Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2020, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2020, Síða 13
aldrei skilið það að fólk segist þurfa að versla á nóttunni. Það er bara mesta bull sem ég hef heyrt. Það er enginn það frægur á Íslandi að hann geti ekki gert það sem hann vill.“ En hvað með fjölskylduna? Var mamma þín til í það að þú værir almennt bara á rass- hárunum í sjónvarpinu? „Já, hún hefur alltaf stutt mig. Ég man einu sinni eftir því að hún hafi orðið reið. Þá vorum við Sveppi að keppa og sá sem tapaði þurfti að fara í undirföt af mömmu sinni. Sveppi tapaði en það var styttra heim til mömmu minn- ar en hans, svo við sóttum nærföt þangað. Svo var ég að horfa á þáttinn með mömmu um kvöldið og mundi að ég hafði gleymt að láta hana vita. Þegar hún sá Sveppa í undir- fötunum sínum þá var hún ekki sátt.“ Auddi eignaðist sitt fyrsta barn fyrir níu mánuðum og segir að hann hafi hugleitt það að sonur hans geti seinna meir horft á alla þættina þar sem baukað var við misgáfulega hluti. „Það er margt af þessu efni sem eldist hræðilega því þetta er orðinn svo langur tími. Ég held að flestir tengi við það að fá í magann þegar þeir sjá gamla mynd af sér. Það er helvíti vont þegar allir geta séð það. Ég byrjaði 20 ára í sjónvarpinu og er í raun bara að þroskast þar. Ég var alveg smá stressaður um að Teddi myndi sjá sumt af þessu en ég ræddi það við Sveppa sem á þrjú börn og sú elsta er að verða 17 ára. Hann vill meina að þetta sé núll stress.“ Fær aulahroll Auddi fer ekki í felur með að sumt í 70 mínútum hafi verið nokkuð gróft og myndi ekki sleppa í gegn í dag. Má nefna vinsæl dæmi eins og þegar Auddi gubbaði í skóinn sinn eftir ógeðsdrykk, Sveppi var látinn húka allsber frammi á gangi í vinnunni og þáttinn Hvernig á ekki að fara með dverg, þar sem þeir sýndu slæma meðferð á vini sínum Frank Høybye. „Línan færist alltaf með ár- unum, það er öðruvísi menn- ing. Flestir grínistar eru alltaf að reyna að dansa við línuna. Það er ekki mikið sem ég sé eftir, kannski eitt og eitt at- riði en það sem eldist líka illa er að ég fæ hroll við að sjá mig tala í þessum gömlu þáttum,“ segir Auddi sem í dag er sjálfstraustið uppmál- að og hefur tekið þátt í fjölda beinna útsendinga, nú síðast sem annar kynnanna í Allir geta dansað. Nýtt vikulegt hláturskast væntanlegt Auddi segir að hann fái enn útrás fyrir fíflaskapinn og það sé helst í Drauma-þáttunum þar sem hann, Sveppi, Steindi og Pétur Jóhann hafa gert alls konar rugl til að skemmta landsmönnum. „Ég vona að ég hætti aldrei að fíflast þó maður geri annað með og sé kannski ekki að gera sömu hluti og í 70 mínútum. Ég vona að það deyi aldrei í mér. Pétur er átta árum eldri en ég og er ennþá að fíflast.“ Hann segir að þó að línan færist með breyttum tíðar- anda þá líði grínið ekki fyrir það að ekki megi stuða fólk. „Við erum að skrifa núna nýja seríu sem heitir Eurogarður- inn. Ef okkur finnst eitthvað það fyndið þá stöndum við með því og ætlunin er aldrei að særa neinn. Þetta snýst um að skapa aðstæður sem eru nógu fyndnar.“ Auddi skrifar þættina með íslenskum grín- hetjum á borð við Önnu Svövu Knútsdóttur, Steinda, Dóra DNA og Arnór Pálma Arnar- son leikstjóra. Þættirnir verða sýndir á Stöð 2 í september og ljóst er að þar er hláturveisla í vændum. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég bæði skrifa og leik í þátt- um þar sem er söguþráður og ég leik sömu persónuna alla þáttaröðina. Þátturinn fjallar um Badda sem leikinn er af Jóni Gnarr. Hann kaupir Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinn af Reykjavíkurborg og einka- væðir hann. Hann ætlar að gera hann að Disneygarði Íslands. Ég mæti svo sem nýr starfsmaður þarna inn,“ segir Auddi og eftirvæntingin leynir sér ekki. Ekki endilega fyrir framan myndavélina Auddi segist í dag vera mun slakari og hann fái sinn skammt af athygli í gegnum vinnuna og þurfi því ekki að sækjast eftir henni eins og hann gerði á sínum yngri árum þar sem hann var farinn að skemmta heilu partíunum fljótlega eftir að hann kom inn úr dyrunum. Þörfin fyrir að vera í fjölmiðlum sé enn á sín- um stað en með breyttu sniði. „Ég sé ekki fyrir mér að fara að gera eitthvað allt annað. Þetta er það sem ég kann best. Ef ég færi aftur í skóla væri það þá helst tengt leikstjórn. Ég hef áhuga á því, mér finnst gaman að vinna með fólki og þarf ekki lengur að vera endilega sjálfur fyrir framan myndavélina.“ Mikilvægt að ræða vanlíðan Þrátt fyrir breitt bros og djúpa vasa af gríni hefur Auddi ekki átt áfallalausa ævi. Áföll hafa mótað hann og þá sérstaklega fráfall vinar hans Örvars Pálma Pálmasonar sem svipti sig lífi aðeins 22 ára gamall. Þeir vinir höfðu fylgst að í tilraunum sínum með að skemmta fólki á Króknum og var Örvar annálaður fyrir gleði og skildi alla yfirleitt eftir í hláturskasti. „Þegar ég var busi í fjöl- brautaskólanum vorum við að skemmta saman á hátíðum í skólanum, á barnum og á þorrablótum. Ég leit alltaf upp til hans. Hann var svo fynd- inn og skemmtilegur. Hann var þremur árum eldri en ég og mér fannst svo geggjað að hann nennti að hanga með mér. Hann er ennþá bara einn sá fyndnasti sem ég hef kynnst á ævinni. Það er ekki hægt að kenna það sem hann hafði. Sveppi minnir mig oft á Örvar. Hann var ótrúlega fyndinn.“ Röddin í Audda breytist. Hún verður mýkri og þykkari þegar hann talar um vin sinn. Það er ljóst að það er stutt inn að hjartarótum þegar Örvar berst í tal. „Þetta er hræðilegt. Þetta er svo miklu algengara en fólk heldur. Þetta er algengt að ungir menn séu að taka sitt eigið líf. Mér finnst svo erfið tilhugsunin um að hann hafi ekki fengið hjálp til að halda áfram, það gerir mig svo reiðan og leiðan. Mér finnst svo leiðinlegt að hann hafi ekki leitað sér hjálpar. Ekkert vandamál er svo stórt að ekki sé hægt að finna út úr því.“ Algengasta dánarorsök ungra karlmanna á Íslandi er sjálfsvíg en 32 karlmenn sviptu sig lífi árið 2019 og 7 konur. Auddi á sjálfur son og segir tilhugsunina um að menn sjái engan annan val- kost en að stytta sér aldur vera hrylling. Hann segir mikilvægt að halda í þá hugs- un að lífið sé aldrei það slæmt að maður eigi að láta það frá sér. „Maður lærir að lifa með þessu en ég myndi höndla þetta allt öðruvísi í dag en þá. Ég bara höndlaði þetta ekki ef ég á að vera hreinskilinn. Bara dílaði ekki við þetta. Í raun ekki fyrr en ég fór norð- ur að skemmta fyrir nokkrum árum og sameiginlegur vinur okkar Örvars lét mig aðeins heyra það, að ég hefði aldrei farið að leiðinu hans. Hann fór með mig þangað og þá bara brotnaði ég niður. Ég var bara búinn að ýta þessu frá mér. Það hentaði mér þá en svo var það miklu betra að horfast í augu við þetta.“ Hann segist sjálfur vera að reyna að tala meira opinskátt um tilfinn- ingar sínar. Það sé flestum til góðs. Með athyglissjúkasta manni landsins Spurður um hvort hann sé auðveldur í sambúð segist hann líklega ekki vera það en ýmislegt annað vegi upp á móti. „Ég er kannski ekki auðveldur í sambúð en ég er að læra. Ég er hættur að búast alltaf við hrósi ef ég ryksuga heima hjá mér. Ég var eins og smábarn, vildi alltaf klapp á bakið fyrir að taka til heima hjá mér sem er algjört bull. Nú er ég að reyna að læra að elda. Konan mín er frábær kokkur. Ég er fínn að grilla en þarf að læra að elda fyrir son minn eitthvað svona létt. Hakk og spaghettí og svona.“ Rakel Þormarsdóttir, sam- býliskona og barnsmóðir Audda, er ein af fáum Íslend- ingum sem eru ekki á sam- félagsmiðlum og algerlega laus við þörf fyrir athygli. „Ég lofaði henni því fyrir löngu að vera ekkert að ræða hana í fjölmiðlum. Hún hefur engan áhuga á sviðsljósinu og það kemur alveg fyrir að við erum kannski að stoppa í sjoppu á leiðinni norður og hún vill fara á undan mér inn. Hún nennir ekki að það sé verið að horfa á hana og einhver að spá í því að hún sé kærastan mín. Ég skil það reyndar alveg. Vinir hennar hafa gert mikið grín að henni fyrir að hún vilji enga athygli og sé ekki á sam- félagsmiðlum en byrji svo með athyglissjúkasta manni lands- ins.“ Það verður að sjá fegurðina í því þegar andstæður leita sam- an og mynda jafnvægi. Það er alls óvíst hvort það hefði farið vel hefði Auddi til dæmis náð sér í samfélagsmiðlastjörnu. „Já, það væri ekki gott. Ég held að allir í kringum mig gætu ekki verið ánægðari með makavalið,“ segir Auddi, með ungbarn í annarri og ryk- suguna í hinni, tilbúinn í næsta kafla lífsins. n Auðunn Blöndal er einn þekktasti sjónvarpsmaður landsins og hefur starfað í sjónvarpi í 20 ár. MYND/VALLI Mér finnst svo erfið tilhugs- unin um að hann hafi ekki fengið hjálp til að halda áfram, það gerir mig svo reiðan og leiðan. FRÉTTIR 13DV 14. ÁGÚST 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.