Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2020, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2020, Page 30
30 MATUR Una í eldhúsinu Kartöflu- og fennelsúpa 1 stk. fennel 3 stk. blaðlaukur 10 stk. meðalstórar kartöflur 4 stk. lárviðarlauf 1 lítri vatn 500 ml mjólk Salt Pipar 2 stk. grænmetisteningar 50 g smjör 1 msk. sítrónusafi Byrjið á því að bræða smjör í potti og saxið niður fennel, blaðlauk og kartöflur og steikið upp úr smjör- inu. Hellið vatninu og mjólkinni saman við og leyfið að sjóða aðeins þar til grænmetið er orðið mjúkt. Notið töfrasprota til að mauka allt í pottinum. Hrærið vel saman og leyfið að sjóða áfram, bætið næst græn- metisteningunum saman við og sítrónusafanum. Saltið og piprið vel og smakkið til, lárviðarlaufunum er svo bætt út í og þau látin sjóða með í um eina klukkustund. Fjarlægið lárviðarlaufin úr pottinum áður en súpan er borin fram, berið fram með góðu brauði eða salati svo dæmi sé tekið. Bláberjakaka Mér fannst tilvalið að deila upp- skrift að æðislegri köku með blá- berjum þar sem fólk fer eflaust að leggja leið sína í berjamó á næstu dögum. Mér finnst tilvalið að nota íslensku aðalbláberin í kökur eða eftirrétti. 130 g smjör, brætt 1,5 dl sykur 3 dl hveiti 1 tsk. lyftiduft 2 stk. egg 200 g grísk jógúrt frá Örnu Ég nota með vanillu og jarðarberjum 1 tsk. sítrónusafi 1 msk. vanilludropar 100 g bláber Hér fer það aðeins eftir stærð berjanna og það skemmir ekkert að hafa mikið af bláberjum Byrjið á því að stilla ofninn á 180 gráður. Bræðið smjörið og leyfið því að kólna aðeins. Hrærið saman egg, sykur, jógúrt, smjör, sítrónusafa og vanillu- dropa. Bætið hveitinu og lyftiduftinu saman við og hrærið vel saman. Að lokum er bláberjunum bætt út í og hrært varlega með sleif. Smyrjið eldfast form vel að innan með smjöri eða olíu og setjið deigið í og bakið í um 35 mínútur, getur verið aðeins misjafnt eftir ofnum en stingið í miðjuna með pinna eða prjóni og ef hann kemur þurr upp er kakan tilbúin. Una Guðmundsdóttir tekur veiru- og rigningartíð með stóískri ró. Ódýr og góð súpa, kertaljós og dásamleg og haustleg bláberja- kaka heldur öllum á heimilinu vel nærðum og kátum. MYNDIR/AÐSENDAR 14. ÁGÚST 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.