Morgunblaðið - 14.01.2020, Síða 18
✝ Gréta fæddistá Kleifum í
Seyðisfirði 10.
desember 1938.
Hún lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans 3. janúar
2020.
Gréta bjó á upp-
vaxtarárum sínum
með fjölskyldu
sinni á Ísafirði en
hún samanstóð af
foreldrum, Aðalsteini Sigurðs-
syni skipasmið og Möru Bald-
eyju Markúsdóttur, konu hans,
ásamt eldri systrum, Sigríði
Maríu og Kristínu Herborgu og
Trausta sem var yngstur þeirra
systkina.
Gréta fór í Verslunarskóla
Íslands og tók verslunarpróf og
fór svo í Hjúkrunarkvennaskóla
Stykkishólmi og Búðardal
áður en þau fluttu búferlum
vegna frekara náms til Skot-
lands 1972 og dvöldu þau þar
í eitt ár. Svo lá leiðin til Nor-
egs þar sem fjölskyldan
dvaldi í tvö ár í góðu yfir-
læti. Þá sneri Gréta aftur til
Íslands með börnin og hóf að
kenna við Nýja Hjúkr-
unarskólann en Árni dvaldi
einn vetur til viðbótar í Sví-
þjóð vegna vinnu. Við heim-
komu fluttu þau í Mosfells-
sveit. Árni veiktist svo
fljótlega eftir heimkomu og
lést svo langt fyrir aldur
fram árið 1980. Gréta bjó
áfram í Mosfellssveit með
börnum sínum og hóf að
vinna við Heilsugæsluna í
Mosfellssveit og varð svo
hjúkrunarforstjóri á Reykja-
lundi þar sem hún starfaði út
starfsævina. Gréta var fé-
lagslynd, starfaði í ýmsum
nefndum og naut sín vel á
þeim vettvangi.
Útför Grétu fór fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Íslands og lærði
hjúkrun. Eftir
námið fór hún í
framhaldsnám til
Noregs og kynntist
þar eiginmanni sín-
um Árna Kárasyni
dýralækni og
gengu þau í hjóna-
band 1964. Árið
eftir fæddist þeim
sonur, Kári, og
1967 eignuðust þau
dóttur, Herborgu. Hún er gift
Erni Marinó Arnarsyni, þeirra
börn eru: Birta Sif, fædd 1994,
unnusti Þorfinnur Gústaf Þor-
finnsson, þeirra sonur er Sölvi
Marinó, fæddur 2019. Árni
Steinn, fæddur 1997, og hans
unnusta er María Ramos. Ari
Marinó, fæddur 2003.
Gréta og Árni bjuggu bæði í
Elsku mamma, ég trúi því
varla ennþá að þú sért farin í
Sumarlandið! Ég er búin að
hugsa það síðustu daga að ég
þurfi nú að fara að heyra í þér,
hringja í þig en svo man ég eftir
því að þú ert ekki lengur hér.
Ég man þegar ég var lítil hvað
ég hugsaði oft um það hvað þú
værir glæsileg og kynnir ráð við
öllu. Sama hvað amaði að og
mér þóttu vandamálin stór þá
varst þú alltaf með svörin og
lausnirnar á hreinu. Þú varst
alltaf svo sterk og sjálfstæð og
hvattir okkur Kára áfram hvað
sem á dundi. Ég sé þetta í öðru
ljósi núna þegar ég er sjálf kom-
in yfir þann aldur, sem þú varst
á þegar pabbi dó, hvað þú hefur
verið mikil hetja! Kona á besta
aldri ein með tvo unglinga og
ekki með mikið milli handanna
en það kom ekki að sök, við
fengum mikinn stuðning frá þér
og þú meira að segja keyptir bíl
fyrir okkur, svo við kæmumst
nú saman í skólann. Þú fórst í
framhaldsnám og bættir við þig
á þessum erfiða tíma til þess að
geta hugsað betur um fjölskyld-
una þó að það væri þér og okkur
erfitt oft á tíðum. Það voru líka
ófá partíin sem þú leyfðir okkur
að halda, alltaf stóðu dyrnar
opnar fyrir okkur og alla okkar
vini, þú varst í bakgrunninum og
passaðir að allt færi vel fram.
Þegar ég flutti svo að heiman og
bjó erlendis þá héldum við alltaf
mjög góðu sambandi með mörg-
um símtölum og sendibréfum,
sem er núna ómetanlegt að ylja
sér við að lesa. Þú varst líka svo
frábær amma, alltaf boðin og
búin að passa og vera með börn-
unum, bjóst til alls kyns ævin-
týri við hvert fótmál. Bara ein-
föld gönguferð breyttist í
ævintýraferð sem krakkarnir
nutu og þú sagðir þeim alls kyns
sögur. Þú lagðir mikið upp úr
því að kenna þeim bænir og allt-
af endaðir þú símtölin eða sam-
tölin á að segja Guð geymi þig
og Ari minn segir þetta ennþá.
Ég er svo fegin að við náðum að
fara saman í ferðina góðu til
Skotlands þó að veikindin hafi
verið byrjuð að gera vart við sig
þar, þá er það svo dýrmæt ferð.
Undir það síðasta var líkaminn
farinn að gefa sig meir og meir
en hugurinn ennþá svo skýr. Þú
beiðst eftir því að hitta lang-
ömmuprinsinn hann Sölva Mar-
inó og sagðir við mig þegar hann
fæddist ekkert er fallegra en
Birtu- og Tobbasonur. Þú varst
svo ánægð fyrir þeirra hönd. Ég
veit að það á eftir að vera erfitt
að geta ekki tekið upp símann
og heyrt í þér eða að geta skot-
ist aðeins til þín en ég veit að þú
ert komin í Sumarlandið góða
með pabba og öllum hinum. Ég
kveð þig, elsku mamma mín,
með þeim orðum sem þú sagðir
alltaf við okkur: Guð geymi þig.
Þín dóttir
Herborg.
Elsku amma, við munum
sakna þín. Við minnumst þín á
svo ótal marga vegu: ferðir á
Brekku, segjandi okkur þjóð-
sögur, kryddbrauð úr Mosfells-
bakaríi, horfandi á Formúlu 1 og
skíðaskotfimi og hve traust þú
varst er aðeins brot af minning-
unum sem við geymum um þig.
Þú kenndir okkur ótal margt um
lífið og fyrir það erum við þér
ævinlega þakklát. Við vitum að
þér líður vel núna og þú vakir
yfir okkur nú og að eilífu.
Nú legg ég augun aftur,
ó Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Í nafni Guðs föður, sonar og
heilags anda.
Guð geymi þig.
Birta Sif, Árni Steinn
og Ari Marinó.
Gréta Aðalsteinsdóttir, hjúkr-
unarfræðingur, vinkona og
skólasystir mín er látin. Með fá-
einum orðum langar mig að
minnast hennar og kveðja. Við
vorum jafnaldra og skólasystur
á Ísafirði. Seinna þegar við vor-
um báðar í Reykjavík í námi
höfðum við líka töluvert sam-
band. Svo skildi leiðir okkar um
tíma eins og gengur, við fórum
að vinna þau störf sem við höfð-
um valið okkur, hún sem hjúkr-
unarfræðingur og ég sem leik-
skólakennari. Kynni okkar
Grétu endurnýjuðust svo aftur
þegar Árni maður hennar var
ráðinn dýralæknir í Dalasýslu.
Við höfðum þá mikið samband,
áttum börn á líkum aldri sem
urðu góðir félagar. Við Gréta
hittumst oft til að spjalla saman.
Gréta var mjög hreinskilin og
ófeimin við að láta skoðun sína í
ljós. Gréta var ákveðin og rösk í
fasi en hlýleg og nærgætin þeg-
ar þess þurfti við. Hún var fljót
að koma auga á spaugilegar
hliðar á tilverunni, bæði hjá
sjálfri sér og öðrum. Við gátum
hlegið og skemmt okkur yfir
einhverju sem við hefðum aldrei
sagt neinum öðrum. Við rædd-
um einnig alvörumál og ýmis
hugðarefni okkar. Oft voru það
ýmis framfara- og menningar-
mál í byggðinni. Það var gott að
eiga Grétu að vin, við vorum
ekki alltaf sammála en aldrei
bar skugga á vináttu okkar þess
vegna.
Gréta fór fljótlega að vinna á
heilsugæslunni í Búðardal og
um tíma þegar læknislaust var í
héraðinu og læknir í Stykkis-
hólmi átti að sinna því þá fór
hún í vitjanir að beiðni hans og
eftir hennar lýsingu á veikindum
sjúklinga ákvað læknirinn lyfja-
gjöf eða hvernig bregðast skyldi
við. Gréta afgreiddi þá tiltekin
lyf og fylgdist með sjúklingum.
Eftir að Gréta og Árni fluttu til
Reykjavíkur hittumst við öðru
hvoru og höfðum alltaf sam-
band. Gréta missti mann sinn
langt um aldur fram eftir erfið
veikindi. Starfsferill Grétu var
farsæll. Um árabil var hún m.a.
hjúkrunarforstjóri á Reykja-
lundi. Eftir starfslok starfaði
hún mikið í Félagi eldri borgara
í Mosfellsbæ og var í stjórn fé-
lagsins. Ég vil að lokum þakka
Grétu vináttu og samfylgd gegn-
um árin og sendi börnum henn-
ar, Kára og Herborgu og fjöl-
skyldunni allri innilegar
samúðarkveðjur.
Þrúður
Kristjánsdóttir.
Gréta
Aðalsteinsdóttir
✝ IngibjörgÁgústsdóttir
fæddist í Land-
eyjum 25. febrúar
1933. Hún lést á
Landspítalanum
Fossvogi 17. des-
ember 2019.
Foreldrar henn-
ar voru þau hjónin
Ágúst Guðlaugsson
frá Búðarhóli í
Austur-Landeyjum,
fæddur 14. ágúst 1903, lést 26.
ágúst 1991 og Steinunn Guð-
munda Ólafsdóttir frá Kirkju-
landi, fædd 4. apríl 1904, lést
12. október 1996. Systkini henn-
ar eru Ingvi Guðlaugur Ágústs-
son, fæddur 29. ágúst 1934 og
Gréta Ólafía Ágústsdóttir, fædd
14. febrúar 1936.
Ingibjörg giftist 16. desem-
ber 1956 Þorsteini Guðlaugs-
syni frá Vík í Mýrdal, fæddur
24. ágúst 1933, lést 30. júlí 1999.
Birna Jóna Magnúsdóttir. Dæt-
ur þeirra eru Díana María,
fædd 1997 og Harpa Lind, fædd
1998.
Yngst er Berglind, fædd 13.
maí 1970. Eiginmaður hennar
er Hallur Eiríksson. Börn Berg-
lindar og Halls eru: Þorsteinn,
fæddur 1988. Sambýliskona
hans er Sigríður Diljá Blöndal,
fædd 1990, synir þeirra eru
Viktor Elí, fæddur 2012 og
Hallur Frank, fæddur 2015.
Dóttir Berglindar og Halls er
Steinunn Sara, fædd 1994. Fyrir
átti Hallur dótturina Guðbjörgu
Rut. Sambýlismaður hennar er
Ágúst Flóki Þorsteinsson.
16 ára gömul flutti Ingibjörg
til Reykjavíkur og réð sig í vist
hjá Guðmundi Hlíðdal, póst- og
símamálastjóra, í eitt ár en
snéri síðan aftur á heimaslóðir.
Þá vann hún einnig í bakaríinu
á Hellu og svo á Hótelinu í
Skógum og einnig á gamla hót-
elinu á Kirkjubæjarklaustri á
sumrin. Fyrir utan húsmóð-
urstörfin vann hún einnig í
mörg ár við ræstingar hjá Saka-
dómi Reykjavíkur og einnig hjá
Ferðaskrifstofu ríkisins.
Útförin fór fram í kyrrþey.
Saman áttu Ingi-
björg og Þorsteinn
þrjú börn. Elst er
Steinunn Ágústa
Þorsteinsdóttir,
fædd 4. apríl 1956,
eiginmaður hennar
er Grétar Kjart-
ansson, fæddur 10.
apríl 1953. Börn
þeirra eru: Ingi-
björg Ágústa, fædd
1975, synir hennar
eru Breki, fæddur 1997 og Loki,
fæddur 2012, Erla, fædd 1979
og Kjartan Fannar, fæddur
1982. Sambýliskona hans er
Ásta Birna Gunnarsdóttir, son-
ur þeirra er Úlfur, fæddur 2018.
Fyrir átti Grétar soninn Hlyn
Inga, eiginkona hans er Elma
Benediktsdóttir og börn hans
eru Júlíus Kjartan, Henrý Jarl
og Herdís Rún.
Jakob er fæddur 24. nóv-
ember 1957. Eiginkona hans er
Elsku amma mín, með þessum
fáu orðum langar mig að kveðja
þig og þakka þér fyrir allar sam-
verustundirnar okkar. Það er
alltaf sárt að kveðja en ég er viss
um að þér líður betur núna í
faðmi afa og Lukku okkar.
Þú tókst alltaf svo vel á móti
mér á Kambsveginum, þú varst
góð heim að sækja og mér leið
alltaf vel í kringum þig. Þú hafðir
einstakan húmor og þér fannst
alltaf gaman að segja mér sögur
af þér sem ungri konu, og þá
fyrst og fremst til að gefa mér
ráð í ástamálum. Þrátt fyrir veik-
indi þín hélstu alltaf í þinn ein-
staka húmor og ég mun seint
gleyma þeirri stundu sem ég
heimsótti þig á taugadeild Land-
spítalans og þú tilkynntir mér
það að þú værir búin að finna
gott mannsefni fyrir mig og
krafðist þess að fá mynd af mér
til að hafa við höndina á spít-
alanum til að sýna drengnum, ég
meina hversu frábær er hægt að
vera!
Ég mun halda fast í allar góðu
minningarnar og má þar meðal
annars nefna allar þær stundir
sem við áttum saman í kartöflu-
garðinum góða þar sem þú
bauðst alltaf upp á kræsingar,
heimsins bestu pönnukökur og
heitt súkkulaði á brúsa. Þú varst
mjög heimakær og áttir það til
að einangra þig svolítið seinustu
árin og forðast að fara á staði
það sem var margmenni og þess
vegna finnst mér svo dýrmætt að
þú hafir ákveðið að vera viðstödd
þegar ég útskrifaðist úr mennta-
skóla á sínum tíma.
Takk amma fyrir allar þessar
yndislegu minningar sem við eig-
um saman, ég elska þig!
Þín ástkæra dótturdóttir,
Steinunn Sara.
Elsku mamma, þótt það sé
sárt að kveðja, þá var hvíldin
kærkomin fyrir þig. Þú varst bú-
in að glíma við erfið veikindi síð-
astliðið ár. Greiningu á veikind-
um þínum fékkstu í október
síðastliðnum, MND var raunin,
sjúkdómurinn var farinn að taka
af þér allan mátt og þar á meðal
áttirðu erfitt með að tjá þig. Erf-
itt var fyrir þig að geta ekki tjáð
þig almenninga þar sem þú hafð-
ir mikla þörf fyrir að koma skoð-
unum þínum á framfæri.
Það er margs að minnast og
margar góðar minningar sem ég
á um þig. Þær voru ófáar ferð-
irnar sem við fórum í kartöflu-
garðinn þar sem þú elskaðir að
eyða þínum stundum. Heilu og
hálfu dagarnir fóru í að reyta
arfa og vökva kartöflurnar og
grænmetið þegar þannig viðraði.
Þau voru ófá eplin og brauðin
sem þú barst heim úr búðinni til
að gefa fuglunum í hverfinu og
það var ótrúlegur fuglasöngur-
inn sem ómaði á Kambsveginum.
Þú varst mikill dýravinur, mýsn-
ar sem þú fangaðir í skúrnum
þínum keyrðir þú niður í Laug-
ardal og rottan sem settist að í
bílskúrnum þínum um tíma fékk
pönnukökur á jólunum.
Þær voru ófáar flatkökurnar
sem við bökuðum saman fyrir
jólin og voru þessar flatkökur
ómissandi hluti af jólunum hjá
fjölskyldunni minni. Ekki má
gleyma að nefna allar smáköku-
tegundirnar, terturnar og aðrar
kræsingar sem tóku á móti
manni þegar maður kom á
Kambsveginn.
Nokkrar voru farnar ferðirnar
til að tína jurtir fyrir grasaá-
burðinn góða sem kom mörgum
að góðum notum.
Þú kenndir mér ótrúlega
margt sem ég mun búa að alla
ævi og varst alltaf tilbúin að
rétta hjálparhönd ef maður
þurfti á henni að halda. Ég kveð
þig með söknuð í hjarta elsku
mamma. Takk fyrir að vera
svona góð við mig og fjölskyld-
una mína, ég er þér ævinlega
þakklát fyrir allt.
Þín ástkær dóttir,
Berglind Þorsteinsdóttir.
Elsku Íbba amma. Það má
með sanni segja að við áttum
margar góðar stundir saman, allt
frá þeim degi sem ég fæddist til
dagsins í dag. Þessi jól og ára-
mót voru alls ekki eins án þín og
hugsaði maður oft um hvað það
væri leiðinlegt að geta ekki kíkt í
heimsókn á Kambsveginn til að
spjalla um lífið og tilveruna.
Eftir að hafa aðstoðað þig
núna í 30 ár í kartöflugörðum
víðsvegar um landið með mikilli
gleði og skemmtun, ásamt góm-
sætum veitingum, þá held ég að
kartöflurækt sé komin í smá
stopp í bili, allavega hjá mér.
Það er mikill söknuður hjá
fjölskyldunni í Baugakór og mik-
ið rætt hvar Íbba amma sé og
hvort hún sé alveg farin frá okk-
ur. Viktor og Hallur áttu það til
að vilja fara í heimsókn til þín
þegar þeir fengu að velja hvað
ætti að gera enda fengu þeir að
gera og borða allt sem þeir vildu
á Kambsveginum.
Ég vona að þér líði betur núna
því maður sá alveg hvað þessi
sjúkdómur fór illa með þig og að
lokum tók þig frá okkur sem ég á
mjög erfitt með að sætta mig við.
En við áttum líka góðar stundir á
spítalanum og mér er mest í
minnum kvöldið sem ég kom með
ísinn til þín og þú varst svo glöð
að koma honum niður og talaðir
um að þetta væri besti bitinn
sem þú hefðir fengið lengi.
Þinn ástkæri dóttursonur,
Þorsteinn Hallsson.
Ingibjörg
Ágústsdóttir
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2020
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og bróðir,
JÓN VALUR JENSSON
guðfræðingur, ættfræðingur,
ljóðskáld, bloggari og aðgerðasinni,
Framnesvegi 58, Reykjavík,
lést á heimili sínu sunnudaginn 5. janúar.
Útför hans fer fram frá Dómkirkju Krists konungs í Landakoti
fimmtudaginn 16. janúar klukkan 15.
Katrín María Elínborgard.
Þorlákur Jónsson Lam Huyen
Ísak Jónsson
Sóley Kristín Jónsdóttir
Andri Krishna Menonsson Rita Jørgensen
Chinyere Elínborg Uzo
Elsa María Bachadóttir
Kolbrún Jensdóttir
Ástkær móðir mín og systir,
ELÍZA ÞORSTEINSDÓTTIR,
Eiðistorgi 3,
verður jarðsungin frá Kapellunni í Fossvogi
miðvikudaginn 15 janúar klukkan 15.
Jódís Jóhannsdóttir
Lilja Þorsteinsdóttir
Aðalheiður Þorsteinsdóttir
Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð
vegna andláts móður minnar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
INGIBJARGAR G.
GUNNLAUGSDÓTTUR
frá Ólafsfirði, áður til heimilis í
Hólmgarði 66,
en hún lést laugardaginn 7. desember.
Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins Grundar í
Reykjavík.
Haraldur Kr. Haraldsson Guðný S. Marinósdóttir
Kolbrún Jarlsdóttir
Arna Haraldsdóttir
Elfur Haraldsdóttir
Rafn Andri Haraldsson
Hlynur Haraldsson
Ævar Jarl Rafnsson
Sunna Björg Sigurjónsdóttir
og barnabarnabörn