Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2020, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2020, Blaðsíða 24
EKKERT PLAN ER MITT PLAN Brynjólfur Löve Mogensson samfélagsmiðlastjarna segir föðurhlutverkið hafa breytt lífi sínu og gefur góð „pabbatips” á Instagram um allt milli himins og jarðar. Brynjólfur Löve Mogens­son opnaði líf sitt upp á gátt á samfélagsmiðlum og varð svokallaður áhrifa­ valdur alveg óvart. Hann seg­ ir fylgja því kosti og galla og erfiðast sé hvað fólk leyfi sér að vera óvægið í kjaftagangi um þekkta einstaklinga. „Ég ætlaði aldrei að verða eitthvað stór á samfélags­ miðlum, ég var bara venju­ legur gaur með Snapchat.“ „Samfélagsmiðlar gerðu mér kleift að vinna við það sem mér finnst gaman. Ég byrjaði á samfélagsmiðlum í engri alvöru og endaði það þannig að í dag er ég að vinna í kringum þessa miðla,“ segir Binni eins og hann er kall­ aður, en hann starfar sem sér­ fræðingur í samfélagsmiðlum hjá auglýsingafyrirtækinu KIWI. Fann brimbretti á Bland „Ég hef öðlast mikla reynslu í þessum bransa og vann áður hjá fyrirtæki þar sem ég var að stýra áhrifa­ valdaherferðum um allan heim ásamt því að vinna að herferðum fyrir stór fyrir­ tæki. Ég er búinn að læra virkilega mikið og skapa mér vettvang þar sem ég get búið mér til tekjur við það að gera það sem ég hef ástríðu fyrir. Ókostirnir eru að sjálf­ sögðu þeir að maður verður skotmark. Allt sem fær já­ kvæða athygli fær í flestum tilfellum líka einhverja nei­ kvæða athygli. Ég hef samt alltaf bara tekið neikvæðri athygli sem parti af þessu og ég veit að það skapast alls konar umræður um mig og mitt líf.“ Binni á sér mörg áhugamál en eitt þeirra er nú kannski ekki sérlega íslenskt en hann fer á brimbretti allan ársins hring. „Síðan ég var krakki hef ég alltaf verið á hjólabretti og snjóbretti og verið mikið í þeim lífsstíl. Allar mínar fyrirmyndir voru hjólabretta­ og snjóbrettafólk. Sá lífsstíll hefur alltaf heillað mig og ég hef alltaf verið hluti af þeirri hreyfingu og sörfið varð einhvern veginn eðlileg framlenging af því. Ég fann brimbretti til sölu á bland.is og kenndi sjálfum mér á það.“ Föðurhlutverkið breytti öllu Binni eignaðist soninn Storm árið 2018 og eru þeir feðgar duglegir að gera skemmtilega hluti saman. Binni skildi við Unnur Regína Gunnarsdóttir unnurg@dv.is hvernig þeim líður og ég hef fengið virkilega falleg skila­ boð og spurningar í sambandi við föðurhlutverkið. Mér finnst alltaf skemmtilegast að láta frá mér efni sem veitir öðrum innblástur og er gagn­ legt.“ Lífið varð betra „Það breyttist allt þegar Stormur fæddist, ég þurfti að verða skipulagðari og ráð­ stafa tíma mínum betur. Lífið varð tíu sinnum betra og allt sem ég geri er skemmtilegra af því að Stormur er með mér. Að fylgjast með honum þrosk­ ast, vaxa og dafna er það fal­ legasta sem ég veit um. Hann lærir ný orð á hverjum degi, hleypur út um allt og að sjá hann upplifa heiminn er það skemmtilegasta í heimi. Að vera pabbi hans er hlutverk sem ég er virkilega þakklátur fyrir.“ Binni hefur virkilega skemmtilega sýn á framtíð­ ina og er ekki mikið fyrir að plana. „Allt sem ég hef gert og fengið, grætt og lært, hefur einhvern veginn komið til mín. Út frá þessu hef ég ein­ mitt kynnst og unnið með rosalega mörgu fólki og fengið mörg tækifæri. Það að vera ekki með neitt plan er planið mitt,“ segir Binni og hlær. n Þið getið fylgst með Binna á Instagram undir nafninu binnilove. MYNDIR/AÐSENDAR Brynjólfur Löve Mogensson hefur farið á hjólabretti og snjóbretti síðan hann var barn en fer nú á brimbretti allan ársins hring. MYND/ERNIR barnsmóður sína fyrir stuttu og hefur þurft að aðlagast líf­ inu svolítið upp á nýtt. Hann hefur verið duglegur að sýna frá lífi þeirra feðga á miðlum sínum og deila svokölluðum „pabbatips“ þar sem hann snertir á öllu frá fæðingu og að því hvernig á að halda rétt á ungbarnabílstól. „Mér finnst skemmtileg­ ast að sýna frá syni mínum, ferðalögum og pabbatips er í miklu uppáhaldi líka. Margir pabbar þora ekki að tala um 24 FÓKUS 3. JÚLÍ 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.