ákvörðuð á fósturstigi og mótast bæði af eigin hormónum og hormónum móðurinnar, en heimurinn sem móðirin lifir í hefur einnig áhrif á fóstrið. Framför í mannréttindum Það er því ekki að ástæðulausu að þann 29. maí 2019 hætti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) að flokka transfólk með geðröskun. Þann 6. júlí sama ár tóku gildi ný lög á Alþingi um kynrænt sjálfstæði og hlutlausa skráningu á kyni. Markmið laganna er að kveða á um rétt einstaklinga til þess að skilgreina kyn sitt og tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenn- ingar. Nýlegar rannsóknir sýna að mun fleiri teljast til transfólks en áður var talið og að transfólk býr oft á jaðri samfélagsins. Það upplifir gjarnan fordóma, ójöfnuð, útskúfun, of beldi og fær almennt verri heil- brigðisþjónustu. Við sem tilheyrum þeim hópi sem hefur kynein- kenni sem samræmast kynvitund, erum forréttinda- fólk. Við þurfum að horfast í augu við eigin fordóma og taka þátt í baráttu jaðarfólksins fyrir samfélagi sem býður alla þegna þess velkomna. Jaðarfólkið Millimál í fernu VÍTAMÍN & STEINEFNI PRÓTEIN GLÚTENS LAKTÓSAORKA ÁN ÁN 1 5 . Á G Ú S T 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.