Morgunblaðið - 14.01.2020, Side 6

Morgunblaðið - 14.01.2020, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2020 HÁDEGIS- TILBOÐ Mánudaga-föstudaga kl. 11.00-14.30 Borðapantanir í síma 562 3232 Verð frá 990 til 1.990 kr. Verði samningurinn samþykktur gildir hann til 30. september 2023. Safna í mínútubanka Samið var um styttingu vinnuvik- unnar með þeim hætti að frá 1. apríl 2020 mun hver vinnudagur styttast um 13 mínútur. Í umfjöllun VLFA kemur fram að Akraneskaupstaður og VLFA eru sammála um að vinna að því að taka upp svokallaðan mín- útubanka þar sem starfsmenn geta safnað sér upp mínútum sem birtist á launaseðli starfsmanns. Nokkrir kostir verði í boði um hvernig starfs- menn muni nýta sér uppsöfnun á 13 mínútna styttingu á dag. Fólk getur stytt hverja vinnuviku um 65 mínútur eða safnað upp í heila daga. omfr@mbl.is fullu starfshlutfalli fá 151.000 kr. greiddar út 1. febrúar fyrir aftur- virkni og þennan nýja félagssjóð. Kjarasamningurinn er sá fjórði sem samninganefnd sveitarfélaganna hefur gert í yfirstandandi kjarasamn- ingalotu en sveitarfélögin sömdu við sambönd og félög iðnaðarmanna inn- an ASÍ í nóvember. Inga Rún Ólafs- dóttir, sviðsstjóri kjarasviðs Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, gerir sér vonir um að nýgerður samningur við VLFA verði til að greiða fyrir gerð fleiri kjarasamninga en sveitar- félögin eiga enn ósamið við þorra við- semjenda eða 63 stéttarfélög sem eiga ólokið 41 samningi. Samningur- inn við VLFA er að sögn hennar á sömu nótum og lífskjarasamningarn- ir. Nýgerður kjarasamningur Verka- lýðsfélag Akraness (VLFA) og samn- inganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga gildir frá 1. janúar sl. en samkomulag náðist um sérstaka 90 þúsund kr. leiðréttingu vegna aftur- virkni samningsins, sem kemur til út- borgunar 1. febrúar. Einnig var sam- ið um svokallaðan félagssjóð „sem virkar þannig að launagreiðandi greiðir mánaðarlega framlag í fé- lagsmannasjóð sem nemur 1,5% af heildarlaunum starfsmanna. Greiðsla úr sjóðnum fer fram 1. febrúar ár hvert. En fyrsta greiðsla úr sjóðnum kemur strax til útborgunar 1. febrúar næstkomandi og verður sú upphæð 61.000 kr. fyrir fullt starfshlutfall,“ segir í umfjöllun VLFA um samning- inn. Samtals muni því starfsmenn í Morgunblaðið/Eggert Kjaravetur Ríkið og sveitarfélögin eiga enn ósamið við mikinn fjölda félaga opinberra starfsmanna og ASÍ-félög. 90 þús kr. leiðrétting og framlag í félagssjóð  Vonar að nýr samningur við VLFA opni á gerð fleiri Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Næstu daga má búast við umhleyp- ingum í veðri og sterkum áhrifum af lægðum sem koma úr suðvestri. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Veðurvakt- inni um tíðarfarið að undanförnu, sem einkennst hefur af snjó- komu og hvass- viðri. Eitthvað mun lægja undir næstu helgi, en langtímaspár gera ráð fyrir því að veltingurinn í veðrinu haldi áfram. Styrkurinn eflist Samgöngur á landinu röskuðust mikið um helgina. Stórhríð var víða og hífandi rok, svo leiðir lokuðust, bílar fór út af vegum, farþegar urðu innlyksa í þotum á Keflavíkur- flugvelli og svo mætti áfram telja. Allt er þetta með sama svip og verið hefur frá 30. desember þegar urðu straumhvörf í meginhringrás norð- urhvelsins. „Á veturna er vestlæg átt ríkjandi umhverfis allt norðurhvelið og sú hringrás stjórnar veðrakerfunum,“ segir Einar. „Framan af hausti var þessi hringrás ýmist veik að styrk eða í meðallagi og stundum raunar löskuð eða uppskipt. Frá því skömmu fyrir áramót hefur þessi hringrás hins vegar eflst að styrk, meðal annars vegna þess að inn á Atlantshafið hefur komið hálofta- kuldi á þekktum slóðum við vest- anvert Grænland og Labrador.“ Einar Sveinbjörnsson segir enn- fremur að þessi öfluga hringrás hafi átt sinn þátt í myndun djúpra lægða sem berast undan öflugum hálofta- vindi út á Atlantshaf. Flestar fara beint í áttina til Íslands, með þeim birtingarmyndum sem landsmenn hafa séð og reynt frá því fyrir ára- mót. Síðasta lægðin sem nú gengur yfir stefnir þó fremur á Færeyjar en Ísland. Vindáttin hér á landi verður þá af NA í stað þess að vera suðlæg eins og verið hefur undan- farið. Svipar til ársins 1989 Til er mælikvarði á styrk hálofta- vindanna úr vestri sem berast að Íslandi, það er svokölluð NAO- sveifla. Sveifla þessi hefur verið já- kvæð frá straumhvörfunum sem urðu fyrir áramótin og spár gera ráð fyrir að svo verði áfram næstu viku til tíu daga. Því fylgir, að sögn Einars, áframhaldandi lægðagang- ur við landið með stormum og úr- komu, eins og gjarnan fylgir öfl- ugum vestanvindum. Aðstæður í veðráttunni nú eru óvenjulegar en hreint ekkert eins- dæmi. Í því sambandi minnir Einar á fyrstu mánuði ársins 1989. Þá var mjög snjóþungt bæði sunnanlands og vestan og meðal annars var Hellisheiðin lokuð í um það bil mán- uð. „Árið 1989 gekk þessi hringrás í veðrinu allan veturinn, það er frá ársbyrjun og fram í apríl. Aðstæð- urnar núna eru því ekkert eins- dæmi þótt ég sé alls ekki að segja að þróunin nú, 31 ári síðar, verði al- veg á sömu lund,“ segir Einar. Sterk hringrás stjórnar lægðunum  Umhleypingarnir halda áfram  Veltingur í veðrinu frá því síðan fyrir áramót  Stundum stór- hríð og hífandi rok  Lægðir koma frá Grænlandi og Labrador  Sú næsta stefnir á Færeyjar Morgunblaðið/Sigurður Unnar Ragnarsson Óveður Dimm él og dæmigert janúarveður í Reykjavík. Myndin er tekin við Sæbrautarvitann sem lýsir upp leiðir. Einar Sveinbjörnsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.