Morgunblaðið - 07.01.2020, Side 18

Morgunblaðið - 07.01.2020, Side 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2020 ✝ Jón Freyr Þór-arinsson fædd- ist 5. apríl 1936. Hann lést 21. des- ember 2019. Foreldrar: Vil- borg Þórólfsdóttir frá Gerðiskoti í Gaulverjabæ í Flóa og Þórarinn Jóns- son Wium frá Keldunúpi á Síðu. Systkini: Frey- þór, f. 27.11. 1932, d. 11. júlí 1936, og Bergljót, f. 5.2. 1934, d. 6.9. 1948. Kvæntist 5.1. 1957 Matthildi Guðnýju Guðmundsdóttur, kennara og kennsluráðgjafa. Börn: 1) Þórólfur, landslags- arkitekt og garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, f. 23.12. 1958, kvæntur Sigrúnu Val- garðsdóttur, f. 16.9. 1959. 2) Vil- borg, tónlistarskólastjóri og básúnuleikari, f. 27.5. 1964, d. margar námsferðir innanlands og utan, bæði til Norðurland- anna og Bandaríkjanna. Störf: Kennari við Laugarnes- skóla í Reykjavík 1956-1965, yfirkennari 1965-1973, skóla- stjóri 1973-2000. Félagsstörf: Formaður Hjóna- klúbbsins Laufsins 1976-1980. Formaður Lúðrasveitarinnar Svans 1979-1981. Í stjórn Þjóð- dansafélags Reykjavíkur um skeið. Í stjórn Barnavinafélags- ins Sumargjafar frá 1974 og for- maður frá 1980- 2018. Formaður í Hlutafélaginu Hafnarbás, for- maður í Látrafélaginu. Hefur starfað í Heklu, félagi musteris- riddara, frá 1989 til dauðadags og gegnt þar ýmsum trúnaðar- störfum. Hann stundaði samkvæmis- dans ásamt konu sinni frá 1957 og tók þátt í danskeppnum og hlaut þar meðal annars gull, silf- ur og brons. Hann sýndi sam- kvæmisdans, þjóðdansa og gömlu dansana víðs vegar innan- lands og utan, m.a. á Íslendinga- hátíðum í Gimli og Mountain. Útför Jóns Freys fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag, 7. janúar 2020, klukkan 15. 22.11. 2019, hennar maður Össur Geirs- son, f. 22.11. 1961. Dóttir Þórólfs: Hrafnhildur Sif há- skólanemi, f. 11.7. 1992, sambýlismað- ur Aðalsteinn Grét- ar Gestsson, f. 18.5. 1989, þeirra barn Sólbjartur Þór, f. 12.7. 2019. Börn Vilborgar: Saga dýralæknir, f. 22.3. 1986, sambýlismaður Anders Olsen Setså, f. 19.9. 1979, þeirra dóttir Freyja Matthildur, f. 23.11. 2018; Freyþór læknanemi, f. 14.6. 1993, sambýliskona Sophie Louise Webb kennari, f. 11.12. 1993. Menntun: Landspróf frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1952, kennarapróf frá Kenn- araskólanum 1956, hefur sótt fjölda námskeiða og farið í fjöl- Eftir fimm ára langa og hetju- lega baráttu við krabbamein kvaddi elskulegur afi minn jarð- lífið í faðmi fjölskyldu sinnar. Afi var mér afar kær og eftir lifa ótal dýrmætar minningar sem við átt- um saman. Ofarlega í huga mér eru öll kvöldin sem við sátum saman og ræddum um allt milli himins og jarðar; ljósmyndir, ferðalög, veiðisögur, náttúru, unglingsárin og samkvæmisdans- inn sem stóð okkur alltaf nærri hjartarótum. Allar ljúfu stundirn- ar okkar í bílskúrnum, á dansgólf- inu, á ferðalögunum og í fjöl- skylduparadísinni okkar í Aðal- víkinni. Afa er í mínum huga best lýst sem ofurhetju. Hann gat gert allt, smíðað hvað sem honum datt í hug, gert við hvað sem var, dans- að alla heimsins dansa, tekið stór- glæsilegar ljósmyndir auk þess að vera fyrirmyndarkennari og skólastjóri og svo mætti lengi áfram halda. Allar áskoranir tókst hann á við með teinrétt bak, bros á vör og fallega greitt hár líkt og íslenskur James Bond. Afi er og mun alltaf vera mín helsta fyrirmynd. Hann mætti öllum af alúð, hjartahlýju og hjálpsemi. Afi var birtingarmynd heilbrigðis og trausts, og hvergi var að finna hlýrra faðmlag. Hann hugsaði alltaf vel um líkama og sál, bar sig undantekningalaust með mikilli reisn og ég óska þess eins að komast með tærnar þar sem að afi hafði hælana. Nú veit ég þó að hetja mín og fyrirmynd er komin á grænar slóðir draumanna og stígur silkimjúk dansspor með dóttur sína í fang- inu. Mínar innilegustu þakkir sendi ég til starfsfólks Landspítalans, HERU og annarra er önnuðust afa minn af mikilli umhyggju og fagmennsku. Freyþór Össurarson. Mágur minn Jón Freyr er lát- inn. Þegar Matthildur systir mín hringdi og sagði að Jón væri dá- inn kom það ekki á óvart. Hann var búinn að vera lélegur til heils- unnar síðustu mánuðina. Ég kynntist Jóni þegar elsta systir mín fór að koma með þenn- an myndarlega mann heim með sér. Þau voru bæði í Kennara- skólanum og urðu seinna kenn- arar og stjórnendur í skólamál- um. Jón var tengdur Laugar- nesskólanum frá því hann byrjaði þar að kenna sem ungur og dug- mikill kennari, síðar yfirkennari og loks skólastjóri. Ég kenndi í nokkur ár í Laugarnesskóla og upplifði þá að gamlar hefðir og nýjungar héldust í hendur innan skólans, sem var farsælt. Jón og Matthildur urðu mjög samrýnd hjón og dönsuðu þau saman bæði á dansgólfinu og í gegnum lífsins gleði og raunir. Jón var hjálplegur við mig þeg- ar ég var enn í foreldrahúsum. Hann átti lítinn bíl, Volkswagen- bjöllu, og var stundum að skutla mér. Mér er minnisstætt þegar ég var að verða of sein í flug til Ísafjarðar og hringdi í Jón til þess að bjarga mér. Hann kom úr Kleppsholtinu í Kópavog á met- tíma og við náðum að komast á flugvöllinn í tæka tíð fyrir brott- för. Við litum hvorugt á hraða- mælinn. Jón var samt alltaf passasamur á allar reglur og mátti ekki vamm sitt vita. Í eina tíð kostuðu símtöl á milli landsvæða meira en innanbæjar og þó að við Jón gætum rætt sam- an um hvað sem var, þá vissi hann að þegar ég hringdi væri ég með eitthvert erindi við systur mína. Hann var snöggur að segja það sem honum var efst í huga og kallaði síðan á Matthildi. Hann var ætíð gætinn með fjárútlát og var ekki að láta mig borga meira en þurfti fyrir símtölin. Þegar fjölskyldan stækkaði og við systur fórum allar að búa og eignast börn kom Jón ætíð með myndavélina með sér í fjölskyldu- boðin. Jón var áhugaljósmyndari og framkallaði allar sínar myndir sjálfur. Í þá daga fannst mér stundum óþægilegt að vita af myndatökunni, en hvað við erum búin að vera þakklát fyrir mynd- irnar og minningarnar nú í seinni tíð. Jón var traustur vinur og verð- ur hans sárt saknað. Ég votta systur minni og fjölskyldu inni- lega samúð. Erna Þórdís Guðmundsdóttir. Þegar nóttin var lengst hér á norðurhveli jarðar lést Jón Freyr Þórarinsson, fyrrverandi skóla- stjóri Laugarnesskóla í Reykja- vík. Í ljósi kynna okkar fyrir rösk- um fjórum áratugum minnist ég hans með hlýju og virðingu. Þeg- ar ég hugðist breyta um starfs- vettvang bauðst mér starf aðstoð- arskólastjóra við Laugarnesskóla árið 1986. Þar hafði Jón Freyr starfað um áratuga skeið, fyrst sem kennari og síðar farsæll stjórnandi. Starfið sem ég fékk var í stuttu máli talsvert ævintýri. Ég var þá að koma úr skóla sem var í upp- byggingu í nýju hverfi og fara í rótgróið hverfi í Laugarnesi. Skólinn átti sér merkilega sögu sem áhersla var lögð á að varð- veita. Skólinn var þó ekkert ey- land í samfélaginu enda hlutverk hans að undirbúa nemendur fyrir framtíð sem sannarlega er ekki auðvelt að sjá fyrir í byltingar- kenndum þjóðfélagsbreytingum. Skólar eru flóknar stofnanir en Jón Freyr helgaði sig starfinu óskiptur og vel upplagður með skýr viðmið, leiddi og laðaði fólk til samvinnu í skapandi starfi. Opnaði fyrir nýjum straumum ásamt því að varðveita góð gildi og hefðir. Hann var einstaklega góður við börnin, ekki síst þau sem þurftu meiri þolinmæði en önnur, og byggði upp skólabrag sem er til fyrirmyndar um mennt- un og menningu. Í verkfærakistu sinni hafði hann til að bera brenn- andi áhuga og úthald ásamt léttri lund og góðu samstarfsfólki. Sigldi skútunni á mismiklum hraða og leikni þess sem veit hvert skal stefnt af mannkær- leika, vitru hjarta og víðsýni. Lag- inn og þrautseigur að finna snið- götur þar sem fara mátti fetið þótt hvergi væri unnt að skella á skeið, -hvað þá hleypa. Sótti til skólans innblástur með lestri og ótal fyrirlestrum ásamt ferðum erlendis til að afla nýrra áskorana og þekkingar sem rat- aði svo með einhverjum hætti í dagskrá skólans. Alúð var lögð í sérhvert verkefni og vinnutímar ekki taldir. Margvísleg þróunar- verkefni sem urðu til hlutu við- urkenningar og lögðu grunn að mörgu því sem verið er að takast á við í skólanum í dag. Jón Freyr naut sín ekki bara sem skólamaður. Hann var fé- lagslyndur, stundaði skógrækt, útivist, ferðalög og dans sem hann fléttaði inn í skólahaldið svo fátt eitt sé nefnt. Svo áttu þau hjónin unaðsreit norður í Aðalvík þar sem þau nutu tilverunnar og þangað var gaman að koma. Síð- ast en ekki síst var hann fjöl- skyldufaðir góðrar og samheld- innar fjölskyldu. Enginn hefur víst lofað því að lífið sé einungis rjómi og smjör. Erfið veikindi Jóns Freys og einkadótturinnar Vilborgar, sem lést 22. nóvember síðastliðinn, að- eins 55 ára, eftir baráttu við hvít- blæði, hefur verið fjölskyldunni þung raun. Á þessari kveðjustundu eru efst í huga mér orð hans blönduð hlýju þeli ásamt þakklæti fyrir samstarf og vináttu sem engan skugga bar á. Matthildi og ástvinum öllum sendum við Guðmundur einlægar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Jóns Freys Þórarinssonar. Vilborg Runólfsdóttir. Fallinn er frá einn af merkustu starfsmönnum Laugarnesskóla, Jón Freyr Þórarinsson. Sannur og virtur skólastjóri sem bar vott um sama traust og sömu góðu starfshætti og skólinn sjálfur, sem má vissulega telja einn af fal- legustu og virðulegustu skólum landsins. Ég hóf störf í Laugarnesskóla árið 1981, var aðstoðarskólastjóri þar í fjögur ár og vann þá við hlið Jóns Freys skólastjóra, sem á sínum langa og farsæla starfsferli vann af miklum áhuga og dug að menntun og þroska barna. Síðar skildi leiðir og ég varð skólastjóri í nýstofnuðum Grandaskóla en í veganesti var ég svo heppin að fá gullin ráð og skemmtilegar skólahefðir frá Jóni Frey og Laugarnesskóla. Má þar til að mynda nefna mikla áherslu á tónlistarkennslu, hinn ógleymanlega morgunsöng og danskennslu. Ég fór þó reyndar ekki sjálf með nemendur mína á skíði eins og Jón Freyr gerði. Lét það frekar eftir kennurum sem voru góðir skíðamenn. Þrátt fyrir að vinnustaðurinn hafi ekki verið sameiginlegur í fjölda ára áttum við Jón Freyr þó alltaf okkar samstarf og vinasam- band. Við hittumst gjarnan reglu- lega á fundum, ráðstefnum og í námsferðum skólastjóra og var alltaf jafn gaman og áhugavert að ræða saman. Ég minnist Jóns Freys með virðingu og þakklæti fyrir sam- starfið. Jón Freyr og eiginkona hans Matthildur, sem einnig er kenn- aramenntuð, áttu hamingjuríka samfylgd í meira en hálfa öld og var áhugavert og skemmtilegt að fylgjast með hvernig þau hjónin unnu að sameiginlegu áhugamáli sem var menntun og velferð nem- endanna. Gagnkvæm virðing og vænt- umþykja umvafði þau sem og allt þeirra starf. Missir Matthildar er mikill. Ekki síður var það mikið áfall þegar Vilborg, dóttir þeirra hjóna, veiktist og andaðist fyrir u.þ.b. mánuði. Ég bið góðan guð að gefa Matt- hildi og allri fjölskyldunni styrk til að takast á við fráfall Jóns Freys og Vilborgar dóttur þeirra. Blessuð sé minning Jóns Freys. Kristjana M. Kristjánsdóttir. Kveðja frá B-bekk í Laugarnesskóla Haustið 1960 varð til nýr bekk- ur, 8 ára B, við sameiningu barna úr nokkrum bekkjum og skólum. Við okkur tók ungur, glaðlegur maður og fljótt varð ljóst að við vorum í góðum höndum. Jón Freyr var umsjónarkennari okk- ar í fimm ár þar til við lukum barnaprófi og hann kenndi okkur svo að hluta í unglingadeild. Í byrjun vorum við að ná tök- um á lestri og hvatti Jón Freyr okkur til að koma í skólann með bækurnar sem við vorum að lesa heima og skráði hann þær hjá sér. Þannig mótaði hann tengsl milli heimila og skóla sem síðar áttu eftir að styrkjast enn frekar. Átt- hagafræði var á dagskrá og þar lagði hann grunn að fjölbreyttum leiðum við nám og kennslu sem hann síðan nýtti við kennslu hefð- bundinna lesgreina. Hann skipti okkur í hópa og við fengum hlut- verk rannsakenda sem þurftu að afla gagna, vinna úr og ákveða hvernig niðurstöður voru kynnt- ar. Líf og fjör ríkti í skólastofunni þar sem við ræddum saman, leit- uðum lausna og unnum úr fjöl- breyttum efniviði. Við skemmtum okkur vel og ekki var minna gam- an þegar við kynntum afrakstur vinnunnar. Þá var hvatning og stuðningur frá Jóni Frey mikil- vægur til að losna við kvíðahnút í maganum. En það var ekki bara það sem gerðist í skólastofunni, heldur líka það sem gerðist utan hennar sem er okkur minnisstætt. Dans- kennslan stendur þar upp úr. Vikulega voru danstímar þar sem Jón Freyr kenndi okkur bæði gömlu dansana og samkvæmis- dansa. Þá kynntumst við Matt- hildi, eiginkonu hans, sem aðstoð- aði stundum við danskennsluna. Ferðirnar í Katlagil á hverju ári og í Þórsmörk árið sem við lukum barnaprófi gleymast aldrei. Áhugi Jóns Freys á útivist, gönguferðum og gróðursetningu skilaði sér til okkar. Þegar við lít- um til baka gerum við okkur grein fyrir að þau tækifæri sem við fengum til að fara út fyrir þægindarammann og sú virðing sem hann sýndi okkur hefur mót- að okkur sem einstaklinga. Við höfum endurnýjað kynnin síðustu 30 árin og þar var Jón Freyr miðpunktur samverunnar. Hann tók á móti okkur í Laug- arnesskólanum og Katlagili þar sem við rifjuðum upp minningar frá skólaárunum. Ferðin í Katla- gil 1995 þar sem við skoðuðum skógræktina, drukkum kakó og borðuðum kex með, eins og við gerðum áður fyrr, er okkur sér- staklega minnisstæð. Við sett- umst í hring og sögðum frá því sem á daga okkar hafði drifið. Tveir skólabræður okkar sögðu sögur sem snertu okkur djúpt og rúmu ári síðar höfðu þeir báðir kvatt þetta líf. Þarna mynduðust tengsl sem hafa styrkst síðan, m.a. mætti stór hluti hópsins í 60 ára afmæli Jóns Freys vorið 1996. Jón Freyr Þórarinsson Okkar yndislega, heittelskaða eiginkona, mamma, dóttir, systir, mágkona, barnabarn, tengdadóttir, frænka og vinkona, BERGLIND RÓSA JÓSEPSDÓTTIR Begga Jobba, Grundarfirði, lést á Landspítalanum í faðmi fjölskyldunnar 30. desember. Útför hennar fer fram í Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 11. janúar klukkan 13. Innilegt þakklæti til starfsfólks krabbameinsdeildar Landspítala og Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk með krabbamein, fyrir samfylgd, hjálp og umönnun. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast Beggu er bent á skíðadeild UMFG í Grundarfirði, 0321-13-110106, kt. 630189-2689. Sigurbjörn Z. Hansson Hans Bjarni Sigurbjörnsson Magni Rúnar Sigurbjörnsson Jósep Magnússon Anna Guðrún Aðalsteinsdóttir Aðalsteinn Jósepsson Heiðrún Hallgrímsdóttir Guðrún Jóna Jósepsdóttir Tómas Freyr Kristjánsson Magnús Jósepsson Dagný Ósk Guðlaugsdóttir Júlíus Arnar Jósepsson Arndís Jenný Jósepsdóttir og aðrir aðstandendur Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÁSMUNDUR JÓNSSON, Kópavogstúni 3, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi að kvöldi 31. desember. Útförin fer fram frá Lindakirkju í Kópavogi föstudaginn 10. janúar klukkan 13. Birgit Andersdóttir Jón Anders Ásmundsson Mette Korsmo Guðmundur Ó. Ásmundsson Ingveldur Jónsdóttir Sólveig M. Ásmundsdóttir Lovísa Björg Ásmundsdóttir Bergur Martin Ásmundsson Bettina Seifert og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR TH. INGIMUNDARSON, Hringbraut 2a, Hafnarfirði, lést þriðjudaginn 31. desember. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 9. janúar klukkan 13. Guðbjörg Inga Ágústsdóttir Guðríður Gía Ólafsdóttir Daníel Árnason Jóhannes Ólafsson Guðríður Gunnsteinsdóttir Jónína Grímsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVANHILDUR ERLA J. LEVY, Haðalandi 17, Reykjavík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Grund þriðjudaginn 31. desember, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 16. janúar klukkan 15. Gunnlaugur Guðmundsson Garðar Gunnlaugsson Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson Anna Júlíusdóttir Hildur Gunnlaugsdóttir Arnar Sölvason Áslaug Gunnlaugsdóttir Ágúst Sæmundsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.