Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2020, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2020, Page 18
Framboð Demókrata-flokksins til forseta ligg-ur nú fyrir í heild sinni eftir að Joe Biden forsetafram- bjóðandi valdi Kamala Harris sem varaforsetaframbjóðanda í vikunni. Útnefningar Bidens hafði verið beðið með eftir- væntingu og miklar bollalegg- ingar farið fram í fjölmiðlum um hver gæti orðið fyrir val- inu. Harris var efst á lista flestra spámanna, en árásir Harris á Biden í forkosning- unum voru taldar geta kostað hana plássið. Kamala Harris er í senn fyrsta svarta konan og fyrsta suður-asíska konan til að hljóta útnefningu stóru flokkanna tveggja í forseta- eða vara- forsetaembætti. Val forseta- frambjóðanda á varaforseta sínum er mikilvægt pólitískt útspil í kosningabaráttunni. Miða forsetaframbjóðendur oft að því að „fylla upp í eyður sínar“ þegar þeir velja vara- forseta. Þannig reyna þeir til dæmis að skapa jafnvægi á milli stríðandi fylkinga innan flokks síns, eða að bæta upp fyrir sína eigin persónulegu og pólitísku veikleika. Gjörólíkar leiðir leiddu þau á sama stað Joe Biden er 77 ára gamall reynslubolti í pólitík og tók sæti í öldungadeild Banda- ríkjaþings 1973. Kamala Harris var þá 11 ára stelpa í Kaliforníu og foreldrar hennar nýlega skilin. Móðir Kamala Harris fluttist til Bandaríkj- anna árið 1960 frá Tamil Nadu á Indlandi. Faðir hennar flutt- ist til Bandaríkjanna ári síðar frá Jamaíku. Árið 1962 fæddist Kamala í Oakland í Kaliforníu. Þegar foreldrarnir skildu fluttist faðir hennar til Palo Alto þar sem hann kenndi í Stanfordháskóla. Móðir hennar nam innkirtlafræði og starfaði sem læknir með sér- hæfingu í brjóstakrabbameini og fór læknisstarfið með hana um víðan völl, meðal annars til Kanada þar sem Kamala stundaði nám. Fljótt á litið er það eina sem Biden og Kamala Harris eiga sameiginlegt að vera bæði Demókratar og lögfræðingar. Hún er fædd árið 1964 og upp- alin í Kaliforníu á hlýrri vest- urströndinni, hlaut blandað uppeldi og gekk til dæmis bæði í hindúamusteri og kirkju. Hann fæddist í Delaware á austurströndinni árið árið 1942 og var alinn upp á kaþólsku heimili í millistéttarhverfum Wilmingtonborgar. 47 ár í alríkispólitíkinni Joe Biden hellti sér beint út í pólitíkina sem ungur maður. Fyrst í bæjarstjórn, svo beint í efri deild Bandaríkjaþings árið 1973. Biden hefur síðan þá lengi daðrað við forseta- embættið. Fyrst árið 1987 þegar hann gaf í fyrsta skipti kost á sér í forvali Demókrata. Til gamans má geta að Harris PÚSLUSPILIÐ SEM VANTAÐI Kamala Harris og Joe Biden eiga fátt sameiginlegt, en líklega er það ástæðan fyrir valinu á henni sem varaforsetaefni Bidens. Hún hefur margsannað sig á stórum sviðum, en nú er komið að því stærsta. var þá að ljúka fyrsta ári sínu í laganámi við Kaliforníu- háskóla. Það eru ekki bara persónu- einkennin sem skilja þau að. Þó að þau séu flokkssystkini hefur pólitíkin skilið þau að í einhvern tíma, sér í lagi í stefnumálum sem varða sam- skipti ólíkra kynþátta í Banda- ríkjunum, en það málefni hefur vegið þungt í þjóðfélagsum- ræðu undanfarið. Kamala hef- ur látið sig umræðuna varða á meðan Biden hefur haldið sig frá henni. Það er kannski ein bölvun langs ferils í pólitík að eftir Biden liggur talsvert af um- mælum sem hægt er að nota gegn honum. Til að mynda sagði hann um Obama árið 2008 þegar þeir öttu kappi um að verða forsetaframbjóðandi Demókrata: „Ég meina, þú ert með fyrsta svarta mann- inn sem er vel máli farinn, og skarpur og hreinn og lítur vel út. Ég meina, það er efni í sögu- bækurnar, maður!“ „Hreinn,“ er orð sem heyrist ekki notað oft um öldungadeildarþing- mann. Kostir reynslu og reynsluleysis sameinaðir Kamala Harris er ætlað að bæta upp fyrir galla Bidens. Harris, ólíkt Biden, er með talsverða reynslu utan Capi- tolhæðar Washingtonborgar. Biden var 31 árs þegar hann hóf feril sinn sem þingmaður. Harris var 53 ára. Á þessum tveimur auka áratugum sem hún hafði utan þingsalanna sankaði hún að sér reynslu sem hefur nýst henni vel síðan hún gerðist þingmaður 2017. Harris var saksóknari í San Francisco í mörg ár áður en hún gerðist dómsmálaráð- herra Kaliforníuríkis. Hún var svo kjörin öldungadeildarþing- maður ríkisins 2017. Hann er reynslan uppmáluð, hún ekki. Reynsluleysi í stjórnmálum á tímum mikils vantrausts á „at- vinnustjórnmálamenn“ er ekki endilega galli í bandarískri pólitík. Þó er Harris ekki með öllu reynslulaus. Að vera kosin öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu er ekkert smá afrek. Það er stærsta ríki Bandaríkjanna og aðeins er kosið um einn þingmann í einu í öldungadeildina. Það þýðir að öldungadeildar- kosning í Kaliforníu er þriðja stærsta atkvæðagreiðslan á alríkissviðinu. Eins má nefna að Kalifornía er með stærsta hagkerfi bandarísks ríkis, og væri ríkið sjálfstætt land væri það fimmta stærsta iðnveldi heims. Steinvala í skóm atvinnu- stjórnmálamannanna Harris tók við embætti sínu aðeins tveimur vikum áður en Donald Trump hóf sitt kjör- tímabil. Frá fyrsta degi hefur hin frjálslynda Kamala Harris verið hindrun í vegi ríkis- stjórnar Trumps. Hún barðist hatrammlega gegn banni við komum frá nokkrum mús- limaríkjum sem Trump lagði á 2017. Hún barðist gegn stað- festingu Neils Gorsuch í emb- ætti hæstaréttardómara það sama ár og næstu ár á eftir gerði hún hvað sem hún gat til þess að tefja, hindra eða hrinda frá stefnumálum ríkis- stjórnar Trumps. Fyrr á þessu ári, líkt og áður sagði, öttu Harris og Biden kappi í forkosningum Demó- krataflokksins. Eins og við var að búast gekk talsvert á og var hart barist. Í allra fyrstu var alls kostar óvíst að Biden myndi hljóta útnefninguna. Í huga margra frjálslyndra kjósenda í forkosningum Demókrataflokksins var rétt- ast að leyfa konu að spreyta sig á ný. Hillary Clinton hafði jú tæknilega „unnið“ 2016, ef litið er til hreins fjölda at- kvæða. Atkvæðadreifingin var bara þannig að Trump hafði sigurinn á fjölda kjör- manna. Harris réðst nokkuð harka- lega á Biden í baráttunni. Í fyrstu kappræðum flokks- ins skammaði hún Biden til að mynda fyrir að tala af hrifningu um þingmenn sem börðust gegn réttindabaráttu svartra á 7. áratugnum. Voru þau ummæli talin vinna gegn henni þegar kom að vali á varaforsetaframbjóðanda, en svo reyndist ekki vera. Yrði elsti forsetinn Kamala Harris býr að því að eiga stuttan stjórnmála- feril utan Kaliforníu en hafa þó valið sér rétt baráttumál að berjast fyrir og um leið vakið mikla athygli á sér og sínum stefnumálum. Það er þessi andi „pólitísks réttleika“ Harris sem Biden og stjórn- endur baráttu hans reyna nú að dreifa yfir sig og eigna sér. Annað atriði er að Biden verð- ur elstur til að vera kosinn forseti, hljóti hann kjör. Hann verður 78 ára gamall og því 82 ára þegar hann klárar fyrsta kjörtímabilið sitt. Ólíklegt er að 82 ára gamall maður bjóði sig fram til endurkjörs, en þó hefur Biden sannað að hann er til alls líklegur. Biden nýtur mikils forskots í skoðanakönnunum og hafa stjórnmálaskýrendur verið á einu máli um það að til þess að „klára dæmið“ og sigla inn í Hvíta húsið í janúar 2021 þarf Biden aðeins að gera eitt: Ekki klúðra málunum. Valið á Kamala Harris sem varaforsetaframbjóðanda var liður í þeirri dagskrá. n Heimir Hannesson heimir@dv.is Kamala Harris og Joe Biden eru nú vinir að nýju. MYND/GETTY 18 EYJAN 14. ÁGÚST 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.