Fréttablaðið - 20.08.2020, Page 16

Fréttablaðið - 20.08.2020, Page 16
ÓLYMPÍULE IK AR Raddir þeirra stjórnmálamanna sem vilja snið- ganga Vetrarólympíuleikana í Peking árið 2022, bæði í Banda- ríkjunum og Bretlandi verða sífellt háværari. Er þá einkum borið við mannréttindabrotum Kínverja á Úígúr-múslimum í vesturhluta landsins, sem koma æ betur upp á yfirborðið. Samk væmt heimildum dag- blaðsins The Sun, frá háttsettum ráðherra í ríkisstjórn Boris Johnson, er sniðganga nú rædd á meðal ráð- herranna. Samtalið er þó ekki á þá leið að Bretar sendi ekki íþrótta- fólk á mótið, heldur að opinberir fulltrúar, stjórnmálamenn og fólk úr konungsfjölskyldunni sniðgangi leikana. „Við þurfum að taka nokk- ur vandræðaleg samtöl um þetta,“ sagði ráðherrann, en að ekkert væri ákveðið á þessari stundu. Meðferð Kínverja á Úígúrum er ekki eina ástæðan. Bretar hafa stað- ið þétt við hlið Bandaríkjamanna í viðskiptastríðinu við Kínverja og meðal annars bannað Huawei-net- beina. Deilur um upptök og ábyrgð á COVID-19 faraldrinum og fram- koma Kínverja gagnvart íbúum Hong Kong spila einnig rullu. Ian Duncan Smith, fyrrverandi formaður Íhaldsflokksins og einn af dyggustu stuðningsmönnum Johnsons, er enn harðari í afstöð- unni til Ólympíuleikanna. „Kína er árásargjarnt og óumburðarlynt ein- ræðisríki. Ég get ekki séð að nokkur breskur ríkisborgari með nokkra sjálfsvirðingu geti farið þangað til að styðja við þessa ógnarstjórn,“ segir hann. Hefur hann hvatt ríkisstjórnina til þess að þrýsta á Alþjóðaólympíunefndina um að breyta vettvangi leikanna. Vísaði hann meðal annars til brota á sam- komulagi Breta og Kínverja um afhendingu Hong Kong árið 1997. Í Bandaríkjunum hefur þing- maðurinn Rick Scott barist harðast fyrir því að Vetrarólympíuleik- arnir verði færðir, eða sniðgengnir af Bandaríkjamönnum. Hann situr í öldungadeildinni fyrir Repúblikana í Flórída og hefur lengi verið einn af dyggustu stuðningsmönnum for- setans Donalds Trump. „Peking er að fremja þjóðarmorð á Úígúrum vegna trúar þeirra og brýtur mannréttindi á íbúum Hong Kong. Heimurinn verður að standa sameinaður gegn þessu hrylli- lega óréttlæti. Þetta snýst ekki um stjórnmál eða sniðgöngu. Þetta snýst um mannréttindi,“ sagði Scott í lok júlí. Engar ákvarðanir um að snið- ganga leikana hafa verið teknar í Bandaríkjunum en raddir sem mæla með því verða háværari. Einn- ig í Kanada, sem er ein af sigursæl- ustu þjóðum leikanna frá upphafi. Í ávarpi í júlí varaði Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíu- nefndarinnar, við sniðgöngu og sagði hana engu skila heldur aðeins skaða íþróttirnar. „Í hugum sumra eru draugar fortíðar að sýna sitt ljóta fés á ný. Sniðganga og mis- munun vegna stjórnmála heima fyrir eða þjóðernis er orðin raun- veruleg hætta á ný,“ sagði Bach. Vísaði hann meðal annars til þess að 40 ár væru frá sniðgöngunni á Sumarólympíuleikunum í Moskvu, sem hefði engu skilað. Þeir sem töl- uðu fyrir sniðgöngu nú væru stað- ráðnir í að læra ekkert af sögunni. „Sniðganga gengur gegn Ólympíu- andanum.“ kristinnhaukur@frettabladid.is Tala fyrir sniðgöngu Vetrarólympíuleika Sífellt fleiri stjórnmálamenn vilja sniðganga Vetrarólympíuleikana í Peking. Helstu ástæðurnar eru nefndar meðferð Kínverja á Úígúr-múslimum og íbúum Hong Kong. Forseti Ólympíusambandsins segir sniðgöngu engu skila. Ákvörðun um að halda Vetrarólympíuleikana í Kína er langt frá því að vera óumdeild. MYND/GETTY Ég get ekki séð að nokkur breskur ríkisborgari með nokkra sjálfsvirðingu geti farið þangað til að styðja við þessa ógnarstjórn. Ian Duncan Smith fyrrverandi ráð- herra og formaður Íhaldsflokksins FÓTBOLTI Brasilíumaðurinn Neym- ar gæti átt von á því að lenda í banni í úrslitaleik meistaradeildarinnar fyrir að hafa skipst á treyjum eftir leik Paris St. Germain og RB Leip- zig í undanúrslitum. Treyjubýtti eru áralöng hefð í stórleikjum, en evrópska knattspyrnusambandið UEFA mælir nú gegn því að leik- menn stundi þetta í ljósi COVID-19 heimsfaraldursins. Ítarlegar leið- beiningar voru gefnar út eftir að boltinn fór að rúlla aftur í sumar. Parísarliðið valtaði yfir Þjóðverj- ana 3-0 í leiknum og átti Neymar meðal annars stoðsendingu til Angel Di Maria, skömmu áður en f lautað var til hálf leiks, og átti einnig tvö skot sem hittu tréverkið. Þegar lokaflautan gall skipti hann á treyju við varnarmanninn Marcel Halstenberg. Í leiðbeiningunum er engin ákveðin refsing tilgreind fyrir treyjuskipti. En með brot á leiðbein- ingunum skuli fara í samræmi við almennar agareglur sambandsins. Leikbönn og sektir eru algengustu refsingarnar. Úrslitaleikurinn fer fram á sunnudag og óttast nú aðdáendur Parísarliðsins að stórstjarnan geti ekki tekið þátt í þessum stærsta leik í sögu félagsins. Ekki endilega vegna leikbanns, en UEFA gæti einnig ákveðið að Neymar skuli fara í 14 daga sóttkví vegna atviksins. – khg Neymar mögulega settur í bann fyrir treyjuskipti Neymar með treyju Halstenberg í hendi eftir undanúrslitin. MYND/EPA Eitt verð fyrir ótakmarkað net heima, í farsímann, snjalltækin og úrið fyrir alla á heimilinu. Farsíminn fylgir og þú sparar! Vertu með AlltSaman hjá Nova! Nova.is/AlltSaman Prófaðufrítt ímánuð 2 0 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R16 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.