Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2020, Blaðsíða 2
Setjum þingmenn í skólabúninga
Á dauða sínum átti Svart-höfði von frekar en að klæðaburður þing-
manna yrði honum eitthvert
hjartans máls. En þar sem
málið virðist sífellt dúkka aft-
ur upp í umræðu í pontu á Al-
þingi þá hreinlega getur Svart-
höfði ekki setið á sér lengur.
Fyrir rúmlega viku var
klæðaburður þingmanna til
umræðu, ekki bara í stuttum
skotum í ræðum þingmanna
heldur í löngu máli í heilan
hálftíma. Steingrímur J. Sig-
fússon, forseti Alþingis, sem
sennilega á fataskáp fullan
af sömu jakkafötunum, gerði
athugasemd við klæðaburð
Björns Levís Gunnarssonar,
þingmanns Pírata, fyrir að
vera ekki í jakka.
Það fannst honum algjörlega
út í hött. Hann sjálfur hafði
þurft að kaupa sér fín föt áður
en hann byrjaði á þingi og því
væri alveg eðlilegt að aðrir
þingmenn léku það eftir. Stein-
grímur telur sig greinilega
vera einhvern tískufrömuð
eða áhrifavald. Ef hann getur
verið í jakka, þá ættu aðrir að
geta það.
Svo má ekki gleyma umræð-
unni um árið þegar Elín Hirst
mætti í gallabuxum.
Klæðaburðurinn sýnir, að
mati Steingríms, þinginu þá
virðingu sem það á skilið. Ein-
mitt, Steini minn, eru það fötin
sem skapa manninn þarna inni
á þinginu ? Misvitrir nöldrarar
í fallegum gjafaumbúðum í
boði kjósenda. En tengsl þing-
manna við fyrirtæki grunuð
um stórfellda spillingu? En
þeir sem hafa sagt af sér emb-
ætti sökum misgjörða? En
þingmenn sem voru í forsvari
fyrir ríkisstjórn sem var ekki
stætt að klára kjörtímabilið?
En þingmenn sem hafa verið
sakaðir um áreitni, um einelti?
Nei, það eru ekki gjörðir sem
draga úr trúverðugleika þings-
ins, svo lengi sem viðkomandi
er tilbúinn að vera í jakka.
Þessi umræða, um virðingu
Alþingis, hefur birst Svart-
höfða áður af álíka vettvangi.
Nú úr leikskólum og grunn-
skólum þar umræða skapast
reglulega um ágæti skólabún-
inga.
Hjallastefnan hefur tekið
þetta upp og kannski ætti Al-
þingi að gera þetta bara líka.
Svarthöfði sér fyrir sér sam-
starf við til dæmis Henson
þar sem allir þingmenn gætu
fengið galla í stíl. Allir eins og
allir jafnir á hinu háa Alþingi.
Hvað með að hafa þetta
bara valfrjálst og leyfa kjós-
endum að taka ákvörðun um
hvort svona „dress-code“–
þingmennska hentar þeim?
Það gæti verið á stefnuskrám
flokka: „Auk þess lofum við að
vera alltaf í jökkum í pontu.“
Jú, eða bara að fylgja Hjalla-
stefnunni og taka upp þing-
mannabúninga. Búa bara
þarna til opinberan embættis-
klæðnað. Jafnvel mætti brúka
fermingarkuflana svona til
að viðhalda ógeðslega hall-
ærislegum heilögum brag
á þingmennskunni. Þá gæti
Steingrímur væntanlega ekki
kvartað. Eða kannski er hann
bara bitur yfir reikningnum
frá Herragarðinum og vill
að aðrir þurfi að greiða álíka
gjald í tilgerðarmennsku.
Hver veit. En Svarthöfði
styður skólabúninga á Alþingi.
Ef þingmenn ætla að haga sér
eins og leikskólabörn, þá geta
þeir líka klætt sig eins og leik-
skólabörn. Og hana nú. n
SVART HÖFÐI
Aðalnúmer: 550 5060
Auglýsingar: 550 5070
Ritstjórn: 550 5070
FRÉTTA SKOT
550 5070
abending@dv.is
Þ
að er mikill órói í
samfélaginu. Bann-
sett lúsmýið er komið
á kreik og iðar fólk í
skinninu undan biti
sem heldur fyrir því
vöku. Óróinn í umhverfinu nær
langt umfram það sem nokkurt
sterakrem eða vifta getur tekist
á við. Veirufjandinn er að
sækja í sig veðrið og van-
líðanin í þjóðfélaginu eykst
samhliða.
Í forsíðuviðtali blaðsins
segir forstjóri Íslenskrar
erfðagreiningar, Kári
Stefánsson, að það sé
ekki ástæða til þess að
óttast veiruna heldur
úrræðaleysið, sé ekki
brugðist strax við og
komið á fót stofnun í faralds-
fræði til að taka slaginn í næsta
kafla.
Ragnar Freyr Ingvarsson
læknir sem fór fyrir COVID-19
teymi Landspítalans sagði í viðtali við DV 22. maí
að mikilvægt væri að semja við heilbrigðisstéttina
fyrir næsta slag. Nú er svo komið að búið er að fletta
blaðsíðunni og sýktar persónur og leikendur farin að
flæða inn líkt og jafnvel löskuðustu spámenn gátu
séð fyrir. Enn hefur ekki verið lokið við samninga
við hjúkrunarfræðinga og læknar og lögreglumenn
eru samningslausir.
Þríeykið fræga, Alma Möller landlæknir, Þórólfur
Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfir-
lögregluþjónn, tilheyra sem dæmi öll starfsstéttum
sem eru samningslausar. Það hlýtur að teljast snar-
galið og kallar í raun á rauða viðvörun strax.
Og hvað svo? Er eðlilegt að treysta á greiðvikni
einkafyrirtækja og einstaklinga sem enn hefur ekki
verið samið við? Hvað má gera ráð fyrir að með-
virknin standi lengi?
Það er gott fólk víða og þeir sem stjórna landinu
eru mestmegnis gott fólk. En mikið væri nú dá-
samlegt ef forgangsröðunin væri í lagi og það væri
einhver á vakt þegar skellurinn kemur af alvöru
þunga. Þegar næsta stórslys verður, að það sé fólk
til að sinna því sem á að vera það allra mikilvægasta
í heiminum, að bjarga mannslífum og tryggja öryggi
fólks. Geyma mætti alls kyns ómerkilegt gelt og um-
ræður um fatnað fram yfir heimsenda. n
UPPÁHALDS
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir
RITSTJÓRI: Þorbjörg Marinósdóttir, tobba@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Erla Hlynsdóttir, erlahlyns@dv.is AUGLÝSINGAUMSJÓN: Ruth Bergsdóttir, ruth@dv.is
PRENTUN: Torg prentfélag DREIFING: Póstdreifing | DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. DV, Kalkofnsvegi 2, 101 Reykjavík Sími: 550 7000.
MYND/ANTON BRINK
Teitur Atlason fulltrúi hjá
Neytendastofu elskar gott
sjónvarpsefni og er smekkur
hans ákaflega fjölbreyttur
og hress eins og hann sjálfur.
Hans fimm uppáhaldsþættir
eru langt frá því að vera
fyrirsjáanlegir.
1 Tiger King
Bestu þættir um versta fólk
sem finna má í Oklahoma.
2 Breaking Bad
Walter White og Jessie Pink-
man mynda besta vinapar í
sjónvarpssögunni. Frábærar
andstæður. Frábær leikur.
Frábærir þættir.
3 Dallas
Ekkert haggar greiðslunni
á Bobby Ewing. Lyktin af
brunnu tefloni fyllir vitin
og innan úr þokunni mætir
Punk Anderson í ljósbláum
jakkafötum.
4 Kveikur
Sjónvarpsþættir sem breyta
Íslandssögunni í hverri viku.
5 Svampur Sveinsson
Súrasta barnaefni á jörðinni.
Frábær húmor á yztu nöf.
Eins og Gúmmíbangsarnir á
chrystal meth.
SJÓNVARPSEFNI
Rauð viðvörun
2 EYJAN 3. JÚLÍ 2020 DV