Morgunblaðið - 07.01.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.01.2020, Blaðsíða 27
þrifum eftir viðstöðulausa send- ingu frá Khalil Ahmad. Sigur Kefl- víkinga þegar á heildina er litið var verðskuldaður. Heilt yfir voru þeir betri í leiknum en veikleikar liðsins sem áður hafa sést í vetur létu ekki á sér kræla undir lokin þegar ólseigir Tindastólsmenn voru hársbreidd frá að koma sér inn í leikinn á ný eftir að hafa lent 18 stigum undir. En án þess að taka af þeim gest- um frá Sauðárkróki þá er það nú einu sinni þannig að það má aldrei af þeim líta og sér í lagi þegar andstæðingurinn er kominn í góða forystu og byrjað að líða bara nokkuð vel. Með sigrinum skella Keflvíkingar sér einir í annað sæt- ið en Tindastóll vermir það þriðja. Keflvík fast á hæla Stjörnunni  Keflvíkingar einir í öðru sæti eftir sigur á Tindastóli  Nýr leikmaður lítur vel út  Aðeins tveimur stigum á eftir toppliðinu  Tvö töp í þremur hjá Tindastóli Morgunblaðið/Skúli Klemma Keflvíkingurinn Hörður Axel Vilhjálmsson sækir að Viðari Ágústssyni og Helga Rafni Viggóssyni í gær. Í KEFLAVÍK Skúli B. Sigurðsson skulibsig@mbl.is Það var sannkallaður toppslagur í Dominos-deild karla í körfubolta í gærkvöldi þegar Keflavík og Tindastóll mættust í Keflavík í 12. umferð deildarinnar. Liðin vermdu 2. og 3. sætið fyrir leik, með 16 stig. Eitthvað þurfti að gefa eftir og líkt og í fyrstu umferðinni voru það Keflvíkingar sem hirtu sig- urinn og var lokastaðan 95:84. Vitað var fyrir leik að bæði lið væru með nýja leikmenn í sínum röðum. Callum Lawson, flinkur framherji hjá Keflavík, sýndi fína takta en hjá Tindastóli lét Deremy Geiger lítið fyrir sér fara á bekkn- um þar sem tilskilin leyfi fyrir hans þátttöku voru ekki komin í hús. Með liðinu lék hinsvegar áfram Gerald Simmons sem var stigahæstur með 17 stig. En óvíst er með áframhaldandi veru hans á Sauðárkróki og sögur herma að hann sé nú að leita sér að nýju liði. Fullsnemmt er að dæma um áhrif Callum Lawson á það firnasterka lið sem Keflavík teflir fram þetta árið. Þau skipti Tindastólsmanna setur maður kannski frekar spurningarmerki við að skipta út Simmons á meðan liðið er í öðru sæti deildarinnar eftir nokkuð jafna fyrri umferðina. En líkast til er það eitthvað sem Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari liðsins, vill breyta eða bæta og tekur því þátt í því lotterí sem það er að fá nýjan leikmann. En leik- urinn í heild sinni var frábær skemmtun og kræsingar körfu- knattleiks fengu að njóta sín á kostnað varnarleiksins megnið af leiknum. Tilþrif ársins Tilþrif ársins gætu nú þegar verið komin þó svo að aðeins séu liðnir sex dagar af árinu, en Duane Williams hjá Keflavík hóf sig á loft í seinni hálfleik og tróð með til- ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2020 Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Rúmeníu í umspili fyrir lokakeppni EM karla í knattspyrnu 26. mars næst- komandi en leikurinn fer fram á Laugardalsvelli í Reykjavík. Sig- urvegarinn úr þeirri viðureign mætir svo annaðhvort Búlgaríu eða Ungverjalandi á útivelli 31. mars um sæti í lokakeppninni. Það er ekki laust við að maður hafi smá áhyggjur af stöðu mála hjá landsliðinu þessa stundina. Ef Erik Hamrén ákveður að treysta sínum reyndustu leik- mönnum fyrir leiknum mikil- væga gegn Rúmeníu, sem verður að teljast afar líklegt, þá eru margir leikmenn að glíma við meiðsli eða án félags. Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason kláruðu sitt Ís- landsmót í september og Ragnar Sigurðsson er án félags. Ari Freyr Skúlason er að jafna sig á meiðslum en Guðlaugur Victor Pálsson, sem mun að öllum lík- indum leysa stöðu hægri bak- varðar í leiknum, er að spila nán- ast alla leiki með þýska B-deildarliðinu Darmstadt. Jóhann Berg Guðmundsson er að glíma við enn ein meiðslin, Gylfi Þór Sigurðsson á ekki sitt besta tímabil og Aron Einar Gunnarsson er að koma til baka eftir meiðsli. Þá er Birkir Bjarna- son án félags. Kolbeinn Sigþórs- son er í fríi og spilaði síðast í byrjun nóvember. Þá hefur Jón Daði Böðvarsson verið inn og út úr byrjunarliði Milwall á þessu tímabili. Það má því alveg segja að hlutirnir hafi oft litið betur út hjá strákunum en ef eitthvert lið getur komið sér á stórmót í þessu „ásigkomulagi“ þá er það íslenska karlalandsliðið í knatt- spyrnu og það gefur manni bæði trú og von. BAKVÖRÐUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, gæti verið á förum frá Everton en það er Foot- ball Insider sem greinir frá þessu. Miðilinn segist hafa heimildir fyrir því að Carlo Ancelotti, nýráðinn stjóri Everton, vilji selja Íslending- inn til þess að fá inn fjármagn til leikmannakaupa. Football Insider greinir einnig frá því að félagið sé tilbúið að láta Gylfa fara í janúar ef það fái sæmilegt verð fyrir hann en Gylfi er sagður metinn á 25 milljónir punda í dag en hann var keyptur á 45 milljónir punda. bjarnih@mbl.is Verður Gylfi seld- ur frá Everton? AFP Everton Gylfi Þór Sigurðsson var keyptur til félagsins árið 2017. Ungverjar, sem verða andstæð- ingar Íslands í riðlakeppni EM karla í handbolta, verða án tveggja mikilvægra leikmanna á mótinu. István Gulyás, landsliðsþjálfari Ungverja, tilkynnti að Máté Lékai og Richárd Bodó yrðu ekki með vegna meiðsla. Lékai hefur oftar en ekki reynst Íslendingum erfiður. Ísland og Ungverjaland mætast í lokaumferð E-riðilsins miðvikudag- inn 15. janúar en riðilinn er leikinn í Malmö. Danmörk og Rússland eru einnig í riðlinum og fara tvö efstu liðin í milliriðla. Lykilleikmenn heltast úr lestinni Ljósmynd/Ungverska handknattleikssambandið Meiddur Máté Lékai verður ekki með Ungverjum á EM. Blue-höllin, Dominos-deild karla, mánudag 6. janúar 2020. Gangur leiksins: 8:8, 16:12, 20:16, 26:28, 32:32, 41:38, 44:42, 47:47, 56:51, 62:55, 72:60, 78:60, 78:65, 85:73, 85:78, 95:84. Keflavík: Khalil Ullah Ahmad 27/8 fráköst/5 stoðsendingar, Dom- inykas Milka 27/11 fráköst, Deane Williams 13/6 fráköst/3 varin skot, Hörður Axel Vilhjálmsson 12/5 frá- köst/12 stoðsendingar, Callum Reese Lawson 8, Guðmundur Jóns- son 5, Ágúst Orrason 3. KEFLAVÍK – TINDASTÓLL 95:84 Fráköst: 25 í vörn, 8 í sókn. Tindastóll: Sinisa Bilic 18/5 frá- köst, Gerel Simmons 17/6 frá- köst/5 stoðsendingar, Jaka Brodnik 14, Viðar Ágústsson 13/4 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 7, Jasmin Perkovic 6, Pétur Rúnar Birgisson 6/5 stoðsendingar, Friðrik Þór Stef- ánsson 3. Fráköst: 14 í vörn, 7 í sókn. Dómarar: Sigmundur Már Her- bertsson, Leifur S. Garðarsson, Jó- hannes Páll Friðriksson. Áhorfendur: 367. Emil Hallfreðs- son verður ekki í íslenska landsliðs- hópnum í knatt- spyrnu sem er á leið til Bandaríkj- anna í æfingaferð. Ísland mætir El Salvador og Kan- ada í vináttu- landsleikjum dag- ana 15. og 19. janúar en leikið er í Kaliforníu. Emil samdi við ítalska C-deildarliðið Pa- dova um helgina en ítalska C-deildin er í fullum gangi á meðan landsleik- irnir eiga að fara fram og getur Emil því tekið þátt í verkefninu. „Ég hafði verið án félags í 5-6 mánuði og ég vildi komast aftur í fótboltann,“ sagði Emil sem sat fyrir svörum á blaða- mannafundi Padova í gær. „Ég spil- aði þrjá landsleiki og þrjá leiki með FH, stærsta félagi Íslands. Ein- hverjir halda að ég hafi hætt vegna meiðsla, en svo er ekki og ég vil sanna það að ég eigi nóg eftir. Ég vil sýna hvers ég er megnugur og ég get ekki beðið,“ bætti Emil við. Það verður að teljast líklegt að Erik Hamrén, þjálfari Íslands, kalli inn annan leikmann í stað Emils en alls voru sjö nýliðar valdir í hópinn fyrir verkefnið í Bandaríkjunum. sport@mbl.is Emil fer ekki með til Kaliforníu Emil Hallfreðsson Úrvalsdeildarlið Arsenal tryggði sér sæti í fjórðu umferð enska bik- arsins í fótbolta með 1:0-heimasigri á Leeds United úr B-deildinni. Leeds, sem er í toppsæti næst- efstu deildar, var miklu sterkari að- ilinn í fyrri hálfleik og fékk fjölmörg færi til að komast óvænt yfir. Pat- rick Bamford átti besta færi gest- anna en hann negldi boltanum í slána af stuttu færi. Arsenal stóð hins vegar af sér áhlaupið og kom sterkara til leiks í seinni hálfleik. Eftir tíu mínútur af honum var Reiss Nelson bú- inn að skora sig- urmarkið er hann potaði bolt- anum í netið af stuttu færi. Lítið var um opin marktækifæri eftir það og Ars- enal gat fagnað sigri. Í fjórðu umferð keppninnar verða eftirtaldir leikir: Watford eða Tranmere – Wolves eða Man. Utd Hull – Chelsea Southampton – Middlesbrough eða Tottenham QPR – Sheffield Wed. Bournemouth – Arsenal Northampton – Derby Brentford – Leicester Reading eða Blackpool – Cardiff eða Carlisle West Ham – West Brom Burnley – Norwich Bristol Rovers eða Coventry – Birmingham Manchester City – Fulham Rochdale eða Newcastle – Oxford Portsmouth – Barnsley Bristol City eða Shrewsbury – Liverpool. Liðin sem skildu jöfn í 3. umferð mætast aftur 14. og 15. janúar en 4. umferðin er leikin dagana 25. til 27. janúar. Arsenal nægði einn góður hálfleikur  Arsenal áfram í enska bikarnum  Stórliðin sluppu hvert við annað í 4. umferðinni Reiss Nelson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.