Fréttablaðið - 15.08.2020, Page 31

Fréttablaðið - 15.08.2020, Page 31
BSRB var stofnað 14. febrúar 1942 og eru stærstu samtök opinberra starfsmanna á Íslandi. Aðildarfélög bandalagsins eru 23 talsins og er fjöldi félagsmanna um 22.000. Um tveir þriðju félagsmanna eru konur. Hlutverk BSRB er m.a. að þjónusta aðildarfélög bandalagsins og gæta hagsmuna þeirra og félagsmanna þeirra gagnvart atvinnurekendum og stjórnvöldum. Þá er það hlutverk bandalagsins að stuðla að bættu velferðarsamfélagi. Starfssvið: BSRB óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa. Um er að ræða nýtt og spennandi starf þar sem meginverkefnið verður að vinna að stefnumótun BSRB í menntamálum til dæmis varðandi framtíðarvinnumarkaðinn og fjórðu iðnbyltinguna. Starfið er tímabundið til 1. október 2021. Það heyrir undir framkvæmdastjóra BSRB og krefst samvinnu við aðra sérfræðinga á skrifstofu bandalagsins auk samskipta við aðildarfélög þess. Sérfræðingurinn annast greiningar, safnar saman og tryggir gott aðgengi að upplýsingum um hvaða breytingar kunni að verða á störfum félagsmanna aðildarfélaga BSRB ásamt upplýsingum um fræðslustofnanir aðildarfélaganna og vinnumarkaðarins sem leggur grunn að stefnumótun BSRB þegar kemur að starfs- og símenntun, framhaldsfræðslu og framtíðarvinnumarkaðnum. Menntunar- og hæfniskröfur: Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veitir Auður Bjarnadóttir (audur@lidsauki.is). • Verkefni á sviði framtíðarvinnumarkaðar og menntamála. • Greining á fræðslumálum og framtíðarvinnumarkaðnum. • Samskipti við aðila vinnumarkaðarins og umsagnir um þingmál í samráði við formann og framkvæmdastjóra. • Fræðsla, ráðgjöf og almenn upplýsingamiðlun um menntamál. • Seta í ýmsum nefndum og ráðum samkvæmt ákvörðun stjórnar BSRB. • Háskólapróf sem nýtist í starfi. • Þekking og/eða reynsla af menntamálum og vinnumarkaðsmálum. • Þekking á starfsemi félagasamtaka og málefnum stéttarfélaga er kostur. • Greiningarhæfni og gott vald á framsetningu upplýsinga. • Góð íslensku- og enskukunnátta og hæfni til tjáningar í ræðu og riti. • Góð samskiptahæfni og færni til að taka þátt í teymisvinnu. • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í starfi. SÉRFRÆÐINGUR Á SVIÐI FRAMTÍÐARVINNUMARKAÐAR Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Umsóknarfrestur er til og með 23. ágúst nk. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um starfið á www.alfred.is. Sviðsstjóri fjármálasviðs Nánari upplýsingar: Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) Þórður S. Óskarsson (thordur@intellecta.is) Umsóknarfrestur er til og með 31. ágúst 2020 Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is Félagsbústaðir er öflugt og traust þjónustufyrirtæki á leigumarkaði með yfir 2.800 íbúðir til útleigu í Reykjavík. Á skrifstofu félagsins starfa að jafnaði 25 manns í anda gilda um samvinnu, virðingu og góða þjónustu. Félagsbústaðir er sjálfstætt hlutafélag í eigu Reykjavíkurborgar og eru í hópi framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi 2019. Nánari upplýsingar um Félagsbústaði má finna á www.felagsbustadir.is Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf, þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjenda sem nýtist í starfi. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni. • Meistaragráða í viðskipta- eða hagfræði er skilyrði • Haldgóð reynsla af fjármálastjórnun og stjórnun teyma • Reynsla og þekking á áætlanagerð og uppgjörum, greiningu og framsetningu fjármálaupplýsinga • Þekking og reynsla í fjármögnun og lánaumsýslu • Framúrskarandi samskiptafærni, samvinnuhæfileikar og þjónustulund • Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum • Lausnamiðuð hugsun og nákvæm vinnubrögð • Mjög góð tölvukunnátta • Ábyrgð á rekstri, stjórnun og eftirfylgni með verkefnum sviðsins • Umsjón og ábyrgð á gerð fjárhags- og rekstraráætlana og eftirfylgni með þeim • Umsjón með fjármögnun og áhættustýringu • Umsjón með vinnslu fjármálalegra upplýsinga til stjórnenda • Greiningarvinna og gerð rekstraryfirlita • Ábyrgð á vinnslu milliuppgjöra og ársuppgjörs • Innra kostnaðareftirlit og gerð verkferla • Þróun fjármálalegra upplýsingatæknikerfa • Þátttaka í stefnumótun Menntunar- og hæfniskröfur: Helstu verkefni: Félagsbústaðir leita að öflugum einstaklingi í fjölbreytt og krefjandi starf sviðsstjóra fjármálasviðs. Fjármálasvið ber ábyrgð á fjármálalegri umsýslu Félagsbústaða, fjárstýringu, fjárhagsgreiningum ásamt gerð og eftirfylgni fjárhagsáætlana. Mest lesna atvinnublað Íslands* Atvinnublaðið Sölufulltrúar: Hrannar Helgason, hrannar@frettabladid.is 550 5625, Viðar Ingi Pétursson, vip@frettabladid.is 550 5626 *Neyslukönnun Gallups 2018, allt land, 18-80 ára

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.