Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2020, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2020, Síða 30
Ólafía Þórunn Kristins-dóttir er einn af okkar fremstu kylfingum. Matarræðið skiptir hana miklu máli og leggur hún áherslu á að borða hollan mat. Ólafía fylgir mestmegnis vegan matarræði og er hrifin af as- ískri matargerð. En hvað ætli atvinnukylfingurinn borði á venjulegum degi? Venjulegur dagur „Dagarnir eru mjög mismun- andi. Þar sem ég er atvinnu- kylfingur eru sumar vikur keppnisvikur og aðrar æfinga- vikur og þar á milli er ég líka að vinna í einhverjum allt öðr- um verkefnum á hliðarlínunni. Ég vakna samt alltaf snemma. Ef ég er að keppa vakna ég oft í kringum 6.00 þegar ég á rás- tíma um morguninn. Ég fæ mér morgunmat, teygi, hita upp í klukkutíma og spila 18 holur. Svo eftir hringinn fæ ég mér að borða og þá æfi ég mig í einhvern tíma. Stundum er ég ekki komin heim fyrr en um sexleytið eða seinna ef það eru viðburðir sem tengjast mótunum sem við þurfum að mæta á. Ég borða kvöldmat með Thomasi, unn- usta mínum, vinn í tölvunni ef ég þarf þess, undirbý mig fyr- ir næsta dag og svo lesum við eða horfum á einn Netflix-þátt. Sofnuð klukkan 22-23.30 vana- lega,“ segir Ólafía Þórunn. „Á æfingavikum leyfi ég mér aldrei að sofa lengur en til 8.30, ef ég þarf að ná endur- heimt er gott að sofa lengur. Þá stunda ég líkamsrækt, æfi mikið og vinn að ýmsu. Ég hitti styrktaraðila, fer í við- töl, myndatökur, svara tölvu- póstum, mæti á golfviðburði og margt fleira. Þess á milli hitti ég fjölskyldu og vini. Ég er aðeins meiri nátthrafn þessar vikur.“ Borðar hollt Fyrir atvinnuíþróttamann- eskju eins og Ólafíu Þórunni skiptir matarræðið máli. „Ég borða mjög hollt. Ég segist aldrei vera vegan, en ég borða mestmegnis vegan. Stundum kemur nefnilega fyrir að ég geri undantekningar ef það er til dæmis erfitt á ferðalög- unum að borða og ekki mikið í boði. Svo hef ég líka leyft mér að borða humar við sérstök tilefni, það er uppáhaldið mitt en gerist kannski tvisvar á ári. Annars borða ég mikið avó- kadó, indverskan, taílenskan, japanskan og pasta, svo eitt- hvað sé nefnt,“ segir Ólafía. „Ég er ágætis kokkur en ég er duglegri í eftirréttunum og að baka. Ég gleymi stundum að borða, þannig að Thomas hjálpar mér að borða reglulega og eldar oft fyrir mig. Hann er frábær kokkur,“ segir hún. Uppáhaldsmáltíð „Heimalöguð pitsa með rauð- lauk, vorlauk, rauðri papriku, ananas og heitu pitsa kryddi. Svo þegar hún kemur úr ofn- inum set ég avókadó, hvít- lauksolíu, salt og pipar á hana. Stundum klettasalat líka ef ég á það til,“ segir Ólafía Þórunn. n BORÐAR MESTMEGNIS VEGAN Fyrir atvinnuíþróttamanneskju eins og Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur skiptir matar­ æðið heilmiklu máli. Hún borðar mjög hollan mat sem er mestmegnis vegan fæði. Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is Ólafía Þórunn er ágætis kokkur en segist duglegri að búa til eftirrétti og baka. MYND/ANTON BRINK Súkkulaðikaka frá Veganistum 3 bollar hveiti 2 bollar sykur ½ bolli kakó 2 tsk. matarsódi 1 tsk. salt 2 bollar vatn ²/³ bollar bragðlaus olía – við not- uðum sólblómaolíu 2 tsk. vanilludropar 1 msk. eplaedik Hitið ofninn í 175°C með blæstri. Blandið þurrefnum saman í skál. Bætið restinni af hráefnunum sam- an við og hrærið þar til engir kekkir eru í deiginu. Bakið í 20-30 mínútur. Ég nota reyndar ekki kremuppskrift- ina sem fylgir með. Ég set annað- hvort brætt suðusúkkulaði eða bý til smjörkrem ofan á eftir eyranu: Jöfn hlutföll smjör og flórsykur, kakó og vanilludropar eftir smekk. Matseðill Ólafíu Þórunnar Morgunmatur Þegar ég er að flýta mér: Cheer­ ios. Spari: Ristað brauð með kókosolíu, avókadó, tómötum, salt, pipar. Millimál nr. 1 Bý mér til þeyting til að taka með út á golfvöll. Frosin jarðarber og bláber, grænkál og mylk. Hádegismatur Pasta Millimál nr. 2 Ávöxtur, hnetur, orkustykki. Kvöldmatur Dal­réttur eða linsubaunasúpa. MYND/AÐSEND 30 MATUR 3. JÚLÍ 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.