Morgunblaðið - 07.01.2020, Qupperneq 6
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Melaskóli Jólasveinarnir kvöddu börnin á þrettándagleði Vesturbæjar, miðbæjar og Hlíða.
Jólin voru kvödd á þrettándagleði víða um land í gær-
kvöldi. Kveikt var í brennum, gengið með blys og flug-
eldum skotið á loft. Þá létu jólasveinarnir víða sjá sig, í
síðasta skipti um þessi jól, til að kveðja börnin og álfar
og tröll tóku sums staðar þátt í skrúðgöngum.
Þrettándagleði var á tveimur stöðum í Reykjavík í
gærkvöldi, við Gufunesbæ fyrir íbúa Grafarvogs og við
Melaskóla fyrir íbúa Vesturbæjar, miðbæjar og Hlíða.
Ekki tókst að kveikja í bálkestinum við Ægisíðu vegna
veðurs.
Þrettándagleðin er venjulega mikill viðburður á Sel-
fossi. Þar fór gleðin fram í blíðskaparveðri að þessu
sinni og tóku um þrjú þúsund manns þátt í henni.
Að venju var mikið um dýrðir þegar jólin voru kvödd
í Snæfellsbæ. Margir voru saman komnir við Pakk-
húsið í Ólafsvík. Grýla og Leppalúði voru mætt í leit að
óþekkum börnum. Grýla varð frá að hverfa vegna þess
að engin börn reyndust hafa verið óþekk þetta árið og
fóru þau skötuhjúin því með tóman poka til fjalla að
þessu sinni.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ægisíða Börnin fengu að kveðja jólin með stjörnuljósum.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Melaskóli Eldur borinn á kyndlum fyrir gönguna að brennunni.
Jólin kvödd á þrettándagleði
Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson
Selfoss Mikil og fjölmenn blysför var að vanda frá Tryggvaskála að brennunni á tjaldsvæði Gesthúsa.
Morgunblaðið/Alfons Finnsson
Ólafsvík Börnin voru að vanda aðalþátttakendur í þrettándagleði Snæfellsbæjar.
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2020
Átt þú rétt
á styrk ?
Sjómennt er fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfélaga
Sjómennt styrkir starfsmenntun sjómanna beint til
fyrirtækja í útgerð.
Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum
stéttarfélaganna.
Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin
um afgreiðslu þeirra í umboði Sjómenntar
Kynntu þér rétt þinn á www.sjomennt.is
Sjómennt
Guðrúnartún 1 • 105 Reykjavík • Sími 599 1450 • sjomennt@sjomennt.is
„Stemning fyrir þorrablótum er
að aukast, til dæmis hjá fé-
lagasamtökum og hópum, og úti í
sveitunum er hefðin sterk. Á þær
samkomur fara stórar sendingar frá
okkur auk þess að við sendum í mat-
vöruverslanir. Síðan fer líka talsvert
til Íslendingafélaganna erlendis sem
alltaf halda sín þorrablót sem eru
fjölmenn. Nei, það eru engin vand-
ræði með að senda matvæli frá Ís-
landi þangað. Reglurnar eru skýrar
og vottorðin frá okkur sömuleiðis,“
segir Ólafur Már Þórisson.
haft hangikjöt, magáll, saltkjöt,
grísasulta og rófustappa svo eitt-
hvað sé nefnt. „Við seldum allt upp í
fyrra og hefðum þurft meira. Því var
skammturinn núna ríflegri en við
settum 15-20 tonn í súr fyrir þessa
vertíð. Þar af eru eistun um það bil
þriðjungur,“ segir Ólafur.
Stemning og hefðir
Mikið af framleiðslunni fer beint
til veitingahúsa og í mötuneyti, en
talsvert líka í verslanir sem selja svo
til beint til neytenda.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Fyrstu sendingar af súrmeti frá
Kjarnafæði á Svalbarðseyri fara í
verslanir síðar í þessari viku, enda
er þorrinn ekki
langt undan. Tím-
inn þar sem hinar
gömlu íslensku
matarhefðir eru í
heiðri hafðar
gengur í garð
með bóndadeg-
inum, föstudag-
inn 24. janúar, og
strax þá um
helgina verða
þorrablót víða um
land. „Undirbúningur hér er löngu
hafinn. Kjötiðnaðarmenn okkar
lögðu hrútspunga í súr síðast í ágúst,
enda þurfa þeir að liggja langan
tíma í mysunni. Gjarnan setjum við
blóðmörskeppi þá með í tunnurnar,
til að viðhalda réttu sýrustigi sem er
reglulega mælt,“ segir Ólafur Már
Þórisson, markaðsstjóri Kjarnafæð-
is, í samtali við Morgunblaðið.
Súrmeti eins og sviðasulta, eistu
og lundabaggar er meðal þess sem
Kjarnafæði framleiðir fyrir þorra-
vertíðina – en einnig er á borðum
Fimm tonn af pungum
Þorrinn gengur í garð 24. janúar Sviðasulta og lunda-
baggar hjá Kjarnafæði Þorrablótshefðin sterk í sveitum
Þorramatur Lagt var í súrlöginn hjá Kjarnafæði í ágúst síðastliðnum. Ólafur Már
Þórisson