Fréttablaðið - 15.08.2020, Side 17

Fréttablaðið - 15.08.2020, Side 17
ÉG VEIT AÐ MÖRGUM VINUM MÍNUM FINNST ÉG VERA ÓTTALEGUR TUÐARI, ÓTTASLEGIÐ GAMAL- MENNI, EN MÉR SÝNIST AÐ NÚ SÉU Æ FLEIRI AÐ KOM- AST Á MÍNA SKOÐUN. upp pólitískar skoðanir. „Ég hef verið vændur um að vera hitt og þetta: Framsóknarmaður, bölvað íhald og kommúnisti,“ segir hann. „Ég var í sundi úti á Nesi í fyrra, ætl- aði í pottinn og þá óð upp úr honum maður sem æpti hástöfum að hann ætlaði sko ekki að deila potti með kommúnista. Rauk við svo búið í sturtu.“ Hv að s t jór n m á l a s ko ð a n i r varðar segist Egill heldur miðju- sækinn og trúa á mátt mála- miðlana. Í störfum sínum reyni hann ávallt að vera sanngjarn og kannski einum of. „Mér fer yfir- leitt að þykja smá vænt um allt fólk sem ég hef dregið í sjónvarpssal og situr þar fyrir framan mig. Kannski er ég full meðvirkur að eðlisfari eða of kurteis. Ég er ekki sérlega dómharður og frekar gjarn á að skima eftir því góða í fólki.“ Hefur þú starfað í f lokki? „Nei, ég hef aldrei verið í f lokka- pólitík. Ég er mjög lélegur í hópum, er hálfgerður einfari, og leiðist á fundum. Ég var í smátíma skráður í Alþýðuflokkinn á tíma Jóns Bald- vins og svo skráði Andrés vinur minn Magnússon mig einu sinni í Heimdall. Ég er ekki viss um að við höfum verið allsgáðir þá,“ segir Egill. „Ég hef stundum hugleitt að það gæti verið forvitnilegt að sitja á Alþingi, en óttast miklar funda- setur. Og svo er spurning hverju maður fengi áorkað þar inni. Þyrfti maður að lúta ströngum flokksaga – það ætti ekki vel við mig. Ég veit heldur ekki hvaða flokk ég ætti að fara í.“ Giftust á grískri eyju Egill er giftur Sigurveigu Káradóttur matreiðslumanni og eiganda Mat- arkistunnar. Saman eiga þau soninn Kára sem hefur vakið athygli sem píanóleikari. „Við Sigurveig kynntumst bara á krá í Reykjavík. Það er nú ekki f lóknara en það,“ segir Egill spurð- ur um hvernig þau kynntust. „Við eignuðumst svo hann Kára og gift- um okkur í Grikklandi, á eyjunni Folegandros þangað sem við förum hvert ár.“ Þeir sem hafa lesið bloggsíðu Egils vita að Grikkland er í miklum metum hjá honum og hann heim- sækir landið reglulega. Faraldurinn hefur hins vegar sett strik í reikn- inginn og er þetta ár í fyrsta sinn í hálfan aldarfjórðung sem hann fer ekki þangað. „Held ég megi segja að það sé mitt annað heimaland. Ég á marga vini þar en það er of snemmt að spyrja hvort ég setjist þar að í ellinni. Folegandros er reyndar hálfgert rokrassgat á vetrum,“ segir hann spurður hvort stefnan sé sett á að flytja þangað einhvern daginn. Fjölskyldan hefur einnig dvalið mikið í Bandaríkjunum vegna tón- listarnáms Kára. En hann hefur fengið viðurkenningar og styrki til að fara þangað á námskeið. Árið 2018 hlaut hann hvatningarverð- laun samtaka tónskálda í Banda- ríkjunum, ASCAP, þá 16 ára gamall. Hann lýkur framhaldsprófi í klass- ískum og djasspíanóleik í vetur en semur einnig tónlist og útsetur. Egill segir að það sé meira í ætt við dægurtónlist og Kári þurfi að fara að komast í almennilegt stúdíó. „Maður fylgist stundum undrandi með, hann hefur til dæmis ein- staka gáfu til að impróvísera í alls kyns tónlistarformum. Ég veit ekki hvar drengurinn finnur þessa dýpt – varla frá mér sem hef frekar flotið á yfirborðinu allt mitt líf, vitandi lítið um marga hluti. Kannski frá móður sinni sem hefur ótrúlega frjótt ímyndunaraf l. Ég er miklu hversdagslegri persónuleiki en þau bæði,“ segir Egill. Leitaði skjóls í of mikilli vinnu Í vor opnaði Egill sig um baráttu sína við kvíða og þunglyndi. Hann segir að þessir vágestir hafi alltaf blundað í honum og lýsi sér stund- um í frekar lágu sjálfsmati. Honum hafi hins vegar oft tekist að breiða yfir þetta með því að vera glaður í bragði út á við. „Þetta fór að ágerast hjá mér fyrir svona fjórum árum, en það var í fyrravor að ég upplifði alvarleg kvíðaköst,“ segir hann. „Maður tekst á við þetta, lyf hjálpa, hug- leiðsla, tímar hjá sálfræðingum, göngutúrar við sjóinn. En þetta er lúmskt og læðist aftan að manni þegar minnst varir. Maður festist í þráhyggjukenndum hugsunum – bak við mann er fortíð sem virkar óbærilega þung, full af eftirsjá en fyrir framan skelfing óviss framtíð. Maður týnir núinu þar sem er sagt að hamingjuna sé helst að finna. Svo hættir maður að geta sofið, vaknar á nóttinni og hinar þungu hugsanir troða sér strax fram.“ Egill segist líða ágætlega á þessari stundu en að það sé ekki ávísun á að svo verði út allt árið. Faraldurinn og áhrif hans hafi vissulega áhrif á geð- heilbrigði. „Mér finnst sjálfsagt að tala um þetta. Samt er ég ekki maður sem er gjarn á að bera tilfinningar sínar á torg, er líklega frekar dulur og ekk- ert sérlega hreinskilinn. En af hverju ætti það að vera feimnismál? Ég er bara svona. Ég hef neyðst til að horf- ast í augu við það síðustu misserin – held ég hafi um tíma leitað skjóls Egill segir að sér líði ágætlega á þessari stundu en það sé ekki ávísun á að svo verði allt árið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK undan kvíðanum og þunglyndinu í alltof mikilli vinnu. Fannst um tíma eins og hún væri upphaf og endir alls – og að maður þyrfti helst stöðugt að vera að og í sviðsljós- inu. Mætti aldrei missa úr þátt. En lykillinn að nokkuð stöðugri lífs- hamingju er ekki þar.“ Birgðu sig upp af mat og lyfjum Egill segist hafa haft vonda til- finningu gagnvart farsóttinni sem síðar fékk heitið COVID-19 um leið og hann las fréttir um uppgang hennar í Kína. Taldi hann að þarna væri á ferðinni veira sem yrði ekki stöðvuð. „Í febrúar keypti ég frystikistu í fyrsta sinn á ævinni og við birgðum okkur upp af mat og lyfjum. Það var í fyrsta sinn sem ég hef búið mig undir að loka mig af. Sem betur fer reyndist pestin ekki jafn skæð og til dæmis Spænska veikin, en maður þarf samt að beita öllum ráðum til að smitast ekki,“ segir hann. „Það er ekki bara dauðinn sem maður óttast, og veikindi manns nánustu, heldur líka langvarandi afleiðingar sóttarinnar.“ Hann er líka á þeirri skoðun að einungis harðar aðgerðir dugi til þess að veikin berist ekki til lands- ins að utan. Að valið standi um að hafa landamærin opin eins og nú er eða að eiga nokkuð eðlilegt líf í vetur, hvað varðar skólastarf, íþróttir, menningu og félagslíf. „Ég veit að mörgum vinum mínum finnst ég vera óttalegur tuðari, óttaslegið gamalmenni, en mér sýnist að nú séu æ fleiri að komast á mína skoðun. Þetta er svipað því og Gylfi Zöega hefur sýnt fram á með hagfræðilegum rökum,“ segir hann. „Og ég er dálítið þreyttur á frasanum „að lifa með veirunni“. Ef landamærin eru opin og smit berst stöðugt inn í landið, þýðir það þá að þeir sem eru viðkvæmir séu í einhvers konar stofufangelsi? Þetta er ansi stór hluti þjóðarinnar. Mér hafa fundist skilaboðin vera ansi loðin undanfarið, en mér sýnist að ákvarðanir ríkisstjórnarinnar og sóttvarnalæknis frá því í gær séu mjög skynsamlegar.“ Egill ferðaðist um Ísland fyrri hluta sumars eins og margir Íslend- ingar og naut þess innilega. Hann segist þó hafa verið hikandi við að ferðast eftir að faraldurinn blossaði upp að nýju og hafa eytt mun minni peningum í ferðalög en hann hafði ráðgert. Heldur þú að faraldurinn breyti öllu til frambúðar? „Ýmislegt mætti auðvitað breyt- ast. Hrunið breytti kannski ekki svo miklu – við tókum bara nýjan hring í æðislegri efnishyggju og neyslu. Í kóvíd höfum við þurft að hyggja aðeins að smærri hlutum, við hjónin fórum að rækta græn- meti til dæmis. Að sumu leyti hefur verið huggulegt að nánast hjúfra sig með fjölskyldunni. Fólk þarf ekki tíu utanlandsferðir á ári, borgar- ferðir, fótboltaferðir, skíðaferðir, ferðir á fundi. En ég er samt ekki viss um að það breytist mikið til langframa – það ræðst væntanlega af lengd pestarinnar og kreppunni sem henni fylgir. Eins og staðan er ætti maður kannski frekar að lifa bara frá degi til dags og reyna að finna hamingju í núinu en að hugsa svo langt.“ H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 17L A U G A R D A G U R 1 5 . Á G Ú S T 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.