Fréttablaðið - 15.08.2020, Qupperneq 62
Það verður aðeins meira spjall
en í fyrri þáttunum og fjöl-
breyttari dagskrá. Þetta verður
svona gamaldags skemmti-
þáttur með blönduðu efni.
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996
ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er.
Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir
Minningarkort á hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Jón Kristján Sigursteinsson
sjómaður,
lést á heimili sínu í Keflavík
mánudaginn 3. ágúst. Minningarathöfn
fyrir nánustu aðstandendur fer fram á
sunnudaginn, 16. ágúst kl. 3.
Fyrir þá sem vilja fylgjast með verður útsending á Zoom.
Fundarnúmer 812 3262 2630 og inngangskóði er 214.
Guðmundur Þór Jónsson Helena Kaldalóns
Sigursteinn Mar Jónsson Hilma Dögg Hávarðardóttir
Eydís Mary Jónsdóttir Guðmundur S. Gunnarsson
og börn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda
samúð og hlýhug við andlát
og útför okkar ástkæra
Braga Baldurssonar
handverksmanns,
sem lést 27. júlí sl. og var jarðsunginn
frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn
10. ágúst.
Guðrún L. Erlendsdóttir
Sigrún Bragadóttir Guðmundur Arnar Birgisson
Þröstur Thor Bragason Jóhanna K. Jóhannesdóttir
Bjarki Bragason
og barnabörn.
Það stendur til að gera nýja seríu sem tengist þáttunum Heima með Helga. Síminn hefur forgöngu um það. Við ætlum að taka eitt skref upp á við og vera ekki einungis
með tónlist heldur líka annað skemmti-
efni, segir hinn sívinsæli Helgi Björns,
sem er á göngu með hundinn sinn í
Hljómskálagarðinum þegar ég hringi.
Hann er með fleiri en einn síma og þeir
kvaka til skiptis, að mér skilst.
Nýi þátturinn verður í galopinni
dagskrá og mun heita Það er kominn
Helgi! „Þetta verður klukkutímaþáttur
á laugardögum og hefst klukkan átta.
Þar verður tónlist, ég verð með hljóm-
sveitina Reiðmenn vindanna og síðan
fáum við gesti. Það verður aðeins meira
spjall en í fyrri þáttunum og fjölbreytt-
ari dagskrá. Þetta verður svona gamal-
dags skemmtiþáttur með blönduðu
efni,“ lýsir goðið.
Fyrsti þátturinn af Það er kominn
Helgi! fer í loftið 19. september, að öllu
forfallalausu, að sögn Helga. „Við erum
bara á fullu núna í undirbúningsvinnu
fyrir þættina,“ lýsir hann. „Þetta verður
eins og að bjóða fólki heim í kvöldvöku.
Það er gaman að breyta aðeins til þó
að þættirnir verði ákveðið framhald af
Heima með Helga. Við verðum þarna á
svipuðum nótum og það verður afslapp-
að og létt andrúmsloft.“
Þættirnir eru ekki það eina sem Helgi
er að skipuleggja. Á dagskránni fram
undan er líka tónleikasyrpa í Háskóla-
bíói sem hann þurfti að fresta í vor. „Við
vorum með í undirbúningi það sem við
kölluðum Sumarhátíð Helga Björns,
sem átti að vera í apríl í Háskólabíói og
við þurftum að færa. Ætluðum að halda
hana núna síðustu helgina í ágúst og ég
var með marga tónleika uppselda. Nú
þurfum við að fresta hátíðinni aftur.
Þetta er svolítið veruleiki tónlistar-
mannsins í dag. Án þess að ég ætli að
væla þá er slæmt ástand hjá mörgum
í þeirri stétt sem hafa ekki haft neina
vinnu síðan í mars.“
Ertu kominn með nýjar dagsetningar
fyrir hátíðina? „Já, hún verður ekki beint
sumarhátíð, heldur höfum við sett hana
á dagsetningarnar 22., 23. og 24. október
og 30. og 31. Vonandi getum við haldið
hana þá og erum að vinna ákveðið að
því, smíða leikmyndir og gera klárt.“
gun@frettabladid.is
Verður eins og að bjóða
fólki heim í kvöldvöku
Nýir og blandaðir sjónvarpsþættir með hinum eina, sanna Helga Björns eiga að fara í
loftið hjá Símanum upp úr miðjum september og verða í opinni dagskrá. Svo stefnir
Helgi á að tónleikaröðin sem tvívegis hefur verið frestað, verði í Háskólabíói í október.
Helgi Björns vonar sannarlega að hægt verði að halda fyrirhugaða tónleikaröð í Háskólabíói í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Merkisatburðir
1947 Indland fær sjálfstæði frá Bretlandi.
1967 Svifnökkvi kemur til Íslands. Gerðar eru tilraunir
með hann sem samgöngutæki á milli Vestmannaeyja og
lands og Reykjavíkur og Akraness. Einnig er hann reyndur
á Ölfusá.
1969 Woodstock-tónlistarhátíðin hefst í New York-fylki í
Bandaríkjunum.
1971 Minnisvarði er afhjúpaður um Stefán Ólafsson
skáld í Vallanesi á Fljótsdalshéraði þar sem hann hafði
þjónað sem prestur.
1971 Barein verður sjálfstætt ríki.
1971 Richard Nixon bindur enda á gullfót Bandaríkja-
dals. Gengi bandaríska dalsins verður þar með fljótandi.
2007 Bæjarstjórn Vesturbyggðar ákveður að breyta deili-
skipulagi til að hliðra fyrir olíuhreinsistöð í Arnarfirði.
1 5 . Á G Ú S T 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R26 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT