Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2020, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2020, Síða 2
Öl er COVID-böl Svarthöfði er ekki mikið fyrir fjölmenni, hefur aldrei verið það og mun aldrei verða. Samkomutak- markanir hljómuðu því vel í hans eyrum. Svo vel að hann hætti sér í borg óttans og skellti sér á eina grjótharða knæpu til að svolgra í sig einn svellkaldan með útvöldum fé- laga. Fullkomið fyrirkomu- lag – ekki satt? Rangt. Ó, svo rangt. Á þessari tilteknu knæpu hefði aldrei með góðu móti verið hægt að troða 100 ein- staklingum. Hvað þá fleiri. Við barinn voru líklega allir þeir tæplega 100 sem höfðu fengið inni á staðnum. Þarna stóðu þau saman í einni þvögu, hrúga af skrúðklæddum vitleysing- um, sem trúa því að tveggja metra reglan gildi bara eftir hentisemi. Ekki svo mikið sem millimetra regla í gangi. Tónlistin var svo hátt stillt að ekki mátti með góðu móti eiga samræður við næsta mann nema halla sér alveg upp að eyra hans. Það var sama sagan með barþjónana og höll- uðu þyrstir kúnnarnir sér vel yfir barborðið til að garga í eyrað á barþjóninum með til- heyrandi munnvatnsdreifingu. Barþjónninn var með grímu, hann má eiga það. En þurfti þó að toga hana niður til að svara kúnnunum, enda þarf í slíkum hávaða að treysta á varalestur samhliða garginu. Gargaði hann þá á móti og gríman góða þannig tilgangslaus með öllu. Það kom Svarthöfða því lítið á óvart að lesa daginn eftir um aðfinnslur lögreglunnar við veitingastaði borgarinnar. Meira kom það á óvart þegar vertar stigu fram einn á eftir öðrum og sóru af sér þessar sakir. Ölæði Íslendinga í bland við stuttan opnunartíma bara hefur skapað einhvers konar heimsendastemmingu milli 22-23 á kvöldin um helgar. Allir vilja ná einum drykk í viðbót og öllum er sama hvern þeir þurfa að smita til þess. Veitingastaðir geta og ættu að gera betur. Svart- höfði fagnar þeim veitinga- stöðum sem tóku þá þungu ákvörðun að loka meðan á faraldrinum stendur því þeir treysta sér ekki til að tryggja öryggi kúnnanna. Þeir heilsuhraustu og kok- hraustu ætla sér greinilega að taka yfir samfélagið því þeir hafa metið það svo að þeir eigi vel eftir að þola það að fá COVID. Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Bjórþambarar og miðbæjar- rottur þurfa að taka ábyrgð og drekka ekki sóttvarnir sínar í burtu. Og takið vel eftir, það er ekki unga fólkið eitt sem sækir miðborgina heim. Það er fólk á öllum aldri og frá öllum öngum samfélagsins. Við berum öll sameiginlega ábyrgð á þessu klösterfokki og megum öll skammast okk- ar og gera betur. Við skulum ekki drepa hvert annað bara svo við þurfum ekki að hætta að djamma. Mamma þarf ekk- ert að djamma. Mamma getur bara þambað rauðvínsbelju og spjallað við saumaklúbbinn í gegnum Skype. Svarthöfði var ekki lengi að forða sér úr mið- bænum, Svarthöfða, þrátt fyrir að vera annálaður skíthæll, er nefnilega annt um nágranna sína og kann að forgangsraða þörfum sínum þegar sam- félagið þarf á því að halda. n SVART HÖFÐI Aðalnúmer: 550 5060 Auglýsingar: 550 5070 Ritstjórn: 550 5070 FRÉTTA SKOT 550 5070 abending@dv.is Sóttkví – ekki bara næs frí M eginþorri ritstjórnar DV var settur í sóttkví eftir að smit greindist á rit- stjórninni í lok síðustu viku. Okkur er engin vorkunn enda margir í sömu stöðu, eða um 800 manns. Staðan er þó lítið sjarmerandi og áttar fólk sig gjarnan ekki á því hversu flókið það getur verið að vera í sóttkví fyrr en símtali við smit- rakningarteymið lýkur og alvarleiki hvers tilviks kemur í ljós. Fólk með ungbörn þarf til dæmis að huga að því að ekki er hægt að útskýra fyrir barni hvers vegna það megi ekki koma nálægt öðru foreldrinu né geta for- eldrarnir báðir sinnt barninu ef annað er í sóttkví en ekki hitt. Því var brugðið á það ráð heima hjá mér að við hjónin og sú yngsta færum þrjú í sóttkví. Erfiðast fannst mér að senda sex ára gamla dóttur mína að heiman þar sem aðrir á heimilinu voru í sóttkví en við vildum hlífa henni við því. Tólf daga innilokun fyrir sex ára full- frískt barn er erfið. Hún hefði þurft að horfa út um gluggann á bestu vinkonu sína í næsta húsi leika sér í garð- inum, missa af leikjanámskeiðinu sem beðið hefur verið eftir með eftirvæntingu og afmæli, svo eitt- hvað sé nefnt. Andlega leggst slík frelsissvipting misvel í fólk. Samviskubit er þá gjarnan fylgifiskur. Heima fyrir er börnunum sinnt minna og sjónvarpið verður of stór hluti af deginum þar sem barist er við að reyna að skila af sér sæmilegu vinnuframlagi með barn í fanginu. Grenj- andi rigning gerir lítið fyrir daglegan göngutúr til að halda geðheilsunni í lagi og heimaæfingarnar ganga misvel. Súkkulaðið klárast fyrr en ætlað var og það verður að viðurkennast að rauðvínið gerir það líka. Það er þessi tilhneiging til þess að „bæta sér upp“. Þá hefur reynst gott að minna sig á að allt sem skiptir máli er í lagi. Börnin eru heil heilsu. Hópurinn sem starfar á DV er ólíkur og aðstæður fólks eftir því. Sumir geta einangrað sig með nokkuð einföldum hætti á meðan aðrir þurfa að húka inni í völdu herbergi og lýsa yfir varúð vogi viðkomandi sér yfir þröskuldinn. Einn ungur starfsmaður DV býr hjá foreldrum sínum og starfar annað foreldrið á spítala. Var þeim aðila meinað að mæta til vinnu vegna möguleika á smiti þó að sonurinn væri innilokaður í herbergi í sinni sóttkví. Það eru engir sénsar teknir – við erum jú öll almannavarnir. Nema fávitarnir sem troða sér fram fyrir röðina á barnum, panta sér tvöfaldan gin í tónik og drekka svo óvart úr vitlausu glasi. n UPPÁHALDS ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Þorbjörg Marinósdóttir, tobba@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Erla Hlynsdóttir, erlahlyns@dv.is AUGLÝSINGAUMSJÓN: Ruth Bergsdóttir, ruth@dv.is PRENTUN: Torg prentfélag DREIFING: Póstdreifing | DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. DV, Kalkofnsvegi 2, 101 Reykjavík Sími: 550 7000. MYND/TM HEIMSENDINGAR Þar sem nánast öll ritstjórn DV er í sóttkví er heimsend- ing okkur hugleikin að þessu sinni. Hér gefur að líta fimm hluti sem þú vissir ekki að þú gætir fengið senda heim. 1 Brakandi ferskt salat Vaxa býður upp á nýræktað salat, spírur og krydd í heimsendingu. Fólk skráir sig í áskrift og borgar fast mánaðargjald og fær kassa af góðmeti í hverri viku. 2 Blóm Hjá Reykjavík Gift Shop er hægt að skrá sig í vikulega eða hálfsmánaðarlega blóma- áskrift og fá veglegan vönd sendan heim. Heimsendingin er frí og 5% afsláttur er af blómunum. 3 Sóttkvíarvesti Þegar farið er út að hlaupa er hægt að smella sér í sér- legt merkt vesti til að forðast að fólk komi of nálægt. Vestið fæst hjá heimkaup.is. 4 Ekki bara pitsa Á aha.is er að finna fjölda veitingahúsa sem senda heim. Algengt er að lág- marksgjald sé á pöntun til að sendingin sé ókeypis. Til dæmis er lágmarkið hjá Subway 6.000 kr. 5 Hárlitur Hagkaup hefur opnað vef- verslun sem selur einnig snyrtivörur svo sem hárlit. Ameríska ostakakan þar er líka tryllt. Fínt að taka hana með. Heimkaup sendir einn- ig hárlit heim. 2 EYJAN 14. ÁGÚST 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.