Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2020, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2020, Side 22
SAKAMÁL Catherine Campell hafði frá unga aldri verið hjálpsöm og borið með sér þrá til að þjóna samfélag­ inu. Þennan áhuga hafði hún frá föður sínum. Hún gekk ung til liðs við lögregluna og vann sig smám saman upp í starf yfirlögregluþjóns. Catherine átti að mæta á vakt mánudaginn 14. septem­ ber 2015 og var vinnufélögum hennar brugðið þegar hún lét ekki sjá sig. Hún var afar ólíkleg til að láta ekki vita ef hún kæmist ekki til vinnu. Skömmu eftir þetta var lýst eftir Catherine. Lögreglumenn fóru heim til hennar en þar voru engin merki um ferðir hennar. Efni úr öryggismyndavélum sýndu hana fara úr íbúðinni um mið­ nætti aðfaranótt fimmtudags­ ins 11. september, en mynd­ efnið sýndi hana ekki koma til baka. Aðeins fjórum dögum síðar, eða 15. september, fannst lík Catherine fyrir neðan brúna milli Halifax og Dartmouth. Því hafði verið komið fyrir undir viðarkassa. Við hliðina var opin sorptunna og efst þar var að finna farsíma, veski og bíllykla hennar. Handtökuna bar brátt að Aðeins rúmlega klukku­ stund eftir líkfundinn var maður handtekinn, grunaður um morðið. Um var að ræða ökumann sem ók í áttina að staðnum þar sem líkið var. Þetta var hinn 27 ára gamli Christopher Garnier. Hann var fyrrverandi sjúkraflutn­ ingamaður. Í bíl hans fund­ ust ýmsir hlutir, þar á meðal hálffullur bensínbrúsi og segl­ dúkur. Christopher var grun­ aður um að hafa ætlað að fara að líkinu, vefja það í segldúk, aka með það í burtu og brenna það. En hvers vegna var lög­ reglan svona fljót að hand­ taka hinn grunaða? Varla var hún að stöðva bíla í nágrenn­ inu af handahófi? Ástæðan var sú að hún hafði verið að fylgjast með Christ­ opher í nokkra daga. Það tengdist rannsókn á ferðum Catherine eftir að hún fór frá heimili sínu á fimmtudags­ nóttina. Bæði eftirlitsmynda­ vélar og vitni gáfu góða mynd af atburðarásinni þessa nótt. Fljótlega eftir að Catherine fór út úr íbúð sinni settist hún upp í leigubíl sem ók henni á vinsælan skemmtistað í Hali­ fax. Leigubílstjórinn sagði að Catherine hefði ekki verið drukkin og að hún hefði verið í góðu jafnvægi. Eftirlitsmyndefni og frá­ sagnir annarra gesta vitna um að Catherine gerði sér dælt við Christopher á dansgólfinu. Þau fóru síðan saman burtu af staðnum í leigubíl. Christopher gisti hjá vini sínum þar sem hann hafði slitið sambandi við kærustu sína fyrir örfáum dögum og flutt út frá henni. Vinurinn var sjálfur úti á djamminu og kom ekki heim fyrr en morg­ uninn eftir. Maður með græna tunnu Eftirlitsmyndavélar sýna Christopher koma út úr íbúð­ inni snemma morguns og ýta á undan sér sorptunnu. Hún virtist þung. Nokkrir veg­ farandur sem voru snemma á ferli sáu hann ýta tunnunni niður götu. Hann var trylltur til augnanna, vitnaði einn bíl­ stjóri um. Þegar vinur Christophers kom heim sá hann sér til undrunar að Christopher svaf í stofusófanum en ekki rúm­ inu sem hann hafði útvegað honum og að dýnan úr rúminu var horfin. Christopher sagð­ ist hafa orðið veikur og ælt í rúmið. Hann hefði því fleygt dýnunni en ætlaði að kaupa aðra dýnu í staðinn. Þess má geta að áður en lög­ reglan handtók Christopher, fjórum dögum síðar, hafði hann sæst við kærustu sína og flutt inn til hennar aftur. Sú sæla stóð stutt. Sterk sönnunargögn Við rannsókn á íbúð vinar Christophers fundust blóð­ blettir sem pössuðu við lífsýni úr Catherine. Krufning leiddi í ljós að banamein hennar var kyrking en auk þess var hún með brákað nef og glóðarauga á báðum augum. Við yfirheyrslur bar Christ­ opher fyrir sig minnisleysi, hann hefði drukkið mikið áfengi ofan í þunglyndislyf sem hann tók inn. Eftir níu klukkustunda yfirheyrslu játaði hann þó á sig morðið og skrifaði stutt en iðrunarfullt afsökunarbréf til foreldra Catherine. Fyrir rétti neitaði Christ­ opher hins vegar sök og sagð­ ist hafa játað hjá lögreglu til að láta þá heyra það sem þeir vildu heyra. Hann og lög­ fræðingar báru fram þá vörn að Catherine hefði haft frum­ kvæðið að harkalegu kynlífi sem hefði farið úr böndunum og dauði hennar hefði verið slys. Þá bentu lögfræðingarn­ ir á að Catherine hefði verið lögreglukona og hefði þá átt að hafa burði til að verjast Christopher ef hann hefði ráðist á hana. Þessi rök þóttu ekki trúverð­ ug og Christopher var fund­ inn sekur um morð. Hann var dæmdur í ævilangt fangelsi. Erfitt er að geta sér til um ástæðu fyrir morðinu. Christopher var með hreina sakaskrá og ekki þekktur að ofbeldi. Hegðun hans eftir morðið bar hins vegar vitni um siðblindu, hvernig hann ætlaði að losa sig við líkið með skipulögðum hætti og hvernig hann gat tekið saman við kær­ ustu sína rétt eftir morðið og ætlaði að halda áfram með líf sitt eins og ekkert hefði í skorist. n Lögreglukonan Catherine Campell hvarf í kringum 11. september árið 2015. Sagan gerist í héraðinu Nova Scotia í Kanada, en Catherine, sem var 36 ára gömul, var einhleyp og starfaði sem yfirlögreglu- þjónn í bænum Truro. Sjálf bjó hún í Dartmouth og ók hvern dag til vinnu sinnar. Hún fór þar yfir Murray McKay brúna sem tengir saman Hali- fax og Dartmouth í Nova Scotia. Þessi brú, eða umhverfi hennar, kemur við sögu síðar. LÖGREGLUKONAN SEM HVARF OG MAÐURINN MEÐ GRÆNU TUNNUNA Eftirlitsmyndavélar sáu lögreglukonuna fara frá heimili sínu um miðnættið en hún kom aldrei til baka. Lík hennar fannst fjórum dögum síðar við fjölfarinn stað. Ágúst Borgþór Sverrisson agustb@dv.is Catherine var 36 ára þegar hún hvarf . MYNDIR/KJÁSKOT AF YOUTUBE Christopher var fyrrver- andi sjúkra- flutninga- maður. Krufning leiddi í ljós að banamein hennar var kyrk- ing en auk þess var hún með brákað nef og glóðarauga á báðum augum. 22 FÓKUS 14. ÁGÚST 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.