Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2020, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2020, Síða 25
FYRIR PARTÝIÐ UPPÁHALDS SPILIÐ SAMVINNUSPIL Álitsgjafar DV spurði álitsgjafa um meðmæli með spilum í fimm flokkum og ættu því vonandi flestir að finna eitthvað sem hentar þeirra spilakröfum. Álitsgjafar DV að þessu sinni eru: Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir borðspilasérfræðingur Nexus Björn Leví Gunnarsson þingmaður Kristinn Haukur Guðnason blaðamaður Óskar Árnason stjórnandi Borðspilaspjallsins Sindri Eldon borðspilaunnandi Svanhildur Eva Stefánsdóttir annar eigenda Spilavina FÓKUS 25DV 14. ÁGÚST 2020 Uppáhalds spilið mitt breytist á hverjum einasta degi. Því er kannski auðveldara að tala um spilaflokka. Núna hef ég áhuga á spilum sem eru upplifun í kassa. Þar eru fremst í flokki Unlock!-serían og Exit- serían. Þetta eru þrautaherbergi (e. escape room) sem bjóða upp á nýja og spennandi ráðgátu í hverjum kassa. Hugmyndarík hönnun og snjallar þrautir eru ómótstæðileg blanda fyrir alla spennufíkla. – Bryndís Risk 2210 A.D. Klassískt spil í nýjum búningi. Gríðarlega taktískt spil þar sem spennan helst frá fyrstu mínútu fram á síðustu. – Björn Root. Geggjaðar teikningar í stríðsspili þar sem hvert lið spilast á gjörólíkan hátt í baráttu um yfirráð í skóginum. Einn er að spila skilvirknisspil, annar forritunar-, þriðji með takmarkað magn af peðum og fjórði er í því að leika Hróa Hött. – Óskar Uppáhalds spilið mitt núna er The Crew sem ég nefndi áðan. Ég á aldrei nein uppáhalds spil almennt heldur bara það sem ég er að spila mest hverju sinni og núna er það samvinnuspilið The Crew. – Svanhildur Terraforming Mars. Sænskt spil sem kom út fyrir fjórum árum og hefur rækilega slegið í gegn og ekki að ástæðulausu. Leikmenn stýra fyrirtækjum sem keppa innbyrðis um auð og völd en vinna jafnframt að því saman að gera Mars að byggilegri plánetu. Það er virkilega ávanabindandi að byggja upp „vélina sína“ og sjá hana stækka og dafna. Viðbæturnar eru líka frábærar, hver á sinn hátt, og ég myndi aldrei spila án sumra þeirra. – Kristinn Haukur Star Trek Attack Wing er kannski uppáhalds spilið mitt, bara út af því að ég er svo mikið Star Trek- nörd. Enginn annar leikur eða borðspil hefur látið mér líða jafnmikið eins og ég sé inni í minni eigin Star Trek mynd/þætti, og það spil. – Sindri Joking Hazard. Svipað spil og Cards Against Humanity og Kommenta- kerfið. – Björn Ég spila mjög mjög lítið af partíspilum. Einna þá helst í lok hvers spilakvölds þegar pínu galsi er kominn í hópinn. Þá er gjarnan gripið í Cards Against Humanity, sem þykir nú ekki beint fínt hjá borðspilaelítunni en er engu að síður bráðskemmtilegt. Þetta er ansi dónalegt og hálfviðbjóðslegt á köflum og ekki fyrir alla. En í réttum hópi þar sem allt má flakka er þetta gott. – Kristinn Scrawl. Teikni-hvísluleikur þar sem skipst er á að teikna og skrifa eftir því sem er undir. Því fyndnara því meiri munur er á teiknigetu þátttakenda. – Óskar Medium myndi ég segja að væri uppá- halds partíspilið mitt. Maður á að finna sama orð og hinn er að hugsa og það er svo fyndið að reyna að ná því. – Svanhildur Uppáhalds partíspilið mitt er Scrawl. Það er eins og súrasti hvísluleikur í heimi, með dass af dónaskap. Allir leikmenn fá teikniblokk í hendurnar og spjald með frasa sem er gerður til að misskiljast þegar hann er teiknaður. Spilið þar sem enginn hefur rétt fyrir sér, en allir ganga sáttir frá borði. – Bryndís Uppáhalds partíspilið mitt er Magic labyrinth. Segul-aspektið reynir skemmtilega á handleiknina, og stuttar 5 stiga umferðir halda hlutum léttum og hröðum. – Sindri Samvinnuspil ársins 2020 er án alls vafa geimfaraspilið The Crew. Uppskriftin hljómar fáránlega: félagsvist, nema allir eru saman í liði! En útkoman er vægast sagt ávanabindandi. Í bæklingnum eru fimmtíu þrautir sem segja leikmönnum hvort, hvenær, hvernig og í hvaða röð þeir eiga að ná slögum af borðinu, með samvinnuna að vopni. Auðvelt að grípa í, hvort sem þú vilt spila í 10 mínútur eða heila kvöldstund. – Bryndís Ósk Ég myndi velja The Crew. Þetta er skemmtilegasta samvinnuspil sem ég hef spilað. Maður á að taka slagi, svipað og í kana, nema allir eru að vinna saman. – Svanhildur Samvinnuspil eru best ef þau eru erfið. Þess vegna myndi ég hiklaust mæla með Robinson Crusoe þar sem leikmenn berjast við náttúruöflin og safna vistum á harðneskjulegri eyðieyju. Kosturinn er líka sá að það er hægt að spila mörg mismunandi ævintýri sem gjörbreyta spilinu í hvert skipti. Samvinnuspil með földum svikara eru líka bráðskemmtileg, til dæmis Shadows Over Camelot eða Battlestar Galactica. – Kristinn Haukur Pandemic. Spilarar hjálpast að við að ráða niðurlögum fjögurra heimsfaraldra í einu. – Björn Ég er mjög lítið fyrir samvinnuspil, en synir mínir elska Forbidden Island. Það er bæði nógu einfalt til þess að þeir nái utan um reglurnar, og heldur þeim spenntum út allt spilið. Það verður vafalaust gaman að spila Pandemic-spilin með þeim þegar þeir eldast. – Óskar Besta samvinnuspilið er tvímælalaust Mansions of Madness, sérstaklega nýjasta útgáfan þar sem snjallsíma-app keyrir spilið fyrir þig. Engin stærðfræði eða bókhald, bara þú og vinir þínir að drepa skrímsli og leysa morðráðgátu. – Sindri MYND/GETTY MYND/INSTAGRAM @SPILAVINIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.