Morgunblaðið - 14.01.2020, Page 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 4. J A N Ú A R 2 0 2 0
Stofnað 1913 11. tölublað 108. árgangur
FÆR HILDUR
ÓSKARSVERÐ-
LAUNIN? EKKI NÓGU ÖRUGG
EINAR HÁKONAR-
SON LISTMÁLARI
75 ÁRA Í DAG
ÚTTEKT Á BARNARÚMUM 10 HALDIÐ SÍNU STRIKI 24Í SVIÐSLJÓSINU 14, 29
Gul viðvörun verður í gildi á höfuð-
borgarsvæðinu í dag og eru foreldrar
og forráðamenn barna yngri en 12
ára beðnir að fylgja þeim í skólann
þar sem búist er við því að veðrið
verði slæmt.
Ekkert lát er á óveðrinu sem geng-
ið hefur yfir landið undanfarnar vik-
ur. Síðdegis í gær og í gærkvöldi var
Hellisheiði, Þrengslum, Mosfells-
heiði, Holtavörðuheiði, Vatnsskarði,
Þverárfjalli, Bröttubrekku, Lyng-
dalsheiði, Öxnadalsheiði og fleiri
vegum lokað vegna ófærðar. Þá var
veginum um Ólafsfjarðarmúla lokað
vegna snjóflóðahættu. Fólk er beðið
að fylgjast vel með fréttum af færð
og veðri áður en það heldur í ferða-
lög og út í umferðina.
Í gær var óvissustigi vegna snjó-
flóða lýst yfir á Ísafirði og síðdegis
voru nokkur hús undir Seljalandshlíð
rýmd. Víðar á norðanverðum Vest-
fjörðum var í gærkvöldi talin hætta á
snjóflóðum sem gætu orðið nokkuð
stór.
Landhelgisgæslan vekur athygli á
því að veðurspár gera ráð fyrir að
mjög djúp lægð verði í dag og mið-
vikudag skammt undan Austurlandi
og lágur loftþrýstingur hennar geti
mögulega haft talsverð áhrif á
sjávarstöðu.
Óveður áfram um land allt
Yngri börnum verði fylgt í skóla á höfuðborgarsvæðinu
Morgunblaðið/Sigurður Unnar R.
Veður Vetrarlegt er í Reykjavík eins og alls staðar á landinu.
Sjúkrahótel
» Alls hafa 2.700 ein-
staklingar gist á sjúkrahóteli
Landspítala frá því í maí.
» Meðaldvalartími gesta er
4,6 nætur.
» Nýtingin 85-87%.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Ég held að með þessu úrræði höf-
um við komið í veg fyrir töluvert af
innlögnum á spítalann,“ segir Sól-
rún Rúnarsdóttir, hjúkrunarfræð-
ingur og hótelstjóri á sjúkrahóteli
Landspítala.
Páll Matthíasson, forstjóri Land-
spítalans, sagði í viðtali við Morg-
unblaðið í liðinni viku að tilkoma
sjúkrahótelsins, sem opnað var í
maí síðastliðnum, hefði stytt legu-
tíma á sjúkrahúsinu.
Sólrún segir að nýtingin á
sjúkrahótelinu hafi verið mjög góð.
Hún sé nú 85-87% en hafi dottið
aðeins niður um jól og áramót. Alls
hafa um 2.700 einstaklingar gist á
sjúkrahótelinu frá því það var opn-
að.
Sólrún segir að meira og minna
hafi verið fullbókað á hótelinu frá
opnun og hópurinn sem nýti sér
þjónustuna sé afar fjölbreyttur.
Hún kveðst telja að það muni um
að margir flytji sig yfir á sjúkra-
hótelið eftir að hafa farið í aðgerðir
en meira þurfi til. Meðaldvalartími
á sjúkrahótelinu er 4,6 nætur.
Koma í veg fyrir innlagnir
Nýting á sjúkrahóteli Landspítala hefur verið 85-87% frá því það var opnað í
maí í fyrra Styttir legutíma á Landspítala Meðaldvalartími gesta er 4,6 nætur
MNýting sjúkrahótels »4
Ísland er komið áfram í milliriðil Evrópumóts
karla í handknattleik eftir að glæsilegur sig-
ur vannst á Rússum, 34:23, í Malmö í gær og
Danir gerðu jafntefli við Ungverja, 24:24. Ís-
land er með fjögur stig eftir tvær umferðir,
Ungverjaland þrjú, Danmörk eitt en Rúss-
land ekkert og nú stendur baráttan á milli
Ungverja og Dana um hvort liðið fylgir Ís-
lendingum áfram úr riðlinum. Björgvin Páll
Gústavsson, markvörður Íslands, hafði fulla
ástæðu til að fagna vel eftir frábæra frammi-
stöðu liðsins gegn Rússum. »26-27
Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson
Glæsilegur sigur á Rússum og Ísland er komið áfram á EM
Sérfræðingar telja ekki útlit fyr-
ir raunverðshækkanir á sérbýli á
höfuðborgarsvæðinu í ár. Er talið
að hlutfallslega lítið framboð af
nýju sérbýli hafi ekki áhrif til
hækkunar. Talning Samtaka iðn-
aðarins í haust sýndi að 328 sér-
býli voru þá fokheld eða lengra
komin á svæðinu. Til samanburðar
voru þar 4.656 íbúðir í fjölbýlis-
húsum á sama stigi. Það þýðir að
14,2 íbúðir eru komnar á þetta
stig fyrir hvert sérbýli sem er
jafnlangt komið, en fjöldi einbýlis-
húsa er smíðaður af einstaklingum
til eigin nota og fer því ekki í al-
menna sölu. »12
Talið að verð sér-
býlis hækki ekki í ár