Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2020, Blaðsíða 37
E liza Jean Reid er fædd á þjóðhátíðar-degi Mexíkó 5. maí og er því Naut. Nautið er svo sannarlega tryggur vinur
og það nýtur sín best í stöðuleika.
Nautið er þekkt fyrir dugnað en helsti veikleiki þess
er að verða of fast í formi eða þrjóskt en þessi sama
þrjóska kemur því einnig í gegnum ýmislegt.
Sverðás
Lykilorð: Innblástur, hugmyndir, uppgötvun, mögu-
leikar, frelsi
Ja, hérna hér, það er mikill léttleiki í þessu spili, loks
kemur smá ró eftir góða vinnutörn. Þetta spil bendir
þér á að hlusta vel á skilaboðin sem innsæið og al-
heimurinn allur í kring sýnir þér. Það er góður tími til
að jarðtengja sig og verja tíma í náttúrunni eða fara í
sjósund. Ég les það þannig að spilið segi að þú megir
gefa þér aðeins meiri tíma fyrir sjálfa þig því þannig
tekst þér betur að sinna öllum hlutverkunum sem þér
hafa verið gefin.
Nía í bikurum
Lykilorð: Nægjusemi, ánægja, þakklæti, óskir rætast
Það er einmitt í þakklætinu sem allt gengur upp hjá
manni. Það er smitandi orka í þakklætinu sem hrindir
af stað dómínóáhrifum þar sem allt fer að óskum.
Þetta er greinilega eitthvað sem þú hefur tileinkað
þér og getur kennt öðrum því það er mikill lærdómur í
þakklætinu.
Töframaðurinn
Lykilorð: Úrræðagóður, valdamikill, fyllir aðra inn-
blæstri
Eitthvert ákveðið mál liggur þér á hjarta og hefur gert
um tíma. Á næstu dögum færðu innblástur og kraft
til að hrinda þessari hugmynd í framkvæmd. Þetta
er einhvers konar góðgerðarmál sem margir munu
græða á og mun vera mjög gefandi fyrir þig í leiðinni.
Aðrir munu sækjast í að taka þátt og því mun þetta
ganga hraðar fyrir sig en þú áttir von á.
Skilaboð frá
spákonunni
Þú hefur staðið þig einstaklega vel og mátt leyfa
þér að vera þakklát sjálfri þér. Það mun gefa þér
mikið.
STJÖRNUSPÁLESIÐ Í TAROT Eliza Jean Reid
Svona eiga þau saman
Vikan 03.07. – 09.07.
Er í Nautsmerkinu …
Öflugt leikarapar
MYND/STEFÁN
stjörnurnarSPÁÐ Í
Leikarinn Hannes Óli Ágústsson hefur heldur betur slegið í gegn undanfarið fyrir leik sinn í nýju Netflix-myndinni
Eurovision Song Contest: The Story of Fire
Saga. Hannes Óli er í sambandi með leikkon-
unni Aðalbjörgu Árnadóttur. Við ákváðum
að skoða hvernig parið á saman ef litið er til
stjörnumerkjanna.
Bæði Hannes Óli og Aðalbjörg eru Vatnsberar.
Þegar tveir Vatnsberar koma saman geta þeir
einbeitt sér að jákvæðari hliðum lífsins. Parið
elskar að eignast vini, hjálpa öðrum og leitast
eftir að ná fram félagslegum breytingum. Þau
eru bæði mannblendin, opin og vinna vel undir
álagi. Veikleiki Vatnsberans er að skynja til-
finningar annarra, eða eigin. Stundum á hann
erfitt með að setja sig í spor annarra og er með
ákveðnar hugmyndir um hvernig fólk eigi að
haga sér. Vatnsberinn er mjög hugmyndaríkur
og er sífellt að skapa. Það besta við það þegar
tveir Vatnsberar koma saman er endalausa hug-
myndaflæðið frá þeim og út í heiminn. Það er
mikilvægt fyrir þau að muna að halda í róman-
tíkina og vera dugleg að krydda ástalífið. Þá
mun sambandið lifa vel og lengi. n
Hannes Óli Ágústsson
2. febrúar 1981
Vatnsberi
n Frumlegur
n Sjálfstæður
n Mannvinur
n Framsækinn
n Fjarlægur
n Ósveigjanlegur
Aðalbjörg Þóra Árnad.
7. febrúar 1980
Vatnsberi
n Frumleg
n Sjálfstæð
n Mannvinur
n Framsækin
n Fjarlæg
n Ósveigjanleg
MYND/SKJÁSKOT INSTAGRAM
Hvaða stjörnumerki hentar þér í makavali?
Hrútur
21.03. – 19.04.
Besti sálufélaginn þinn væri helst
Vatnsberi, Bogmaður, Ljón eða
Tvíburi. Vá, þú hefur úr nægu að
velja enda átt þú auðvelt með að
aðlagast og tekur öllum eins og
þeir eru. Það væri ekki sniðugt að
„deita“ annan Hrút því þið þurfið
báðir að hafa rétt fyrir ykkur!
Naut
20.04. – 20.05.
Þinn sálufélagi er Fiskur eða
Meyja. Nautið er stundum sagt
þrjóskt en það er munur á því að
vera ákveðinn og koma þannig
verkum í gang. Þú stendur þétt við
bakið á þeim sem þurfa og þess
vegna eiga þessi merki vel við þig,
þið hafið sömu siðferðiskenndina.
Tvíburar
21.05. – 21.06.
Tvíburinn á góða samleið með
Vog og Vatnsbera. Merkin eiga
margt sameiginlegt en geta líka
bætt upp hvort annað og styrkt.
Mikil vinátta og skilningur er milli
merkjanna og stefnir í langlíft
samband.
Krabbi
22.06. – 22.07.
Sporðdreki eða Fiskur gæti stolið
hjarta þínu. Eftir að hafa horft á
of margar rómantískar bíómyndir
gætu þessi merki helst uppfyllt
óraunhæfa drauma þína. Krabbinn
lifir fyrir smá drama sem Fiskurinn
er til í upp að vissu marki, sérstak-
lega þegar dramað endar í heitum
fyrirgefningaratlotum.
Ljón
23.07. – 22.08.
Bogmaður, Vog, Tvíburi, eða
Hrútur eiga vel við þig. Þú gerir
kröfur í þínu sambandi. Þú vilt
vera dáð/ur og þarft á ákveðinni
viðurkenningu og stöðugri ástar-
játningu að halda. Hrútur myndi
halda uppi heitu ástalífi með þér.
Meyja
23.08. – 22.09.
Naut eða Steingeit eru elskhugar
þínir. Þessi merki bæta ekki að-
eins hvort annað upp heldur deila
þau líka sömu praktísku aðferðum
í lífinu. Og þrátt fyrir að praktísk
mál hljómi ekki sexí þá er það jú
það sem kveikir helst í þér þegar
einhver er með sitt á hreinu.
Vog
23.09. – 22.10.
Tilvalinn maki fyrir þig væri Ljón,
Bogmaður, Fiskur eða Tvíburi.
Með þessum merkjum finnur þú
jafnvægi sem er það helsta sem
Vogin sækist eftir. Þú hefur úr
nógu að velja enda ertu ágæt-
lega ástsjúkt merki sem lifir fyrir
rómantík og verður auðveldlega
hrifið.
Sporðdreki
23.10. – 21.11.
Sporðdreki eða Fiskur eru spenn-
andi fyrir þér. Tveir Sporðdrekar
skapa spennandi andrúmsloft.
Ykkar merki er svo „all in“ að það
hentar best að vera með maka
sem er eins. Fiskurinn er and-
stæðan þín sem vinnur samt vel
með þér eins og Ying og Yang.
Bogmaður
22.11. – 21.12.
Ljón, Hrútur, Vatnsberi eða Vog
og ástin blómstar. Þér leiðist
auðveldlega og vilt samband með
einhverjum í merki sem er til í
ævintýri. Vogina og Vatnsberann
er auðvelt að sannfæra í alls konar
skemmtilegheit og þú gætir hrist
rækilega upp í Hrútnum.
Steingeit
22.12. – 19.01.
Þú laðast helst að Fisk, Sporð-
dreka, Meyju eða Hrúti. Stein-
geitin nennir engu veseni og sóar
ekki tímanum í vitleysu. Þú ert
líkleg/ur til þess að vera í fáum
löngum samböndum yfir ævina. Þú
vilt bara finna sálufélaga þinn.
Vatnsberi
20.01. – 18.02.
Tvíburi eða Vog fær hjartað þitt til
slá hraðar. Þessi merki eiga það
sameiginlegt að vera miklar félags-
verur og skilja þörfina á að deila.
Ekki þar með sagt að þið eigið að
vera í opnu sambandi, ekki frekar
en þið viljið. Þið virðið sjálfstæðið.
Fiskur
19.02. – 20.03.
„Ertu Sporðdreki eða Krabbi?“
ætti að vera fyrsta spurning þín
á Tinder. Það hentar þér að vera
með einhverjum sem er líka vatns-
merki því þið skiljið þá skap hvort
annars. Fiskurinn sýnir ást með
gjörðum frekar en orðum og þarf
einhvern sem áttar sig á þvi.
STJÖRNUFRÉTTIR 37DV 3. JÚLÍ 2020