Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2020, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR 3. JÚLÍ 2020 DV sinnt þessu. Núna erum við til dæmis að skima á landamær- unum og það lendir í fanginu á okkur því heilbrigðiskerfið hefur ekki aðstöðu til að sinna þessu.“ Kári segir mikilvægt að skapa slíka aðstöðu sem fyrst því einkarekið fyrirtæki geti ekki verið hryggjarstykkið í svo mikilvægu verkefni til lengdar. „Það verður að vera það frumkvæði og þekking til staðar, líkt og við höfum. Landspítalinn getur ekki tekið meira til sín. Það væri lang- sniðugast að búa til einhvers konar stofnun í faraldsfræði sem væri sköpuð í kringum sóttvarnalækni. Það væri sjálfsagt að við myndum hlúa að slíkri stofnun og vera eins konar bakhjarl en dagvinnan okkar er allt önnur er þetta.“ Ástandið óábyrgt Samskiptaörðugleikar hafa gert vart við sig milli Kára og ráðamanna landsins í kring- um COVID-19 faraldurinn, þá einkum heilbrigðisráðherra, svo úr varð að Katrín Jakobs- dóttir forsætisráðherra varð að stíga inn og falast eftir að- stoð Kára og Íslenskrar erfða- greiningar. Aðspurður hvernig sam- band hans sé við stjórnvöld í dag segir Kári að hann sé í feikilega góðu sambandi við þríeykið Þórólf, Ölmu og Víði. „Þetta er gott fólk sem leyfir sér þann munað að brosa þó að það gangi töluvert á. En sam- band mitt við þann hluta ríkis- stjórnarinnar sem stendur að þessu er dálítið skringilegt. Þeir eiga erfitt með að sætta sig við það að það sem við erum að gera sé gert hér en ekki á vegum Landspítalans. Ég fór í viðtal við Kjarnann á fimmtudaginn og svo boð- aði Katrín Jakobsdóttir mig á blaðamannafund á föstudag- inn. Þar var hún með skrifaða ræðu sem átti að vera ein- hvers konar þakkarræða til okkar en af því að ég hafði gagnrýnt hana í þessu viðtali þá notaði hún ekki þann hluta ræðunnar,“ segir Kári og seg- ir skort á vilja hjá þeim sem ráða til þess að viðurkenna að þeir þurfi aðstoð. „Þetta er skortur á vilja til þess að viðurkenna nákvæm- lega hvar við stöndum. Þó ég sitji hérna og sé að gagnrýna Katrínu Jakobsdóttur finnst mér hún ofsalega fín og ég ber mikla virðingu fyrir henni.“ Hann gerir hlé á máli sínu og segir svo íbygginn: „Þú verður að segja frá þessu eins og ég er að segja þetta.“ Já, það þýðir nú lítið að laga þig til. Við höfum þig bara eins og þú ert. „Ég er ekki að kvarta í sjálfu sér. Ég vil bara að menn búi sig í þann stakk að þeir geti tekið við þessu verkefni.“ Hann segir að það sé erfitt verkefni fram undan að hemja veiruna en að það sé ekki ástæða til þess að vera hrædd við hana. „Ég er hins vegar skíthræddur um að stjórn- völd geri sér ekki grein fyrir því að það er ekki til innan heilbrigðiskerfisins sú geta sem þarf að vera til staðar til að geta tekist á við svona faraldur þannig að það verður að setja það saman. Það er ekki hægt að stóla endalaust á meðvirkni okkar í að koma og hlaupa í skarðið þegar það vantar eitthvað. Þannig að þeir verða að setja eitthvað saman í grænum hvelli. Þetta er mjög óábyrgt eins og þetta er núna. Getan til að takast á við þetta verk- efni þarf að heyra undir stjórnvöld, ekki vera hjá einkafyrirtæki.“ 75% minni líkur á smiti Landamæraskimunin er mörgum ofarlega í huga og hefur hún verið gagnrýnd fyrir gloppur og falskt öryggi. „Það eina sem þú ert að gera með því að skima á landamær- unum er að minnka líkurnar á að smit berist til landsins. Það kemur ekki í veg fyrir það. Mjög snemma í sýkingunni, í einn til tvo sólarhringa, þá er ekki hægt að nema veiruna með þessu prófi. En þess ber að geta að það er mesta magnið af veirunni í nefkoki og munn- koki áður en einkenni byrja. Þannig að þetta er ekki nema örstutt stund sem veiran er í skjóli og finnst ekki.“ Kári segir þrjá valmöguleika blasa við íslensku þjóðinni. „Við getum ákveðið að opna ekki landið og setið eftir í fall- egri einangrun á litlu skeri í Norður-Atlantshafi. Það gæti verið dáldið gaman, en erfitt. Svo gætum við opnað og gert ekkert og sá þriðji er að opna og skima til þess að minnka líkurnar á að fólk komi smitað inn í landið. Og taktu eftir því að af þessum 12.000 manns sem er búið að skima þá höfum við náð þremur sem voru mjög illa smitandi og misstum einn. Ef við getum byggt eitthvað á þessari takmörkuðu reynslu sem við höfum þá er það að við erum með skimun að minnka líkurnar á að smitandi ein- staklingur komi inn um 75 prósent Sem er mjög gott.“ (innsk. blm. viðtalið fór fram 29. og 30. júlí og endurspegla tölurnar það). Í því hringir síminn. Þór- ólfur og Alma eru mætt á hans fund. „Þú getur komið aftur á morgun,“ segir Kári. Skrifstofudyrnar opnast skyndilega og hann kallar nokkuð hvasst: „Lokaðu dyr- unum!“ Elskuleg aðstoðarkona hans til 19 ára er fljót að loka, hún þekkir sinn mann. Þú ert ekki hægt. Hvernig er hægt að vinna með þér? „Láttu ekki svona. Hún er besti vinur minn,“ segir Kári og rýkur út. Situr eftir með skömm Daginn eftir er Kári bros- mildur og hlýjan frá honum er áþreifanleg. Kári er nefnilega alls konar. Hann getur verið dúnmjúkur og dásamlegur í samskiptum eða hvass og erf- iður. „Fólk hérna innanhúss þekkir mig. Það þolir það að ég hækki röddina.“ Hann viður- kennir þó að stundum gangi hann of langt og sér reynist það erfitt. Hann segist vel geta beðist afsökunar þegar svo er en eftir sitji skömmin sem fylgir því að særa fólk. Sögurnar sem ganga um bræðisköst Kára eru margar kómískar. „Þessar dramatísk- ustu bera vott um sköpunar- kraft íslensku þjóðarinnar. Það er fært í stílinn.“ Þú hefur þá ekki rifbeins- brotið mann í körfubolta líkt og ein sagan segir? „Nei, ég hef aldrei rifbeins- brotið mann í körfubolta. En ég vildi að ég hefði rifbeinsbrotið ýmsa menn á vellinum en ég hef ekki gert það.“ Ertu þá ekki fantur á vell- inum? „Nei, ef þú horfir á leik í NBA sérðu hvað þetta er lík- Kári vinnur mikið en segist vera farinn að horfa til þess að minnka við sig. MYND/VALLI Ég held að það sé mjög mikilvægt að vera með- vitaður um slóð sína.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.