Morgunblaðið - 14.01.2020, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2020
Á vefnum andriki.is var á dögun-um fjallað um kolefnisjöfnun,
innflutta og innlenda. Þar segir að
vegna „orkutilskipana ESB er
skylda að
blanda orku-
snauðu og
dýru lífeldis-
neyti í bensín
og díselolíu
hér á landi.
Ríkið niður-
greiðir innflutning á þessum
íblöndunarefnum með 90 króna
skattaívilnun á hvern lítra þeirra.
Ríkissjóður eyðir um 1,5 millj-
örðum króna í þetta á ári. Þær
skatttekjur áttu upphaflega að fara
í vegagerð. Með hertum reglum frá
ESB sem innleiddar hafa verið í
blindni og taka gildi í lok þessa árs
gæti kostnaður ríkisins af þessu
orðið yfir tveir milljarðar á ári“.
Þá er bent á að Íslendingar hafináð miklum árangri í notkun
endurnýjanlegrar innlendrar orku.
Þetta á við um bílana, þar sem hlut-
fall innlendrar endurnýjanlegrar
orku fer vaxandi, en einkum al-
mennt: „Ísland er heimsmethafinn í
notkun endurnýjanlegrar orku á
öllum sviðum með yfir 80% hlutfall.
Á meðan er ESB í kjallaranum með
um 17% sem er svipað hlutfall og Ís-
land hafði 1943! Ísland hefur því
ekkert við þessa óhagkvæmu
íblöndun frá ESB að gera og inn-
leiðing reglna ætti að taka mið af
því.“
Loks segir Andríki að kostnaðurvið að kolefnisjafna einn lítra
af lífeldsneyti sé um 180 krónur.
Kolviður bjóði hins vegar fulla
kolefnisjöfnun á bensínlítranum á
tæpar fimm krónur og votlendis-
sjóður á 12 krónur.
Allt þetta hlýtur að vekja spurn-ingar hjá stjórnvöldum og
þingmönnum um þá ákvörðun að
elta íblöndunarstefnu ESB.
Rándýr innflutt
kolefnisjöfnun
STAKSTEINAR
Störf Alþingis eru að hefjast eftir
jólahlé þingmanna. Forsætisnefnd
þingsins fundaði í gær og nefnd-
adagar hefjast í dag, þriðjudag, og
standa út vikuna. Fyrsti þingfundur
eftir jólahlé verður mánudaginn 20.
janúar kl. 15 og hefst þá vorþingið.
Samkvæmt starfsáætlun Alþingis
fyrir 150. löggjafarþingið mun þing-
ið starfa fram undir miðjan júní.
Síðasti þingfundur er áformaður
miðvikudaginn 10. júní. Páskahlé
verður gert frá 3. til 20. apríl. Alls
er gert ráð fyrir 53 þingfundar-
dögum fram að þingfrestun. Fyrri
umræða um fjármálaáætlun verður
24. mars og 25. mars. Skýrsla utan-
ríkisráðherra um utanríkismál og
umræður um hana eru á dagskrá
fimmtudaginn 7. maí. Almennar
stjórnmálaumræður (eldhúsdagur)
fara fram 3. júní.
Eins og algengt hefur verið er
óvíst að starfsáætlun þingsins haldi
og mögulegt er að þingið starfi eitt-
hvað lengur fram í júní.
Síðasti fundur Alþingis fyrir
jólahlé var 17. desember. „Það er
ánægjulegt að á þessu haustþingi
hefur okkur í meginatriðum tekist
að halda okkur innan starfsáætl-
unar þingsins. Skeikar þar aðeins
um tvo þingfundadaga,“ sagði
Steingrímur J. Sigfússon þingfor-
seti þegar hann frestaði þinginu.
sisi@mbl.is
Þingstörf að hefjast eftir jólahlé
Fyrsti þingfundur á mánudag Þingfrestun er áætluð 10. júní
Morgunblaðið/Eggert
Góð þjónusta í tæpa öld 10%afslátturfyrir 67 áraog eldri
Flugvallarþjónusta
BSR sér um að skutla þér út á flugvöll og aftur heim þegar þú ferð til útlanda.
5-8 manneskjur
19.500 kr.
1-4 manneskjur
15.500 kr.
Verð aðra leið:
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Íslenskur karlmaður sem handtekinn
var í Torrevieja á Spáni í gær verður
leiddur fyrir dómara á morgun. Hann
er grunaður um að hafa orðið íslensk-
um sambýlismanni móður sinnar að
bana aðfaranótt sunnudags.
Beatriz Garcia, upplýsingafulltrúi
lögreglunnar í Alicante, sem RÚV
ræddi við, vill ekki svara því hvort
maðurinn hafi játað sök. Samkvæmt
fréttavef Informacion mun maðurinn
hafa komist inn á heimili móður sinn-
ar og stjúpföður með því að klifra yfir
vegg. Til átaka kom á milli mannanna
tveggja, sem endaði með því að stjúp-
faðirinn, sem var 66 ára gamall, féll á
glugga með þeim afleiðingum að
glugginn brotnaði.
Maðurinn hlaut fjölda áverka við
fallið og lést á slysstað. Samkvæmt
Informacion var fyrst um sinn talið að
um manndráp af gáleysi hefði verið að
ræða.
Eftir frekari rannsókn lögreglu er
vitnisburður móðurinnar um atburði
hins vegar ekki talinn standast. Í frétt
Informacion segir að staðsetning
glerbrota, sem og stungusár á líkama
mannsins, sem ekki megi rekja til
glerbrotanna, bendi til annars.
Lögregla bíður niðurstöðu krufn-
ingar.
Myrti stjúpföður
sinn á Spáni
Íslendingur í haldi lögreglunnar
Torrevieja Borgin er á Costa Blanca, um 50 km frá borginni Alicante.