Morgunblaðið - 14.01.2020, Qupperneq 19
HINSTA KVEÐJA
Elsku amma Stella, þú
varst skemmtileg og góð.
Það var svo gaman að gista
hjá þér. Ég mun sakna þín
mikið. Það var alltaf gaman
að spila við þig, fá ís og
horfa á mynd hjá þér. Þú
varst svo góð í að spila og
vera amma. Viltu passa
ömmu Bínu fyrir okkur?
Ég elska þig, þín
Ársól Ella.
✝ Elín Heiðdalfæddist á Pat-
reksfirði 28. nóv-
ember 1942. Hún
lést 31. desember
2019. Þar ólst hún
upp hjá móður
sinni, Önnu Sigríði
Jóhannesdóttur, og
móðursystrum, El-
ínu og Ólafíu Þór-
nýju. Systkini
hennar eru: Agnes
Ágústsdóttir, f. 1926, d. 1998;
Hannes Ágústsson, f. 1928, maki
Jóhanna Pétursdóttir, f. 1929, d.
1991; Jóhannes Árnason, f.
1935, d. 1989, maki Sigrún Sig-
urjónsdóttir, f. 1938; Herdís
Heiðdal, f. 1939, maki Magnús
Ólafsson, f. 1942, d. 2003; Hauk-
ur Heiðdal, f. 1941, maki María
Haraldsdóttir, f. 1939. Einnig
ólst upp á heimilinu dóttir
Agnesar, Elín Herdís Þorkels-
dóttir, f. 1946, maki Ólafur Pét-
ursson, f. 1945.
Elín giftist Jóni Baldvinssyni
15. október 1960. Þau skildu.
Dætur þeirra: 1) Elín Anna, at-
hafnakona, f. 17.2. 1961, d. 1.12.
2001. Maki hennar var Guð-
mundur Ólafur Guðmundsson,
f. 1957. Börn þeirra: a) Katrín,
fluttu til Skotlands vegna náms
Jóns var Elín aðeins 23 ára með
tvær ungar dætur. Eftir að þau
fluttu heim til Íslands fæddist
yngsta dóttirin, Helena. Vegna
atvinnu Jóns fluttu þau á milli
höfuðborgar og Patreksfjarðar
og enduðu í Mosfellssveit árið
1974. Elín var 34 ára þegar þau
Jón skildu og hún flutti til
Reykjavíkur inn í Ljósheima
með dæturnar þrjár. Á sama
tíma hóf hún sjúkraliðanám og
var í fyrsta útskriftarbekk árið
1977. Síðar tók hún meira nám í
Fjölbrautaskólanum við Ár-
múla. Hún starfaði sem sjúkra-
liði mestan hluta starfsævinnar
og vann við heimahjúkrun síð-
ustu árin.
Um miðjan 9. áratuginn hóf
hún sambúð með Gísla Þor-
valdssyni. Í framhaldi af því
fóru þau að reka húsgagna-
verslun saman og tók hún þá hlé
frá sjúkrahússtörfum. Þau Gísli
slitu samvistir 2001 en hún hélt
alltaf góðu sambandi við börn
hans.
Dætur Elínar eignuðust sex
börn samanlagt og varð Elín af-
ar ung amma og langamma.Hún
spilaði reglulega félagsvist og
stjórnaði spilakvöldum bæði í
sal og heima fyrir.
Útför Elínar fer fram frá
Langholtskirkju í dag, 14. jan-
úar 2020, klukkan 13.
f. 1980, maki Jónas
Dagur Jónasson, f.
1975. Börn: Ólafur
Gunnar og Jón
Páll, stjúpbörn
Katrínar eru Ásta
og Dagur. b) Júl-
íanna, f. 1988, maki
Raghed Saadieh, f.
1990. c) Eiríkur
Árni, f. 1992, maki
Ingibjörg Sólrún
Ágústsdóttir, f.
1992. Börn: Elín Indra og Ragn-
hildur Stella. d) Davíð Árni, f.
1994, maki Thelma Rún Matt-
híasdóttir, f. 1997. Dóttir þeirra
Eyvör Emma. 2) Guðrún Hlín,
bókari, f. 19.4. 1963, d. 14.7.
2019. Hún var í sambúð með
Haraldi Sverrissyni, þau skildu.
Dóttir þeirra er Steinunn Anna,
f. 1981, maki Hallur Árnason, f.
1982. Börn: Áróra, Árni Hrafn
og Ársól Ella. 3) Helena, lista-
kona, f. 26.7. 1968, eiginmaður
Þorvaldur Þorsteinsson, f. 1960,
d. 2013. Sonur Dagur Benedikt
Reynisson, f. 1993.
Hún giftist ung Jóni Baldvins-
syni og var 18 ára þegar fyrsta
dóttirin, Elín Anna, kom í heim-
inn. Tveimur árum síðar mætti
Guðrún Hlín og þegar þau Jón
Það er skammt stórra högga á
milli. Elsku amma Stella sem var
minn klettur og mín stoð í veik-
indum mömmu sem lést í júlí sl.
farin svo óvænt og skyndilega.
Svo margar minningar æsku
minnar tengjast ömmu Stellu á
einhvern hátt. Ljósheimarnir sem
voru okkur alltaf opnir, sumrin á
Höfn, dillandi hláturinn og spil á
borði. Grýtufjölskyldan er sam-
heldin og því svo margar góðar
stundir sem maður getur verið
þakklátur fyrir á svona stundum.
Mikið sem ég mun sakna nota-
legra heimsóknanna í Ljósheim-
ana, kaffi og skraf og sérleg úttekt
á gæðum vínarbrauðs helstu bak-
aría höfuðborgarinnar. Og mikið
sem börnin mín munu sakna því
amma var frábær langamma sem
naut stundanna með hópnum sín-
um. Þau voru ávallt velkomin til
hennar og oftar en ekki gerðist
það að þau fengu að velja sér eitt-
hvað fallegt úr töfraskáp ömmu
sem virtist endalaus uppspretta af
gjöfum fyrir öll börnin.
Amma var mér dýrmætur vin-
ur, við vorum líkar á svo margan
hátt og því svo gott að hafa getað
hallað höfði á trygga öxl þegar á
móti blés og deilt með gleði þegar
þannig stóð á. Ég hefði svo óskað
að stundirnar okkar hefðu orðið
fleiri og það var svo margt sem mig
langaði að bralla með henni. En ég
ylja mér við þær ljúfu stundir sem
náðum að njóta saman. Ferðin
okkar norður í haust, grauturinn á
aðfangadag, spilakvöldið á öðrum
degi jóla. Þetta eru dýrmætar
minningar sem ég ætla alltaf að
geyma.
Ég veit að það verður vel tekið á
móti þér á nýjum stað enda hefur
þú misst svo margt, elsku amma.
Elsku Helenu og öðrum að-
standendum votta ég mína dýpstu
samúð.
Steinunn Anna
Haraldsdóttir.
Elskuleg móðursystir okkar,
Stella, er horfin frá okkur allt of
skjótt og með engum fyrirvara.
Hún og dæturnar eða „Stella og
stelpurnar“ hafa verið órjúfanleg-
ur hluti af lífi okkar alla tíð en
mikill samgangur var okkar á
milli og stutt á milli heimilanna í
Álfheimum og Ljósheimum. Það
var að lágmarki ein heimsókn á
dag en oftast sátu þær þrjár við
eldhúsborðið í Álfheimunum;
mamma okkar, Stella og auka-
systirin hún Ella Dísa sem er
dóttir elstu systur þeirra,
Agnesar, og ræddu lífsins gagn og
nauðsynjar. Þær áttu margt sam-
eiginlegt, t.a.m. nöfnin sem voru
bara tvö (Elín, Herdís og Elín
Herdís), en það var örugglega
snemma ákveðið að kalla þær mis-
munandi nöfnum þar sem rugling-
ur hlýtur að hafa verið tíður.
Minning frá æskuárum tengist
þessum þremur stöllum saman-
komnum ásamt ilmi af nýlöguðu
kaffi, seinnipartssígarettunni sem
fékk svo að fjúka þegar fór að líða
á níunda áratuginn og permanenti
í hárinu. Þetta var bara fastur lið-
ur í tilverunni.
Stella var ein af þessum per-
sónum sem eru á óræðum aldri;
jafnvel þótt árin færðust yfir var
hún alltaf svo ungleg og það fylgdi
henni þessi léttleiki og kímni sem
erfitt er að lýsa í orðum en þau
sem umgengust hana tengja svo
auðveldlega við. Bros, hlýja og
þægileg nærvera. Það var Stella.
Síðustu árin hafa verið Stellu
erfið og er stutt síðan við settumst
niður og skrifuðum minningar-
grein um Guðrúnu Hlín, ekki einu
sinni sex mánuðir liðnir. Féll þar
frá önnur systirin af þremur en
Elín Anna lést einungis fertug í
bílslysi. Mikið var því lagt á
herðar Stellu. Að þurfa að sjá á
bak þeim Elínu og Guðrúnu setti
óneitanlega sín spor á hana og var
síðasta höggið þungt eftir að hafa
hlúð að og hjúkrað Guðrúnu í erf-
iðum veikindum hennar.
Við eigum góðar minningar í
farteskinu þrátt fyrir að söknuður
sé okkur efst í huga núna. Við vilj-
um ekki trúa því að hún sé farin
frá okkur, heldur dúkki upp næst
þegar við erum á Íslandi. Gefi
okkur knús og gauki einhverju úr
skápnum góða að krökkunum.
Takk fyrir allt, elsku Stella
okkar. Innilegar samúðarkveðjur
sendum við öllum hennar nán-
ustu.
Ingibjörg Magnúsdóttir og
Ólafur Magnússon.
Elín Heiðdal er látin, höggið
var þungt og snöggt. Hún var oft-
ast kölluð Stella af sínum nánustu
og vinum. Okkar kynni hófust
síðla árs árið 1970 þegar Magnús
bróðir minn kvæntist Herdísi
systur hennar. Stella var fremur
hlédræg og sein til kynna en þeg-
ar inn úr skelinni var komið var
viðkynningin góð. Þegar hún bjó á
Patreksfirði var samgangur lítill
en jókst þegar hún flutti suður,
fyrst í Mosfellssveit og síðan til
Reykjavíkur. Stella hóf fljótlega
nám í Sjúkraliðaskólanum og lauk
þaðan námi. Vann hún fyrst á
Landspítalanum, síðan á Landa-
koti og síðustu starfsárin við
heimahjúkrun. Hún hafði mikla
ábyrgðartilfinningu fyrir starfinu
og veitti skjólstæðingum sínum
umhyggju og hlýju sem er svo
mikilvægt í hjúkrunarstarfinu.
Ofarlega í huga mínum er þegar
við mæðgur, Ingibjörg móðir mín
og Jóhanna systir, fórum og heim-
sóttum hana á Höfn í Hornafirði
þar sem hún bjó í nokkur ár með
Gísla Þorvaldssyni. Þar dvöldum
við í nokkra daga við hinn besta
viðurgjörning og ber að þakka
það. Stella fór ekki varhluta af
þungum áföllum í lífinu. Elín
Anna, elsta dóttir hennar, lést í
bílslysi árið 2001 og Guðrún Hlín,
næstelsta dóttirin, lést úr krabba-
meini í júlí sl. Helena, yngsta dótt-
irin, býr í Belgíu. Við Stella áttum
góðar stundir í nóvember sl. þeg-
ar við aðstoðuðum Herdísi systur
hennar við að ganga frá vegna
íbúðaskipta. Þar komu í ljós
skipulagshæfileikar hennar
ásamt ríku fegurðarskyni. Skop-
skynið var ekki langt undan held-
ur. Ég kveð Stellu með miklum
söknuði og votta Helenu og fjöl-
skyldunni allri innilega samúð.
Hvíl í friði.
Sigríður P.
Ólafsdóttir.
Elín Heiðdal
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2020
✝ Friðjón Jó-hannsson
fæddist í Hafn-
arfirði 21. janúar
1957. Hann lést á
heimili sínu í
Reykjanesbæ 2.
janúar 2020. For-
eldrar hans voru
Málfríður Björns-
dóttir Þórodds-
dóttir, húsmóðir
frá Fáskrúðsfirði,
f. 23. maí 1921, d. 19. sept-
ember 1984, og Jóhann Þór-
lindsson, útgerðarmaður frá
Fáskrúðsfirði, f. 5. apríl 1920,
d. 13. október 1983. Friðjón
var næstyngstur átta systkina,
en systkini hans eru þau Guð-
laugur, f. 1. apríl 1943, Þórl-
indur, f. 19. september 1945,
Arnar Þór, f. 7. mars 1952,
Jónína Sjöfn, f. 23. mars 1953,
d. 27. október 2005, Smári, f.
23. október 1954, Gunnar, f. 6.
desember 1955 og
Magnús, f. 30. júní
1959, d. 4. júní
2001.
Barnsmóðir
Friðjóns var Sjöfn
Jónsdóttir, f. 8.
desember 1959,
en þau slitu sam-
vistum 1987. Þau
eignuðust saman
tvö börn: Davíð
Friðjónsson, f. 22.
mars 1978, og Völu Rut Sjafn-
ardóttur, 25. desember 1979.
Davíð er giftur Kolbrúnu Sif
Marinósdóttir og saman eiga
þau börnin Aldísi Ósk, Jó-
hann Kára og Arneyju Sjöfn.
Vala Rut er gift Ólafi Magn-
úsi Ólafssyni og þau eiga
börnin Davíð Leó og Hákon
Val.
Útför Friðjóns fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 14.
janúar 2020, kl. 13.
Elsku pabbi, mér finnst svo
óraunverulegt að sitja hérna í
stofunni heima og skrifa þessi
kveðjuorð til þína núna. Það er svo
stutt síðan við héldum jól saman
heima hjá okkur og sátum við
þetta sama borð. Það var alveg
dásamleg stund og ég er svo þakk-
látur fyrir að hafa fengið að eiga
þann tíma með þér. Það er ómet-
anleg minning fyrir krakkana sem
sakna þín svo mikið.
Ég lærði svo margt af þér. Þú
sást alltaf það góða í öllum og
dæmdir aldrei neinn. Þú varst allt-
af svo umburðarlyndur og glaður
alveg sama hvað gekk á.
Ég leit alltaf upp til þín. Þú
varst líka alltaf svo örlátur. Sem
dæmi um það þá komst ég að því
eftir að þú lést og ég fór inn á
heimabankann þinn að þú varst
mánaðarlegur styrktaraðili hjá
alls konar góðgerðarsamtökum;
eins og kvennaathvarfinu, Pieta-
samtökunum, UNICEF, SOS
barnaþorpunum, Blindrafélaginu,
SÍBS, Gistiskýlinu og mörgum
fleiri. Þú fannst alltaf leið til að
leggja þitt af mörkum þó þú hefðir
ekki mikið á milli handanna sjálf-
ur. Ég hef reynt að temja mér
þessa kosti þína.
Þú kenndir mér að veiða þegar
ég var pínulítill gutti og fram að
fermingu var ég alltaf að fara með
þér í veiðiferðir, bæði í vötn og ár,
og líka nokkra túra á trillunni út á
sjó. Sem krakki var ég mjög óþol-
inmóður, en veiðin kenndi mér
þolinmæði og að yfirstíga alls kon-
ar ótta. Ég man þegar þú varst að
kenna mér að skjóta úr byssu og
ég ætlaði ekki að þora það, þá
sagðir þú: „Þú ert sonur minn, svo
þú getur þetta.“ Það hvatti mig
áfram og fékk mig til þess að þora.
Eftir að ég varð fullorðinn fékk ég
sjálfur brennandi áhuga á veiði, og
alltaf þegar ég fór í veiðiferðir
hringdir þú í mig. Þú vildir vita
hvernig hefði gengið og hvað ég
hafði fengið.
Þú fórst líka með mig í sveit þeg-
ar ég var aðeins 9 ára, og komst
mér svo eftir það að í sveit á sveita-
bænum sem þú hafðir sjálfur verið
á. Þú sagðir að það væri mikilvægt
að læra að vinna og það gerði ég
svo sannarlega og er þér mjög
þakklátur fyrir þessa reynslu.
Þú áttir svo auðvelt með að
sýna okkur ástúð og hvað þér þótti
vænt um okkur. Þegar við gistum
hjá þér um helgar þá klóraðir þú
okkur svo oft á bakinu, og það var
svo notalegt, ég hef sjálfur gert
það við mín börn og þau elska það.
Þú varst mikill áhugamaður um
fótbolta og alltaf þegar Chelsea
var að spila þá hringdir þú og
spurðir hvort ég ætlaði að horfa á
leikinn, svo þegar Chelsea skoraði
þá hringdir þú aftur og sagðir:
„Ertu ekki örugglega að horfa?
Sástu markið?“
Þú sást ekki sólina fyrir barna-
börnunum. Þú varst alltaf að
hringja og spyrja hvernig þau
hefðu það og þú varst svo dugleg-
ur að hrósa þeim og segja hvað þú
værir stoltur af þeim. Aldís, Jó-
hann og Arney, barnabörnin þín,
elska þig svo mikið og munu sakna
þín og við öll.
Takk, elsku pabbi, fyrir allt
saman. Ég mun aldrei gleyma þér.
Heima hjá þér var innrömmuð
mynd sem lýsir þér svo vel og
kjarnar líf þitt: „Kærleikurinn
gerir ekki náunganum mein, því
er kærleikurinn fylling lögmáls-
ins.“ (Róm. 13)
Þinn sonur,
Davíð Friðjónsson.
„Þegar veturinn gengur í garð
missa tré og aðrar plöntur lauf sín
tímabundið. Þessar plöntur og tré
innihalda hins vegar lífskraftinn
sem þau þurfa til þess að bera
brum að nýju þegar vorar. Það
sama gerist við andlát mannlegrar
veru. Við innihöldum lífskraftinn
sem leiðir okkur til nýrrar tilvistar
- að nýju hlutverki - þegar í stað
og án sársauka.“ (Daisaku Ikeda)
Elsku pabbi, mér finnst svo
óréttlátt að fá aldrei aftur að
heyra þig hlæja eða segja aula-
brandara, þú sem varst bestur og
fyndnastur af öllum.
Þú varst svo mikill húmoristi og
alltaf að grínast eitthvað. Ég man
eftir því þegar við stoppuðum einu
sinni í lúgusjoppu og þú spurðir
afgreiðslukonuna hvað vikan hjá
henni kostaði, hún svaraði þér
hvað blaðið Vikan kostaði, og þá
sagðir þú: „Þá ætla ég bara að fá
einn dag.“ Þú varst alltaf að segja
brandara og fá fólk til að hlæja.
Nú fæ ég aldrei aftur að hringja
í þig 20. og 21. janúar til að óska
þér til hamingju með báða afmæl-
isdagana þína, en afmælisdagur
þinn var rangt skráður í kirkju-
bækur svo þú sagðist alltaf eiga
tvo afmælisdaga.
Þú varst svo óendanlega góður
maður með svo stórt og gott
hjarta. Þú vildir öllum vel og varst
alltaf tilbúinn að rétta hjálpar-
hönd. Þú talaðir aldrei illa um
neinn og sagðir alltaf við mig ef ég
blótaði: „Ekki blóta, Vala mín.“
Nú munt þú aldrei aftur segja
„Vala mín“. Mér líður eins og
hjarta mitt sé að brotna í tvennt
þegar ég hugsa til þín.
Þú hafðir mikinn áhuga á öllum
tækninýjungum og varst mjög
spenntur yfir forriti sem ég sagði
þér frá sem við vorum með í sím-
anum þar sem við í fjölskyldunni
gátum séð hvar allir voru staddir
og allar ferðir sem við fórum. Eftir
að þú fékkst forritið í símann hjá
þér hringdirðu reglulega í okkur
til að spyrja af hverju við værum
stödd hér eða þar, og ef ég keyrði
óvart of hratt hringdir þú og sagð-
ir: „Þú mátt ekki keyra svona
hratt, Vala mín.“
Ég er svo þakklát fyrir að ég
náði að tala við þig daginn áður en
þú kvaddir. Ég náði að segja við
þig „gleðilegt nýtt ár“ og „ég elska
þig pabbi minn“.
Takk fyrir allt elsku pabbi.
Vonandi tóku Maggi og Sjöbba,
systkini þín, vel á móti þér í sum-
arlandinu. Ég hlakka til að sjá þig
þegar minn tími kemur. Ég elska
þig endalaust elsku pabbi minn.
Þín dóttir,
Vala Rut.
Friðjón
Jóhannsson Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðirog amma,
GUÐBJÖRG BERGS
Löngulínu 18, Garðabæ,
lést fimmtudaginn 9. janúar.
Útförin fer fram frá Langholtskirkju
föstudaginn 17. janúar klukkan 15.
Viðar Gunnarsson
Gunnar Bjarni Viðarsson Inga Lára Ólafsdóttir
Kolbrún Lís Viðarsdóttir Baldur Þór Jack
og barnabörn
Okkar yndislegi bróðir, mágur og frændi,
BERGUR INGI GUÐMUNDSSON,
Skálahlíð 11, Mosfellsbæ,
lést á heimili sínu 7. janúar.
Útförin fer fram frá Hólskirkju, Bolungarvík,
laugardaginn 18. janúar klukkan 11.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er
bent á Skálatúnsheimilið.
Pálmi Á. Guðmundsson Lene B. Vestergaard
Kristján J. Guðmundsson Drífa Gústafsdóttir
Jónína Elva Guðmundsdóttir
og fjölskyldur
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
KRISTÍN KOLBRÚN
GUÐMUNDSDÓTTIR,
lést á HSU, Selfossi, föstudaginn 10.
janúar. Útförin fer fram frá Oddakirkju
laugardaginn 18. janúar klukkan 13.
Samúel Guðmundsson
Rúnar Samúelsson Amanda Berry
Íris Björk Samúelsdóttir Jón Páll Gestsson
Fjóla Björk Samúelsdóttir Dorte Holm Hansen
og barnabörn