Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2020, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2020, Blaðsíða 4
1Sakamál: Blóðbað á herstöðinni í Keflavík Hin bandaríska Ashley Turner var myrt á hrottalegan hátt árið 2005 2Eigendur Bræðraborgarstígs 1 gætu bókfært 90 milljóna hagnað vegna brunans Kristinn Jón Gíslason er eigandi félagsins HD verks ehf. sem á Bræðraborgarstíg 1. 3 Vikan á Instagram: „Erfitt að vera Kim Kardashian fjöl- skyldunnar“ Fastur liður á mánudagsmorgnum þar sem við skoðum Instagram- myndir sem hafa slegið í gegn. 4Vinsælustu fegrunaraðgerðirn-ar á Íslandi í dag Hannes Sigur- jónsson lýtalæknir segir frá hvaða fegrunaraðgerðir eru vinsælastar. 5 Óhugnanleg ummæli rétt fyrir slysið á Kjalarnesi Vegkaflinn hafði ítrekað verið kallaður dauða- gildra, síðast rúmum hálftíma fyrir slysið, í íbúahópi á Kjalarnesi. 6Afhjúpar ástæðuna fyrir því að hún hætti með ríka kærastanum sem sagði alltaf já Fjölmiðlakonan Jana Hocking segir kærastann hafa leyft henni að komast upp með allt. 7 Þorvaldur í miklum vanda á Tenerife – Óttaðist dimman fangaklefa og barsmíðar Þorvaldur Jóhannsson, eldri borgari frá Seyðis- firði, lenti í hremmingum í upphafi útgöngubannsins. 8 „Þá byrjar einhver atburðarás sem líkist martröð“ Frosti Frið- riksson fór í hjartaaðgerð í Svíþjóð aðeins tveggja og hálfrar viku gamall. 9 Íbúi hússins á Bræðraborgar-stíg vandar eigandanum ekki kveðjurnar – Eigandinn hugsanlega ábyrgur Andor Tibor Vasile horfði á eftir meðleigjanda sínum stökkva út um glugga brennandi hússins. 10 Ásakanir um kosningasvindl og ritskoðun – Bubbi hættur í SÁÁ ef Þórarinn vinnur Gríðarleg átök voru í aðdraganda aðalfundar SÁÁ. MEST LESIÐ Á DV Í VIKUNNI Í FRÉTTUM ER ÞETTA HELST... Umdeilt myndband KSÍ Ný ásýnd landsliðs Ísland í knattspyrnu var kynnt í vikunni ásamt nýju myndmerki í sérstöku myndbandi sem auglýs- ingastofan Brandenburg birti á miðvikudaginn. Myndbandið hefur farið þveröfugt ofan í marga landsmenn sem þykir þar mikið gert úr þjóðrembingi í ætt við öfgahægrihreyfingar. Í myndbandinu má finna myndbrot frá eldgosum, tölvuteikn- aðar myndir af landvættunum og svo að sjálfsögðu mynd af Íslendingum hvetja knattspyrnumennina sína áfram. Áfram Paradís á Íslandi Bíó Paradís við Hverfisgötu mun hefja starfsemi að nýju eftir að hafa verið lokað frá 1. maí. Samkomulag hefur náðst við eigendur hússins og uppfærslur hafa verið gerðar á samstarfs- samningum kvikmyndahússins við ríki og borg. Mennta- og menningarmálaráðuneytið spilaði þar stórt hlutverk og fékk fyrir miklar þakkir frá framkvæmdastjóra kvikmyndahúss- ins, Hrönn Sveinsdóttur. Einar hafði betur Einar Hermannsson hafði betur gegn Þórarni Tyrf- ingssyni á aðalfundi SÁÁ og hlaut í kjölfarið afgerandi kosningu í formannsemb- ættið. Mikil átök hafa átt sér stað innan samtakanna. Fjöldi starfsmanna skrifaði undir yfirlýsingu þar sem- þeir lögðust gegn því að Þór- arinn Tyrfingsson kæmist aftur að sem formaður samtakanna. Hans tími hefði einkennst af erfiðum samskiptum og yfirgangi og væri kominn tími á nýja forystu. Engir peningar fyrir sálfræðinga Mikilvægt skref í heilbrigðismálum var tekið á þingi í vikunni þar sem sálfræðiþjónusta var færð undir Sjúkra- tryggingar Íslands þegar frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Viðreisnar, var samþykkt. Því munu Sjúkratryggingar niðurgreiða sálfræðiþjónustu ein- staklinga. Hins vegar eru ekki komnar fjárheimildir til málaflokksins og segir Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra að peningarnir séu hreinlega ekki til. Storytel kaupir Forlagið Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hefur fest kaup á 70 prósenta hlut í Forlaginu, stærstu bókaútgáfu landsins. Útgefendur eru uggandi yfir þessari þróun og hvaða áhrif það kemur til með að hafa á íslenska bókaútgáfu að stærsta út- gáfa landsins sé nú í eigu erlendra aðila. Rithöfundasambandið fundar í dag vegna málsins. COVID-19 ógnin eykst Eftir að landamæri landsins voru opnuð ferðamönnum hefur staðfestum tilfellum COVID-19 sjúkdómsins fjölgað í sam- félaginu. Vegna þessa hefur ekki þótt tímabært að ráðast í frekari tilslakanir á samkomubanni og eru landsmenn hvattir til að huga vel að sóttvörnum og gefa ekkert eftir þar. Til stóð að heimila skemmtistöðum að starfa lengur á kvöldin en til 23.00 en nú hefur verið afráðið að bíða með slíkar tilslakanir, eigendum skemmtistaða til lítillar gleði. CMYK SV/HV Vertu viss um að velja besta kjötið á grillið! Meira á www.fjallalamb.is 4 FRÉTTIR 3. JÚLÍ 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.