Fréttablaðið - 20.08.2020, Page 36

Fréttablaðið - 20.08.2020, Page 36
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is Óli Hrafn Jónasson skapar tónlist undir l ist a ma nnsna f n­inu Holy Hrafn. Á morgun kemur út platan Pandaríkin, sem er hans önnur sólóplata. Óli Hrafn er uppalinn í Hafnarfirði og lærði á píanó og klassískan gítar. „Ég byrjaði sem hljómborðs­ leikari í bílskúrsbandinu Husband sem starfaði í áratug. Þegar sveitin hætti, þá ákváðum við tveir úr bandinu að verða áfram eftir í hús­ næðinu og gera eitthvað öðruvísi. Ég var alltaf að semja texta og gera takta og fór að koma fram reglulega ásamt Brynjari Erni Björgvinssyni, sem var á gítarnum. Við spiluðum frumsamið efni sem við grúvuðum á í þrjá tíma í stað trúbadora. Við fórum síðar að spila reglulega með helling af krökkum úr rappsenunni og það var miklu skemmtilegra,“ segir Óli Hrafn. Það var um það leyti sem Holy Hrafn fæddist og Óli fór að rappa reglulega. „Ég gaf út plötuna Þrettán stafir árið 2018. Hún var nokkurs konar „weirdcore hip hop“, ef lýsa mætti henni einhvern veginn. Ég geri það sem ég fíla, það sem mér finnst fyndið eða heimskulega sjarmer­ andi. Pandaríkin eru gott dæmi um hversu víðtæk þau hugtök eru fyrir mér,“ segir hann. Sjálfbær listamaður Óli er líka myndlistarmaður og leitast við að vera sjálf bær í sköpun sinni. „Ég geri til dæmist list aftan á frosna pítsukassa eða á heimagerð­ an endurunninn pappír eða annað frá Góða hirðinum. Geisladiskur af Pandaríkjunum kemur til dæmis í heimagerðum endurunnum papp­ ír,“ segir Óli. En hvaðan kemur nafnið á plöt- unni? „Pandaríkin er bara staður sem er ekki til. Án pandamæra og panda­ mála. Pandaríkin er orðaleikur sem mér fannst skrítið að væri ekki í deiglunni, svo ég ákvað að hýsa næstu plötu í þeim pakka eftir að ég teiknaði myndina. Hugmyndin varð til þegar ég var að skipuleggja lagavalið og var farinn að taka uppáhaldsverkefnin til hliðar á aðra „skemmtilegri“ plötu. Ég var mikið að gera lög sem mér fannst vera hægt að lýsa sem „blæjubíla­ tónlist“ og rambaði á þá ákvörðun að hún ætti að heita Pandaríkin,“ segir hann. Um leið og nafnið var komið fóru hjólin að snúast og skapaði Óli plöt­ una frá febrúar fram í maí. „Pandaríkin er plata sem á að taka þig í skemmtilegt ferðalag milli húsasunda og náttúruundra Pandaríkjanna. Hugmyndin er sú að þetta sé tónlist til að rúnta við, til að hlusta á í strætó eða þegar maður hangir úti á svölum. Algjör sumarstemning. Fjölbreytni laga­ stíla táknar raddir mismunandi Pandaríkjaþegna,“ segir hann. Óli Hrafn fer um víðan völl á plötunni. „Ég er orðaleikjamaður og mik­ ill sögumaður og fjalla um allt frá þriðjudagskvöldi, þunglyndi, stækkandi bils milli kynslóða. Svona svo eitthvað sé nefnt. Lögin Hönnun gegn þunglyndi og Ana­ krónískt kóla eru í uppáhaldi því þau eru svo hress, ég ímyndaði mér að Talking Heads og Stuðmenn hefðu alið mig upp fyrir innblástur­ inn sem hljómar í þeim,“ segir hann. Góðir gestir Gestir plötunnar eru Vigdís Vala Valgeirsdóttir, HP Ljóðkraft, 7berg, Lilli Elli Grill, Drengurinn Fengur­ inn, Brisk og Stelpurófan. „Enginn af þeim ratar úr Panda­ ríkjunum,“ segir Óli glettinn. Með hverri plötu fylgir bolur hannaður af Óla Hrafni. „Hugmyndin kom frá því að fólk geti fengið eitthvað áþreifanlegt með plötunni. Ég vildi hafa þá lit­ ríka til að fara á skjön við panda­ birni því það er ekkert svart og hvítt, nema svart og hvítt.“ COVID hafði ekki mikil áhrif á gerð plötunnar, að sögn Óla. „Líf mitt var nú þegar í búbblu og á þessum hraða frá febrúar 2019, eftir þó nokkra skelli það árið. Í kringum desember 2019 var ég svo kominn á betri stað til að skapa tón­ list og myndlist og gerði fátt annað. Ég byrjaði að leigja stúdíópláss í miðbænum í júní og hef síðan þá getað gert myndlist í rými sérstak­ lega ætluðu til þess. Annars fíla ég þessa tíma, ég þarf ekki að snerta fólk sem ég vildi hvort eð er ekki koma við. Per­ sónulegt rými manns er virt og það er minna um skvaldur, angur og heimskuleg djömm. En viðhorf er huglægt og tíminn sem við lifum á mun hvort eð er alltaf skilgreina okkur,“ segir Óli Hrafn. Hægt verður að nálgast Panda­ ríkin á öllum helstu streymisveitum frá og með morgundeginum. steingerdur@frettabladid.is Viðhorf er huglægt Á morgun kemur út platan Pandaríkin með tónlistarmanninum Óla Hrafni sem er þekktur undir listamannsnafninu Holy Hrafn. Óli Hrafn með grímu gerða af vinkonu hans, Þorbjörgu Maríu Sveinbjörnsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK ANNARS FÍLA ÉG ÞESSA TÍMA, ÉG ÞARF EKKI AÐ SNERTA FÓLK SEM ÉG VILDI ÞAÐ HVORT EÐ ER EKKI KOMA VIÐ. 2 0 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R28 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.