Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2020, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2020, Blaðsíða 36
36 STJÖRNUFRÉTTIR 3. JÚLÍ 2020 DV Hollywood-stjörnur sem byrjuðu í klámi SYLVESTER STALLONE Ítalski sjarmörinn Sylvester Stallone skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann lék í klámmyndinni The Party at Kitty and Stud’s. Í kjölfarið fékk hann auka- hlutverk í myndinni Downhill Racer. Ári seinna fékk hann sitt fyrsta aðalhlutverk og varð stuttu seinna heimsfrægur fyrir hlutverk sitt í Rocky. ARNOLD SCHWARZENEGGER Löngu áður en hann lék í Termina- tor, eða varð ríkisstjóri Kaliforníu, sat Arnold Schwarzenegger fyrir í nokkrum hommaklámtímaritum þegar hann var að reyna að meika það í Hollywood, eða svo segja sögusagnirnar. PERREY REEVES Perrey Reeves er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt sem Mrs. Gold, eiginkona Ari Gold í þáttaröðinni vinsælu Entourage. Færri vita af ferli hennar sem klámstjörnu. Hún kom fram í klámmyndum fyrir Pornhub, XVideos og HD Porn. JACKIE CHAN Leikarinn lék í kínverskri grín klámmynd árið 1975, „All in the Family“. Eftir að hann fékk sitt fyrsta stór- hlutverk árið 1978 í myndinni „Snake in the Eagle‘s Shadow“ sagði hann skilið við klám. DAVID DUCHOVNY Matt LeBlanc er ekki sá eini til að leika í klámseríunni The Red Shoe Diaries. David Duchovny lék í einum þætti þegar hann var að reyna að meika það í Hollywood. David sló seinna í gegn í X-Files og Californication. CAMERON DIAZ Cameron Diaz er vel þekkt í Hollywood og hefur leikið í stórmyndum á borð við There’s Something about Mary og The Holiday. Þegar hún var nítján ára gömul sat hún fyrir í BDSM-myndatöku ásamt tveimur öðrum fyrirsætum. Myndatakan var tekin upp á myndband og eftir að leikkonan sló í gegn í Hollywood seldi ljósmyndarinn rússnesku klámfyrirtæki myndbandið. Við tók barátta á milli lögfræðinga Cameron Diaz og ljósmyndarans. MATT LEBLANC Áður en Matt LeBlanc sló í gegn sem Joey Tribbiani í Friends vann hann ýmis störf. Hann lék í ljósbláu klám- þáttunum Red Shoe Diaries á tíunda áratugnum. Hann var heldur blankur áður en hann nældi sér í hlutverkið í Friends. Þegar síðasta þáttaröðin fór í loftið fékk hann um 138 milljónir króna fyrir hvern þátt. HELEN MIRREN Helen Mirren tók sín fyrstu skref í kvikmyndabrans- anum þegar hún lék í klámmyndinni Caligula. Henni til varnar vissi hún ekki að þetta væri klámmynd. Leik- stjórinn bætti við kynlífsatriðunum án hennar vitundar. Síðan hefur hún fengið ótal hlutverk í vinsælum bíó- myndum og er ein virtasta leikkonan í Hollywood. Það er ekki gefið að leikarar verði frægir. Það tekur tíma, hæfileika og mikla heppni. Sum- ar stjörnur þráðu frægðina það heitt að þær tóku sín fyrstu skref í skemmtanabransanum í klámi. 00000 www.veidikortid.is Hvar ætlar þú að veiða í sumar? Útsölustaðir: N1, OLÍS, veiðivöruverslanir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.