Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2020, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2020, Blaðsíða 28
Una í eldhúsinu Spaghetti carbonara Spaghetti carbonara hefur alltaf verið einn af mínum uppáhalds pastaréttum. Ég hef gjarnan lent í vandræðum með að finna góða ljósa pastasósu en þessi er hins vegar einföld í framkvæmd og smakkast alltaf jafn vel. Fá hráefni og tiltölulega fljótgerður réttur. 400 g spaghetti 200 g beikonstrimlar 2 stk. hvítlauksrif 3 stk. egg 100 g parmaesanostur Salt og pipar Steinseljubúnt Byrjið á því að sjóða spaghetti í vatni og olíu og gætið þess að salta vatnið vel. Steikið saman á pönnu beikon­ strimla og pressuð hvítlauksrif. Þeytið saman egg og rífið niður parmesanostinn í skál, saltið og piprið eftir smekk. Þegar pastað er soðið er 1 dl af vatninu tekinn til hliðar áður en það er sigtað og sett á pönnu ásamt beikonblöndunni. Steikið svo spaghettiblönduna og beik­ on­ og hvítlauksblönduna við vægan hita, slökkvið á hellunni og blandið eggjablöndunni saman við og hrærið vel saman. Þá er ekkert eftir nema að bera réttinn fram og finnst mér gott að strá bæði smá parmesanosti yfir og steinselju. Ananas- og karamelluostakaka Hér er uppskrift að ferskri og sumarlegri ostaköku sem klárast án efa enda er karamellusósan algjört lostæti. 260 g Maryland-kex 30 g smjör 200 ml rjómi 170 g rjómaostur 2 tsk. vanilludropar 4-5 sneiðar ferskur ananas Byrjið á því að mylja niður Mary­ land­kex í matvinnsluvél, bræðið saman smjör í potti og hrærið kex­ blöndunni saman við áður en þetta er allt sett saman í form. Þeytið rjóma vel. Hrærið rjóma­ ostinn sér svo að hann verði léttur og kekkjalaus. Blandið honum varlega saman við rjómann og vanilludropana. Skerið niður þrjár sneiðar af fersk­ um ananas í fremur litla bita. Setjið þá saman við rjómaostablönduna og þeytið varlega í um 1 mínútu. Hellið blöndunni yfir kexið í form­ inu. Karamellusósa 80 g Dumle-karamellur 20 g smjör Bræðið saman smjör og Dumle­ karamellur í potti við vægan hita. Leyfið karamellunni aðeins að kólna áður en hún er sett yfir kökuna. Skreytið með ferskum ananas. Matgæðingurinn Una Guðmunds- dóttir á unabakstur.is hvetur les- endur til að bjóða í matarboð um helgina með þessum skotheldu uppskriftum. MYNDIR/AÐSENDAR 28 MATUR 3. JÚLÍ 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.