Fréttablaðið - 15.08.2020, Side 28
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Við urðum strax vör við mikla aukningu nú þegar önnur bylgja faraldursins gerði
vart við sig,“ segir Guðmundur
Magnason, framkvæmdastjóri
Heimkaup.is. „Auðvitað eru
margir í sóttkví og fara þess vegna
ekkert úr húsi, en svo eru greini-
lega margir sem vilja einfaldlega
versla heima.“
Allir með hanska og grímur
Hjá Heimkaup er allt gert til að
tryggja öryggi viðskiptavina.
„Auk þess að vera með grímur,
skipta bílstjórar okkar um hanska
eftir hverja einustu pöntun sem
er afhent. Sama er að segja um
starfsfólk í vöruhúsi. Þar eru allir
með hanska og grímur,“ upplýsir
Guðmundur.
Mestu skiptir að allar vörur eru
afgreiddar úr vöruhúsi Heim-
kaup. is.
„Þangað koma hvorki viðskipta-
vinir né birgjar. Lykillinn er að
geta haft betri stjórn á umhverfinu
og það getur verið erfitt í hefð-
bundnum verslunum þar sem
mikill fjöldi viðskiptavina, sem
fer misjafnlega varlega, kemur við
sögu,“ segir Guðmundur.
Margir komust á bragðið í vor
Vöxtur í sölu matvöru á netinu
hefur verið gríðarlegur í ár og þar
hefur COVID-19 haft sitt að segja.
„Við höfum séð stöðuga fjölgun
viðskiptavina sem versla í matinn
á vefnum síðan við byrjuðum í
byrjun árs 2019, en svo komust
greinilega margir á bragðið í
faraldrinum í vor. Það sem er
skemmtilegt er að stór hluti
þessara viðskiptavina hefur haldið
áfram að versla í matinn á netinu,“
segir Guðmundur og bendir á aðra
athyglisverða staðreynd:
„Hún er sú að þetta er ekki bara
unga fólkið. Þannig fór meðalaldur
nýrra viðskiptavina frá 36 árum í
janúar upp í 45 ár í mars og elstu
nýskráðu viðskiptavinirnir þegar
COVID-19 stóð sem hæst voru
á níræðisaldri,“ upplýsir Guð-
mundur.
Mikið úrval tilbúinna rétta
Eins og Fréttablaðið sagði frá í
vor býður Heimkaup.is upp á að
setja allt hráefni í uppskriftina í
körfuna með einum smelli.
„Nú höfum við tekið þetta
skrefinu lengra með auknu úrvali
tilbúinna rétta. Þetta gerum við
til að koma til móts við viðskipta-
vini okkar sem vilja borða hollan
mat en hafa lítinn tíma til að sinna
eldamennskunni, eða vilja verja
tíma sínum í annað en að kaupa í
matinn og elda, til dæmis gæða-
stundir með fjölskyldunni,“ segir
Guðmundur.
Fyrir þá sem eru á sérfæði
Annar hópur sem Guðmundur í
Heimkaup.is sér að nýtir sér til-
búnu réttina eru þeir sem eru á
sérfæði.
„Það er ekki óalgengt að einn
fjölskyldumeðlimurinn sé á ketó,
annar er vegan og sá þriðji væri
til í eitthvað sem hinum tveimur
hentar ekki. Þá er frábært að geta
keypt þrjá tilbúna rétti og allir fá
sitt. Svo eru það allir sem búa einir
og þá getur hreinlega verið skyn-
samlegt að kaupa tilbúinn mat
öðru hvoru.“
Allir bílstjórar Heimkaup.is eru með hanska og grímur þegar þeir koma færandi hendi með vörurnar heim og skipta um grímu og hanska eftir hverja einustu pöntun sem afhent er.
Margir komust
á bragðið með
að versla mat-
vöru á netinu
í COVID-19
faraldrinum
í vor og segir
Guðmundur
að stór hluti
viðskipta-
vinanna hafi
haldið áfram að
versla í matinn
á netinu. FRÉTTA-
BLAÐIÐ/VALLI
Nú höfum við
tekið þetta skref-
inu lengra með auknu
úrvali tilbúinna rétta.
Það gerum við til að
koma til móts við við-
skiptavini okkar sem
vilja borða hollan mat en
hafa lítinn tíma til að
sinna eldamennskunni.
Framhald af forsíðu ➛
Rafbækur umhverfisvænni
Það er ekki aðeins mikil aukning
í kaupum á matvöru hjá Heim-
kaup. is heldur hefur sala raf bóka
tekið mikið stökk.
„Sala á háskólabókum á rafrænu
formi hefur aukist ár frá ári, en nú
sjáum við að salan er að aukast
mun meira en undanfarin ár.
Þetta er án nokkurs vafa önnur
birtingarmynd faraldursins,“ segir
Guðmundur.
Fólk sé í fjarnámi og trúlega ekki
eins hrifið af því að handfjatla
notaðar bækur skiptibókamarkað-
anna og áður.
„Nemendur og kennarar eru að
uppgötva kosti þess að vera alltaf
með nýjustu útgáfu bókarinnar,
að geta deilt glósum með samnem-
endum og svo framvegis. Raf-
bækur eru líka umhverfisvænni
en þær sem eru á pappír og við því
jafnvel enn ánægðari með þessa
þróun en ella.“
Skoðaðu úrvalið og gerðu inn-
kaupin á heimkaup.is
2 KYNNINGARBLAÐ 1 5 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RNETVERSLANIR
Heimkaup.is setur allt hráefni í uppskriftina í körfuna með einum smelli.