Fréttablaðið - 20.08.2020, Side 2

Fréttablaðið - 20.08.2020, Side 2
Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu var 0,5 prósentum hærri í júlí en í fyrri mánuði. Veður Gengur í norðaustan 5-13 í dag, en hvassari með suðausturströndinni síðdegis. Skýjað og lítils háttar væta norðaustan- og austanlands, en léttir til um landið sunnan- og vestanvert. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast sunnan heiða. SJÁ SÍÐU 20 Sóttvarnaherbergin undirbúin Tímapantanir á opticalstudio.is og í síma 511 5800 SMÁRALIND • HAFNARTORG • KEFLAVÍK Sjónmælingar eru okkar fag DANMÖRK Þetta er búinn að vera mikill og langur tilfinningarússíb- ani,“ segir Friðrik Weishappel sem í gær opnaði loks aftur Laundro- mat-stað við Århusgade eftir mikla vinnu undanfarna mánuði. Um árabil rak Friðrik þrjá Laundromat-staði í Kaupmanna- höfn. Rekstur þeirra krafðist mik- illar viðveru og því ákvað hann á síðasta ári að selja stað sem var staðsettur í Fred riksberg. „Ég fékk hagstætt verð og gat greitt niður allar skuldir þannig að ég sá fram á bjarta tíma með tvo staði í rekstri og meiri tíma fyrir fjölskylduna,“ segir Friðrik. Skömmu síðar reið þó ógæfan yfir þegar kviknaði í staðnum í Århusgade. Talið er að kviknað hafi í út frá heitum þvotti. „Staðurinn bráðnaði eiginlega bara og mikil mildi að ekki fór verr enda eru tíu íbúðir í húsinu,“ segir Friðrik. Hann var vel tryggður og því var tjónið ekki fjárhagslegt en höggið var fyrst og fremst tilfinningalegt. „Ég byggði þennan stað upp sjálfur og lagði sál mína í hann. Það var því mikið áfall að sjá eyðilegginguna. Ég sökk eiginlega í þunglyndi í rúman mánuð. En svo ákvað ég að rífa mig upp á hárinu aftur eins og Münchhausen forðum,“ segir Frið- rik. En ferlið hefur verið þungt. „Hús- félagið sá um að endurbyggja rýmið og það tók dágóðan tíma.“ Hann segir að samt hafi í raun verið lán í óláni að vera nauð- beygður til þess að fara í slíkar framkvæmdir á með kóróna veiru- faraldurinn reið yfir. „Á meðan lokanirnar hérna úti stóðu yfir ákvað ég að endurbæta eldhúsið á hinum staðnum mínum við Elme- gade. Ég var varla búinn að líma síð- ustu f lísina þegar ég fékk þennan stað af hentan að nýju. Þannig að ég f lutti bara verkfærin yfir og hef verið hérna í tólf til fjórtán tíma á dag síðustu mánuði.“ Hann segir að það skemmti- legasta í ferlinu haf i verið að finna hlýhug nágranna og vina. „Nágrannarnir eru búnir að bíða eftir enduropnuninni og það er yndislegt að finna að við skiptum máli í hverfinu,“ segir Friðrik. Á dögunum hafi hann verið við vinnu á staðnum þegar sex eða sjö ára gutti var skyndilega kominn inn og virti fyrir sér breytingarnar. „Hann var á leiðinni í skólann. Í Ronaldo-treyju og með alltof stóra skólatösku. Svo svipaðist hann um og sagðist eiga héðan margar minn- ingar. Ég sagði honum að það væri gaman að heyra og þá bætti hann við að hann hefði nefnilega verið mikið á þessum stað þegar hann var ungur,“ segir Friðrik og skelli- hlær. bjornth@frettabladid.is Tilfinningalegt högg að sjá staðinn bráðna Friðrik Weisshappel opnaði í gær Laundromat-stað við Århusgade eftir mikla enduruppbyggingu í kjölfar eldsvoða. Segist hafa sokkið í þunglyndi eftir áfallið en svo ákveðið að rífa sig upp á hárinu eins og Münchhausen forðum. Ég byggði þennan stað upp sjálfur og lagði sál mína í hann. Friðrik Weisshappel Herbergisþerna undirbýr sóttvarnaherbergi á Radisson Sas Blu 1919 hótelinu í miðbæ Reykjavíkur, fyrir komu ferðamanna sem þurfa að dvelja í fimm daga sóttkví vegna COVID-19. Nýjar reglur um skimun ferðamanna við landamæri tóku gildi á miðnætti í gær og hafa nú allir þeir sem hingað koma val um að fara í tveggja vikna sóttkví við komu, eða tvær skimanir með fimm daga sóttkví á milli sýnatakna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK HÚSNÆÐISMÁL Dýrast er að leigja stúdíóíbúð á svæðinu á milli Kringlumýrarbrautar og Reykja- nesbrautar í Reykjavík, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá Íslands. En vísitala leiguverðs á höfuðborgar- svæðinu var 0,5 prósentum hærri í júlí á þessu ári en í fyrri mánuði. Síðastliðna þrjá mánuði hækkaði vísitalan um 0,4 prósent og síðast- liðna tólf mánuði hækkaði hún um rúm tvö prósent. Meðalleiguverð á hvern fermetra fyrir stúdíóíbúð á fyrrnefndu svæði var í júlí 4.606 krónur. Þriggja her- bergja íbúðir voru að meðaltali dýrastar í leigu á svæðinu vestan Kringlumýrarbrautar og á Sel- tjarnarnesi þar sem meðalverð fyrir fermetrann var 2.795 krónur eða rúmum hundrað krónum lægra en í mánuðinum á undan. Stærstu íbúðirnar til leigu á höf- uðborgarsvæðinu voru í júlí dýrast- ar á svæðinu milli Kringlumýrar- og Reykjanesbrautar á 2.401 krónu fer- metrinn. Íbúð af þeirri stærð leigist á 944 krónur fermetrinn á Vest- fjörðum. – bdj Leiga lækkar í borginni Síðastliðna 12 mánuði hækkaði vísitala leiguverðs um 2,2 prósent. COVID-19 „Hertar sóttvarnareglur við landamærin eru rothögg,“ segir Þráinn Lárusson sem rekur meðal annars Hótel Hallormsstað, en því verður lokað strax í næstu viku vegna nýrra reglna um skimun við landamærin. Í þættinum 21 á Hringbraut í gær sagði hann ákvörðun stjórnvalda hafa komið á óvart. „Ég verð að viðurkenna það, maður var búinn að finna eitthvað í loftinu en hélt að það yrði frekar bara aukin skimun en ekki farið fram á þessa sóttkví,“ segir Þráinn. Gestir sem komu á hótelið í byrjun viku verða um helgina og fram yfir hana en svo verður skellt í lás. „Eftir það er þetta bara dautt,“ segir Þráinn og bætir við að af bók- anir nemi hundruðum herbergja. Síðastliðna daga hefur hann tekið við um 150 af bókunum, rúmlega 90 herbergi eru á hótelinu. Þráinn segir að nú gildi að reyna að lifa af tekjulaust haust og vetur. – lb Segir sóttkvína vera rothöggið Laundromat Café við Århusgade hefur verið opnað á ný. MYND/AÐSEND 2 0 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.