Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2020, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2020, Side 6
6 FRÉTTIR 14. ÁGÚST 2020 DV vinnunni fóru á bætur í gegn- um hlutabótaleiðina, bjagaði tölfræði Vinnumálastofnunar. „Skakkar“ atvinnuleysistölur fóru að berast og raunatvinnu- leysið birtist almenningi ekki fyrr en seinna. Tölur um raunatvinnuleysi ná yfir þá sem eru sannarlega án vinnu og í virkri atvinnuleit, þar eð, þeir vilja og geta unnið en fá ekki vinnu. Enn vantar margt fólk inn í þær tölur. Til dæmis má vænta þess að þeir sem sagt var upp um mánaðamótin apríl/maí hafi ekki komið inn í greiðslukerfi Vinnumála- stofnunar fyrr en 1. ágúst. Er þá miðað við þriggja mánaða uppsagnarfrest. Þeim þúsund eða svo sem var svo sagt upp í hópuppsögnum mánaðamótin á eftir, júní/júlí, koma svo inn í „kerfið“ 1. september. Fastlega má gera ráð fyrir því að einhver hluti þessa fólks sem sagt var upp í hóp- uppsögnum fyrr á árinu hafi verið endurráðinn, en ómögu- legt er að segja til um það hve stór hluti það var. 240 þúsund krónur á mann duga ekki Að sögn Ragnars Þórs Ingólfs- sonar, formanns VR, eru stóru verkefnin fram undan einmitt atvinnuleysið og atvinnuleys- isbótakerfið sem og endur- skoðun Lífskjarasamningsins. Ragnar segir að kerfið verði að vera í stakk búið til þess að taka á móti einstaklingum og veita þeim viðunandi fram- færslu. „Atvinnuleysisbætur í dag eru einfaldlega of lág- ar,“ segir Ragnar, „bæturnar verða að duga fyrir mat og húsnæði, og 240 þúsund krón- ur á mann dugar einfaldlega ekki.“ Tekjutenging atvinnu- leysisbóta er enn fremur allt of stutt, segir Ragnar, og huga verður að framlengingu á úrræðum eins og hlutabóta- leiðinni. „Þetta eru hlutir sem við erum að vinna að í dag og næstu daga og vikur,“ segir hann. Hin hliðin á þessum sama peningi er svo staða kjara- samninga á vinnumarkaði. Heilt yfir er hún nokkuð góð. „VR er með þessa stóru kjara- samninga sína klára, en sér- kjarasamningarnir líkt og þeir sem gerðir eru við álver- in í Straumsvík og á Grundar- tanga eru enn lausir. Staðan í Straumsvík er auðvitað grafalvarleg og hvort álverið Þ að hefur ekki verið yfir mörgu að gleðjast í at-vinnumálum þjóðar- innar síðustu mánuði. Eftir nokkuð mörg ár af velgengni, metkaupmáttaraukningu og stöðugleika á vinnumarkaði fóru að berast fréttir af dular- fullri veiru í Wuhan-héraði Kína. Fyrst var kínverskum landamærum lokað, svo kór- eskum, svo japönskum. Ekki leið langur tími þar til allur heimurinn var undir, vitnis- burður um smæð heimsins á 21. öld. Á þessum tíma var ferðabransinn hér heima orð- inn stærri en sjávarútvegur- inn. Í fyrsta sinn áttu fleiri ís- lenskar fjölskyldur sitt undir að hingað kæmu ferðamenn en að uppsjávarflotinn fyndi loðnu. Hópuppsagnir fylgdu veir- unni. Um 4.000 manns misstu vinnuna í hópuppsögnum um mánaðamótin apríl/maí og þúsund til viðbótar næstu mánaðamót á eftir. Til við- bótar hurfu verkefni hjá þús- undum verktaka, sérstaklega í ferðaþjónustu. Um svipað leyti fóru aðgerð- ir ríkisstjórnarinnar vegna ástandsins af stað. Fyrst var hlutabótaleiðin kynnt. Bauðst starfsfólki fyrirtækja þá að fara í skert starfshlutfall hjá fyrirtækjum sínum og skrá sig á hlutabætur hjá Vinnu- málastofnun. Meiningin var að hindra „slit á ráðningar- sambandi“ starfsfólks og vinnuveitenda. Það virkaði skammt. Þegar ljóst varð að ástandið myndi ekki vara í örfáa mánuði fór ríkið af stað með niðurgreiðslur á greiðsl- um til starfsfólks á uppsagn- arfresti. Var ríkið þar með farið að niðurgreiða laun starfs- fólks hjá einkafyrirtækjum, gegn því að því væri sagt upp. Stangaðist þetta nokkuð bersýnilega á við markmið hlutabótaleiðarinnar og hlaut ríkisstjórnin talsverða gagn- rýni frá leiðtogum verkalýðs- hreyfingarinnar fyrir vikið. Erfitt að sjá raunmyndina Hin undarlega staða vinnu- markaðarins, þar sem hlut- fallslega fleiri verktakar misstu vinnuna og fengu ekki bætur, og margir sem héldu ÖRYGGISNET ATVINNULAUSRA ER STÆRSTA VERKEFNIÐ FRAMUNDAN Þrátt fyrir að samningar hafi náðst við yfirgnæfandi meirihluta stéttarfélaga er mikil óvissa í kortunum. Verði ekki gripið í taumana samstundis er stórslys í uppsiglingu. Heimir Hannesson heimir@dv.is Ragnar Þór segir óvissuna óþægilega. MYND/STEFÁN Það verður þá gríðarlega harður vetur. Þetta veltur allt á Lífskjarasamningnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.