Fréttablaðið - 15.08.2020, Side 80

Fréttablaðið - 15.08.2020, Side 80
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 550 5000 Óttars Guðmundssonar BAKÞANKAR buzzador® Hákon Hákonarson Noregs-konungur kyrrsetti þá frændur mína Órækju Snorrason og Þórð kakala Sig- hvatsson við norsku hirðina á 13. öld. Þeir lögðust í sukk og þunglyndi og dóu báðir úr heim- þrá og hreinum leiðindum eftir þrjú til fjögur ár í Noregi. Íslenskir fjölmiðlamenn hafa lengi gert sér dælt við brottf lutta Íslendinga. Ég hef lesið ótal við- töl við útf lytjendur sem hafa úthúðað veðri og verðlagi á Íslandi og dásamað nýja landið. Margir f lýttu sér svo mikið að aðlagast að þeir fóru að tala móðurmálið með ýktum hreim. Mun sjaldnar er rætt við fólk sem f lutt hefur heim aftur eftir langa dvöl erlendis, langþreytt á sænskum hroka, norskum leiðindum og danskri sjálfumgleði. Sumir gáfust upp á því að vera útlendingar allt sitt líf. Kóvíðfárið hefur komið í veg fyrir fólksf lutninga milli landa. Fréttamanni RÚV þótti því mikil tíðindi á dögunum að amerísk- íslensk fjölskylda skyldi ákveða að f lytja frá Kaliforníu til Íslands. Fréttaspyrillinn virtist vart trúa sínum eigin eyrum, að einhver skyldi yfirgefa Bandaríkin til að f lytjast hingað. Spurningarnar voru hver annarri kjánalegri og af hjúpuðu minnimáttarkennd vesalings spyrilsins. Hann sagði í lokin með undrunartón í röddinni að hjónin gætu jafnvel hugsað sér að vera áfram á Íslandi eftir kóvíð. Ég ímyndaði mér að Órækja og Kakalinn hefðu fengið fararleyfi frá Noregi. Viðkomandi frétta- maður hitti þá í Leifsstöð og spyrði í beinni: „Hvernig dettur ykkur í hug, piltar, að yfirgefa Noreg þar sem olía og hunang drýpur af hverju strái?“ Þeir frændur svöruðu að Sturlungasið: kveiktu í f lugstöðinni, gengu í land glottandi og föðmuðu fóstur- jörðina innilega. Fréttamatur © Inter IKEA System s B.V. 2020 ++ + + + + + + Laugarásvegur 1 Pantaðu á skubb.is OG FÁÐU HEIMSENT Fyrir svanga ferðalanga

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.