Fréttablaðið - 15.08.2020, Síða 12

Fréttablaðið - 15.08.2020, Síða 12
Stjórnendur Reykjavíkur-maraþons Íslandsbanka hvetja alla til að taka þátt í áheitasöfnuninni á hlaupa styrkur.is og velja þar sitt góðgerðarfélag, sína leið og sinn tíma til hlaups. Þátttakendur þurfa eftir sem áður að skrá sig til leiks og er það gert á vefsíðunni mi.is. Hlaupaátakið hefst í dag, 15. ágúst, og stendur til 25. ágúst. Af því tilefni heyrðum við í nokkrum vönum hlaupurum um fyrirætlanir í ár og góð ráð. Sautján hálfmaraþon Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannes- son hefur tekið þátt í Reykjavíkur- maraþoninu 17 sinnum og þá alltaf hlaupið hálfmaraþon. „Ég hef hlaupið hálft Reykja- víkurmaraþon 17 sinnum, muni ég rétt. Mér finnst skemmtilegt að skokka hér úti á Álftanesi og uppi í Heiðmörk en líka á stöðum víða um land þar sem ég hef ekki hlaupið áður. Það fylgir því alltaf dálítil aukaspenna að fara þannig ótroðna slóð. Mín ráð til hlaupara stemma við heilræði margra ann- arra: Þetta á að vera gaman og má ekki vera kvöð. Útivistin og hreyf- ingin er það sem skiptir mestu. Gott er að setja sér raunhæf markmið og leggja smám saman harðar að sér. Ef maður þykist alltaf vita sín tak- mörk kemst maður aldrei skrefinu lengra.“ Hleypur fyrir kvennadeildina Kolbr ú n Björ nsdót t ir, f ra m- kvæmdastjóri Lífs styrktarfélags og starfsmaður Ferðafélags Íslands, ætlar að styrkja kvennadeild Land- spítalans. „Líf er styrktarfélag kvennadeild- ar LSH en félaginu barst beiðni frá kvennadeild um styrk til kaupa á legspeglunartækjum. Mér finnst frábært að breyta hlaupinu í hlaupaáskorun því áheitin skipta öll þessi fallegu félög Hlaupa ein – til góðs Af óviðráðanlegum ástæðum hefur Reykjavíkurmaraþoni verið aflýst í ár en hlauparar eru þó hvattir til að reima á sig hlaupaskóna og láta um leið gott af sér leiða eins og fyrri ár. Við heyrðum í nokkrum hlaupurum. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson er svo sannarlega vanur hlaupari. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Kolbrún ætlar að hlaupa uppáhalds hlaupaleiðina sína, Ríkishringinn í Heiðmörk. MYND/AÐSEND Arnar Pétursson er hvorki meira né minna en sjöfaldur Íslandsmeistari í maraþoni. MYND/AÐSEND Elín Edda Sigurðardóttir mælir með hlaupaleiðum á utanvegastígum í nágrenni Reykjavíkur. MYND/AÐSEND miklu máli. Sjálf hleyp ég fyrir Líf styrktarfélag sem í fyrra safnaði fyrir nýjum vöggum á kvenna- deildina en þetta árið er draumur- inn að verða við ósk lækna um kaup á legspeglunartækjum til að greina mögulega sjúkdóma í legi og jafnvel orsakir ófrjósemi,“ segir Kolbrún sem sjálf ætlar að hlaupa uppáhaldshlaupaleiðina sína, Ríkis- hringinn í Heiðmörk. Ætlaði að slá Íslandsmetið í ár Hlauparinn Arnar Pétursson hefur sjö sinnum orðið Íslandsmeistari í maraþoni. „Ég hef tekið ellefu sinnum þátt í Íslandsbankamaraþoninu og sjö sinnum orðið Íslandsmeistari í maraþoni. Besti tíminn minn kom í fyrra þegar ég hljóp maraþonið á rétt rúmlega 2:23 en markmiðið í ár var að slá Íslandsmetið í maraþoni.“ Aðspurður segist Arnar ekki viss um að það teljist til hjátrúar en hann fái sér helst alltaf avókadó og bláber fyrir hlaup og varðandi ráð fyrir aðra hlaupara segir hann gott að búa sig undir mótlæti í hlaupinu. „Vertu þá klár með viðbragðsáætl- un. Eins og þegar það kemur brekka ætlarðu bara að hugsa um að hreyfa hendurnar hraðar.“ Hljóp tvö maraþon í fyrra Elín Edda Sigurðardóttir er vanur hlaupari en hljóp þó sitt fyrsta maraþon bara á síðasta ári en bætti um betur og hljóp sitt annað mara- þon nokkrum mánuðum síðar. „Ég mæli með hlaupaleiðum á utanvegastígum í nágrenni Reyk jav ík u r. Ein a f mínu m uppáhaldsleiðum, sem ég fer þó allt of sjaldan, er á stígunum í kringum Hvaleyrarvatn. Ég hljóp mitt fyrsta maraþon í Hamborg í apríl 2019 á 02:48 og annað maraþonið í Frankfurt í október 2019 á 02:44. Ég var búin að undirbúa mig að fullu fyrir mitt þriðja maraþon í apríl 2020 í Vínarborg og taldi mig geta hlaupið á 02:41, en það varð því miður ekkert úr því vegna COVID- 19.“ Einföld, fljótleg og ögn framandi lamba- eða nautaspjót sem smellpassa með jógúrtsósu, hrísgrjónum, naan brauði eða fersku salati. Einfalt og bragðgott! Spjót sem hitta í mark! KOF Lambaspjót Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is 1 5 . Á G Ú S T 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R12 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HELGIN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.