Morgunblaðið - 07.01.2020, Page 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2020
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut
Golden Globe-verðlaunin í Los Ang-
eles í fyrrakvöld, 5. desember, fyrir
bestu frumsömdu tónlist við kvik-
mynd, fyrir kvikmyndina Joker.
Þykir nú enn líklegra að Hildur
hljóti tilnefningu til Óskars-
verðlauna fyrir sömu tónsmíðar og
mögulega verðlaunin sjálf, þekkt-
ustu kvikmyndaverðlaun heims.
Samtök erlendra fjölmiðlamanna í
Hollywood, Hollywood Foreign
Press Association, standa að Golden
Globe-verðlaununum sem veitt eru
bæði fyrir það besta í kvikmyndum
og sjónvarpsefni.
Aðeins ein kona hefur áður hlotið
Golden Globe-verðlaunin fyrir bestu
frumsömdu tónlist í kvikmynd, sú
fyrsta var Lisa Gerrard sem hlaut
þau með Hans Zimmer árið 2001
fyrir tónlistina við Gladiator. Hildur
er því fyrsta konan sem hlýtur verð-
launin ein en ekki í samstarfi við
annað tónskáld.
Sópar til sín verðlaunum
Hildur hefur hlotið fjölda verð-
launa fyrir verk sín á undanförnum
árum og fyrir tónlistina við Joker
hefur hún þegar hlotið verðlaun á
kvikmyndahátíðinni í Feneyjum
(sem voru veitt fyrir alla tónlistina í
kvikmyndinni, líka lög eftir aðra),
Satellite-verðlaunin, verðlaun kvik-
myndagagnrýnenda í Phoenix og
Las Vegas í Bandaríkjunum og
Hollywood Music in Media-verð-
launin, auk þess að vera tilnefnd til
nokkurra að auki. Þá gerði Hildur
það gott í fyrra með tónlist sinni við
þættina Chernobyl, hlaut fyrir hana
bandarísku Emmy-verðlaunin og
World Soundtrack-verðlaunin, auk
fjölda tilnefninga, m.a. til Grammy-
verðlaunanna sem veitt verða 26.
janúar næstkomandi.
Enn eru ónefnd verðlaun sem hún
hefur hlotið fyrir eldri verk, m.a.
Edduverðlaun í tvígang fyrir Eiðinn
og Ófærð og verðlaun á Alþjóðlegu
kvikmyndahátíðinni í Peking fyrir
kvikmyndina Journey’s End. Og
þannig mætti áfram telja en lista yf-
ir tilnefningar og verðlaun sem Hild-
ur hefur hlotið má finna á vefsíðunni
Internet Movie Database, imdb.com.
Mögnuð túlkun
Leik- og söngkonan Jennifer Lop-
ez afhenti Hildi gyllta hnöttinn á
Beverly Hilton-hótelinu í Beverly
Hills og sagðist Hildur vera orðlaus
yfir vegsemdinni. Þakkaði hún leik-
stjóra Joker, Todd Phillips, fyrir að
bjóða henni í þetta ævintýralega
ferðalag, treysta henni fyrir verk-
efninu og trúa á hana. Þakkaði hún
einnig aðalleikara myndarinnar,
Joaquin Phoenix, fyrir að auðvelda
sér verkið með magnaðri túlkun
sinni á titilpersónunni, Jókernum.
Þá þakkaði hún einnig samtökunum
sem standa að verðlaununum sem
þykja gefa góða vísbendingu um það
sem koma skal á Óskarnum.
Að verðlaunahátíð lokinni sat
Hildur fyrir svörum og var hún m.a.
spurð að því hvort fyrri kvikmyndir
með Jókernum hefðu veitt henni
innblástur. Sagðist hún telja að saga
persónunnar hefði veitt henni inn-
blástur og frábærar túlkanir ólíkra
leikara á henni í fyrri kvikmyndum
en hún hefði þó ekki viljað vera und-
ir áhrifum frá neinum þeirra. „Það
er alltaf dálítið hættulegt að vísa í
önnur verk þegar þú ferð að kafa of-
an í ákveðna persónu. Ég horfði því
hvorki né hlustaði á túlkanir ann-
arra á henni,“ sagði Hildur.
Blaðamaður kvikmyndavefjarins
The Hollywood Reporter var á
svæðinu og bendir á að þrátt fyrir
ungan aldur (Hildur er fædd árið
1982) hafi Hildur unnið við tón-
smíðar í tæp 20 ár. Hún hefur hlotið
mikla og verðskuldaða athygli und-
anfarna mánuði bæði fyrir Cherno-
byl og Joker og sagði hún á fyrr-
nefndum blaðamannafundi að
undanfarið ár hefði verið dásamlegt
og ótrúlegt að fá slík tækifæri, það
er að semja tónlist við þættina og
kvikmyndina. Í raun stórkostlegt.
Hvað hlut kvenna varðar í þessari
deild kvikmyndalistarinnar, frum-
saminni tónlist, sagðist Hildur hafa
tekið eftir því undanfarin tíu ár eða
þar um bil að konum væri ekki
treyst fyrir umfangsmiklum verk-
efnum. Hins vegar hefði athyglin
beinst í auknum mæli að hlut kvenna
í greininni á undanförnum tveimur
árum og hún án efa notið góðs af því.
„Ég tel fólk opnara núna fyrir því að
treysta konum,“ sagði Hildur.
Kvikmyndin Joker hlaut tvenn
verðlaun þetta kvöld; fyrir besta
leikara í aðalhlutverki í dramatískri
kvikmynd, Joaquin Phoenix, auk
verðlauna Hildar. Myndin hlaut fjór-
ar tilnefningar.
Brýtur blað í sögu hnattarins
Hildur Guðnadóttir varð fyrst kvenna til að hljóta, án samstarfs við aðra, Golden Globe-verðlaunin
fyrir bestu frumsömdu tónlist í kvikmynd, fyrir Joker Segir Joker og Chernobyl einstök tækifæri
AFP
Heiður Hildur Guðnadóttir með verðlaunagripinn, Gyllta hnöttinn.
Kvikmynd Quentins Tarantino,
Once Upon a Time … in Hollywood,
hlaut flest verðlaun á Golden Globe-
hátíðinni að þessu sinni, eða þrenn
talsins. Einhverra hluta vegna var
hún sett í flokk söngva- og gaman-
mynda, þó að hún sé hvorugt, að
mati blaðamanns. Vissulega má þó
finna í henni spaugileg atriði og
hlaut myndin verðlaun sem sú besta
í þeim flokki og einnig fyrir besta
frumsamda handrit og besta karl-
leikara í aukahlutverki, Brad Pitt.
Besta kvikmyndin í dramaflokki
þótti 1917 og hlaut leikstjóri hennar,
Sam Mendes, einnig verðlaun sem
sá besti í faginu. Sjónvarpsþáttarað-
irnar Fleabag og Succession hlutu
tvenn verðlaun hvor og leikkonan
Awkwafina varð fyrst bandarískra
kvenna af asískum uppruna til að
hljóta Golden Globe-verðlaun sem
besta leikkona í söngva- eða gaman-
mynd.
Athygli vakti að þær kvikmyndir
Netflix-streymisveitunnar sem til-
nefndar voru hlutu afar fá verðlaun.
Voru það kvikmynd Martins Scors-
ese, The Irishman, Marriage Story
eftir Noah Baumbach og Two Popes
eftir leikstjórann Fernando Meirel-
les. Laura Dern hlaut verðlaun sem
besta leikkona í aukahlutverki í
kvikmynd fyrir leik sinn í Marriage
Story og Olivia Colman var verð-
launuð sem besta leikkona í drama-
tískri sjónvarpsþáttaröð fyrir túlkun
sína á Elísabetu II. Englandsdrottn-
ingu í The Crown sem Netflix fram-
leiðir.
Dagblaðið The Guardian er meðal
þeirra fjölmiðla sem benda á hversu
skarðan hlut Netflix bar frá borði,
aðeins tvenn verðlaun af 34 sem
verk streymisveitunnar voru til-
nefnd til, 17 í flokki kvikmynda og 17
í flokki sjónvarpsþáttaraða. Þykir
sérstaklega áhugavert að kvikmynd
Scorsese, The Irishman, marglofuð
og margtilnefnd, skyldi engin verð-
laun hljóta. Erfitt er að segja hvað
veldur og var Netflix ekki eina risa-
fyrirtækið sem þurfti að láta í minni
pokann því Disney hlaut ekki verð-
laun fyrir bestu teiknimynd, þrátt
fyrir að hafa framleitt þrjár af þeim
fimm sem tilnefndar voru. Verðlaun-
in hlaut Missing Link.
AFP
Tómhentur Martin Scorsese hlaut
engin verðlaun fyrir The Irishman.
Netflix hunsað?
„Hún er
með mjög
stórt fingra-
far því hún
er svo
glæsilegur
flytjandi líka
og þekkir
svo rosalega
vel hljóð-
færin sem
hún skrifar
fyrir og notar hvað mest.
Sellóið hefur náttúrlega verið í
forgrunni og ýmsar varíasjónir
af sellóum, hún er líka með
sérsmíðuð hljóðfæri sem eru
alveg einstök. Hún er svo
teknískt fær, það er svo mikill
styrkur hjá henni, blæbrigðin
eru svo stór og mikil vegna
þess að hún þekkir tæknina út
í hörgul,“ segir Hilmar Örn
Hilmarsson tónskáld, spurður
að því hvað einkenni tónlist
Hildar.
„Mér finnst hún alveg
dásamleg og mjög Hildar-leg,“
segir hann um tónlistina við
Joker. „Þessi músík er svo
einstök, það er rosalega erfitt
að horfa framhjá því hvað hún
kemur úr sérstakri átt. Þetta
var líka styrkur Jóhanns heit-
ins Jóhannssonar, hann var
ekkert að fylgja hefðum held-
ur bjó þær til og maður getur
séð hvernig hann hefur haft
áhrif á tónsmíðar frá því hann
fór að vekja athygli. Að sjálf-
sögðu eru líkindi milli Jóhanns
og Hildar – og ég er alls ekki
að gera lítið úr Hildi því hún á
þetta svo gjörsamlega ein –
en það sem við getum sagt er
að það sem þau gera er ótrú-
lega flott og einstakt.“
Stórt fingrafar
HILMAR UM HILDI
Hilmar Örn
Hilmarsson
Smiðshöfða 9 , 110 Rvk. logoflex@logoflex.is 577 7701 www.logoflex.is
Ljósaskilti
fyrir þitt fyrirtæki
LogoFlex sérhæfir sig í framleiðslu skilta, prentunum og
smíði úr plasti ásamt efnisölu í plexigleri og álprófílum