Morgunblaðið - 14.01.2020, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2020
Sími 555 2992 og 698 7999
Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra
Gott fyrir:
• Maga- og þarmastarfsemi
• Hjarta og æðar
• Ónæmiskerfið
• Kolesterol
• Liðina
Læknar mæla með selaolíunni
Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð
Óblönduð
– meiri virkni Selaolía
Égheyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en
konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika
í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð
að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar
breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið
niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað
áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var
með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir
að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og
húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað
Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni
bætta líðan og heilsu.
Guðfinna Sigurgeirsdóttir.
„Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga
á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Neytendastofa hefur fylgt eftir
átaksverkefni sem gert var árið 2015
þar sem skoðað var öryggi barna-
rimlarúma og barnaferðarúma. Um
var að ræða evrópskt samstarfsverk-
efni.
„Fjöldi barnarúma var skoðaður
og voru 23 barnarimla- og ferðarúm
send til prófunar. Niðurstöðurnar
sýndu að 87% þeirra stóðust ekki
lágmarkskröfur um öryggi. Í flest-
um tilfellum eða 74% vantaði mik-
ilvægar merkingar eða upplýsingar
með rúmunum,“ segir í umfjöllun um
niðurstöðurnar á vef Neytendastofu.
Fram kemur að einnig komu í ljós
hönnunargallar á rúmunum þar sem
30% þeirra voru með of stór bil eða
op þar sem hætta var á að barn gæti
fest sig eða slasast alvarlega.
„Til að mynda má op eða bil á milli
rimla á rúmum ekki vera stærra en
6,5 cm. Ef það er stærra er hætta á
slysum þar sem höfuð barnsins get-
ur fest. Þá má bil á milli hliðar og
dýnu aldrei verða meira en 3 cm. Ef
bilið er stærra gæti höfuð barns farið
á milli dýnu og rúms þannig að hætta
verður á köfnun,“ segir þar.
Niðurstöður evrópska átaksverk-
efnisins sem ráðist var í árið 2015
vöktu athygli á sínum tíma. Þar kom
fram að 80% rúmanna voru talin
hættuleg börnum og helmingur
þeirra var svo stórhættulegur að
hann var innkallaður. „Í kjölfarið var
unnið að því að bæta og herða kröfur
um öryggi rimla- og ferðarúma. Því
taldi Neytendastofa nauðsynlegt að
fylgja verkefninu eftir og athuga
hvort skýrari kröfur til framleiðsl-
unnar skiluðu sér í öruggari barna-
rimla- og ferðarúmum,“ segir á vef-
síðu Neytendastofu.
Hertar kröfur
Herdís L. Storgaard, forstöðu-
maður Mistöðvar slysavarna barna,
segir í samtali við Morgunblaðið að
þarna sé verið að kanna barnarúm
sem eru til sölu í verslunum. Margt
þurfi að hafa í huga þegar tryggja á
öryggi barnarúma. Í dag sé vel
þekkt hvernig örugg barnarúm og
svefnumhverfi barna þurfi að vera.
Oft sé fólk hins vegar að taka úr
geymslu gömul rúm eða vöggur fyrir
börn sem eru varasöm, m.a. rimlarn-
ir og botn rúmanna, sem þarf að vera
gegnheill. „Evrópusambandið hefur
á seinustu árum endurskoðað og
uppfært sína staðla og m.a. gert
auknar kröfur um botnplötuna á
ungbarnarúmum og rimlana, sem
voru þannig í gamla daga að börnin
gátu fest höfuðið á milli þeirra og af
því hlutust nokkur dauðaslys. Því
var málinu breytt og settar þær
kröfur að bilin á milli rimla á barna-
rúmum megi aldrei vera meiri en
4,5-6 sentimetrar,“ segir hún.
Ungbarnavöggur standast heldur
ekki alltaf þær kröfur sem gerðar
eru í dag og minnir Herdís á að
Neytendastofa setti nýlega sölubann
á vöggur sem Blindrafélagið hefur
verið að framleiða. Þar þurfti því að
breyta framleiðslunni í samræmi við
þá staðla og öryggiskröfur sem sett
hafa verið.
Dýnur séu öndunarprófaðar
Einnig þarf að gæta að því að dýn-
ur í vöggum og barnarúmum fylli al-
gerlega út í hliðarnar og að yfirborð
dýnanna hafi verið öndunarprófað
vegna köfnunarhættu. Kornabörn
sem velta sér á grúfu geta lent í and-
nauð ef dýnurnar uppfylla ekki
fyllstu öryggiskröfur og hafa verið
öndunarprófaðar.
Herdís segir að þegar gömul rúm
eru tekin í notkun úr geymslum fari
foreldrar oft til dýnuframleiðenda og
láti sníða nýja dýnu í rúmið, en átti
sig ekki á því að það geti verið mjög
hættulegt öryggi barnsins því engin
trygging sé fyrir því að dýnurnar
standist þessar nýju kröfur sem
gerðar eru.
87% barnarúma stóðust ekki kröfur
Neytendastofa kannaði öryggi barnarimlarúma og barnaferðarúma Tók 23 rúm til prófunar
30% voru með of stór bil eða op þar sem hætta var á að barn gæti fest sig og slasast alvarlega
AFP
Öryggi Oft vantar mikilvægar merkingar eða upplýsingar með rúmunum.
Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn
Haugasjór og hvassviðri var við
Brekknasand í Þistilfirði aðra
helgina í janúar og gengu öldur
lengra upp á sandinn en göngu-
fólk bjóst við og fékk væna gusu
upp að hnjám. Á sandinum veltust
vatnamýsnar um, brúnir hnettir af
ýmsum stærðum.
Vatnamýs eru fremur sjald-
gæf fyrirbæri á Íslandi, segir á vef
Náttúrufræðistofu Norðaust-
urlands, en þær myndast þegar
mosi veltist í ferskvatni vegna
ölduhreyfinga í stöðuvötnum eða
vegna strauma í straumvötnum.
Verða þá til vöndlar, oftast kúlu-
laga, en geta líka verið sívaln-
ingar eða sporöskjulaga.
Vatnamýs finnast oftast við
vatns- eða árbakka en hafa þó
fundist í sjávarfjörum og hafa þá
borist til sjávar með straumvötn-
um en Hafralónsá rennur til sjáv-
ar þarna við Brekknasand.
Óveðrið bjó til óvenjulegt landslag á Brekknasandi í Þistilfirði
Vatnamýs
veltast um
sandinn
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir