Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.08.2020, Qupperneq 29

Fréttablaðið - 15.08.2020, Qupperneq 29
Við ráðum við fleiri pantanir á dag en við gerðum áður og teljum okkur betur undirbúin. Gunnar segir að eftirspurn eftir matvöru á netinu sé að aukast, en net­ verslun Nettó sé á ýmsan hátt vel í stakk búin til að mæta eftirspurninni og álaginu, því margt hafi lærst af álags­ toppnum sem varð í byrjun faraldursins. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Nettó hafði verið að byggja upp netverslun sína þegar heimsfaraldurinn hófst en var samt ekki tilbúin fyrir spreng- inguna sem varð í eftirspurn eftir matvöru á netinu. En með breyttu verklagi, uppfærslum á vefnum og nýju tínsluhúsi (e. darkstore) hefur tekist að margfalda afköstin og standa undir eftirspurn, á sama tíma og umhverfisáhrif eru tak- mörkuð. Fyrir vikið eru viðskipta- vinir mjög ánægðir. „Þegar faraldurinn hófst höfðum við verið á þeirri vegferð að byggja netverslunina upp jafnt og þétt og það gekk vel, hún var í stöðugum vexti og við vorum búin að inn- leiða netverslun Nettó alls staðar þar sem við vorum með verslanir,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs. „Faraldurinn gerði það svo að verkum að við fengum mikið af nýjum viðskiptavinum og sala á matvöru fór í ævintýralegar hæðir. Við vorum tæknilega séð ekki tilbúin fyrir þessa holskeflu, en þegar faraldurinn stóð sem hæst fórum við í að standsetja nýtt 2.000 fermetra tínsluhús fyrir vörur, sem gekk vel og er komið í fullan rekstur. Í maí náði net- verslunin svo jafnvægi, eftir að létt var á takmörkunum. Í upphafi COVID-19 faraldursins spáðum við því að við myndum sjá breytta kauphegðun til framtíðar. Fyrir- sjáanlegt var að ekki myndu allir neytendur breyta sinni hegðun, en við sjáum nú að hlutfall þeirra sem versla á netinu núna er um þrefalt hærra en áður. Yfir sumarið er eðlilegt að sjá netverslun með matvöru taka smá niðursveiflu, því fólk er meira á ferðinni og meira úti,“ segir Gunnar. „En við sáum það svo strax í seinustu viku að þróunin er að verða nákvæmlega eins og á fyrstu dögum faraldursins í byrjun og um miðjan mars. Þannig að núna sjáum við fram á þreföldun eða fjórföldun milli vikna. Það er greinilegt að sala á matvöru gegnum netið á Íslandi er komin til að vera, þetta er bara spurning um hversu stórt hlutfallið verður.“ Bætt þjónusta og aukin ánægja „Við sjáum mikla eftirspurn eftir bæði heimsendingu, og að panta og sækja. Þetta gerist hraðast á stærri þéttbýlisstöðum eins og Akureyri, Suðurnesjum og Reykja- vík,“ segir Gunnar. „En munurinn er að núna er verklagið hjá okkur betra, eftir eldskírnina síðast og flottar ábendingar viðskipta- vina okkar. Við ráðum við fleiri pantanir á dag en við gerðum áður og teljum okkur betur undirbúin. Bæði tæknilega, vegna uppfærslu á síðunni sem hefur aukið hraða og úrval, og líka vegna verklags starfsfólks okkar. Ástæðan fyrir því að fólk kaupir mat á netinu er fyrst og fremst þægindi og tímasparnaður og við vorum að fá niðurstöður viðhorfs- könnunar sem var gerð meðal viðskiptavina okkar í júlí sem sýnir að fólk er mjög ánægt með þjónustuna okkar,“ segir Gunnar. „Ánægjustuðullinn (Net promoter score – NPS) er samkvæmt öllum mælikvörðum mjög hár, eða rúm- lega +50, en algengt er að fyrirtæki skori á bilinu -10 og +10.“ Eldri vörur á afslætti „Við höfum líka vandað okkur þegar kemur að umhverfismálum. Fólk er dálítið einbeittara í verslun á netinu og kaupir frekar það sem var ákveðið fyrir fram og það leiðir Ánægja með netverslun Nettó Netverslun Nettó er tilbúin fyrir aukningu í sölu á matvöru. Hún hefur verið efld á árinu og við- skiptavinir eru ánægðir með upplifunina, sem á að vera svipuð því að fara í hefðbundna verslun. Þetta línurit sýnir þróunina sem hefur orðið á sölunni í netverslun Nettó. til minni sóunar. Við höfum einnig innleitt fjölnota burðarpoka og pappírspoka í netversluninni,“ segir Gunnar. „Við höfum líka séð að fólk hefur ólíkar væntingar til dagstimpla á vörum, til dæmis ef það er að kaupa kjöt. Fólk er kannski vant því að kaupa kjöt sem endist í viku en svo kemur það heimsent og þá eru bara 4-5 dagar eftir. Til að minnka sóun höfum við innleitt ákveðið verklag í netversluninni sem við innleiddum í verslanir okkar árið 2015. Við seljum vörur á stigvaxandi afslætti eftir því hversu nálægt þær eru síðasta söludegi. Við bjóðum upp á 20%, 30% eða 50% afslátt, eftir því hver líftíminn er. Það eru margir mjög ánægðir með þessa þjónustu og nýta sér hana. Þetta minnkar sóun og gerir upplifunina á netinu jafngóða og í verslunum, sem er eitthvað sem við erum alltaf að leitast eftir,“ segir Gunnar. KYNNINGARBLAÐ 3 L AU G A R DAG U R 1 5 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 NETVERSLANIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.