Morgunblaðið - 14.01.2020, Side 24

Morgunblaðið - 14.01.2020, Side 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2020 Vatnsheldir útivistarskór SMÁRALIND www.skornirthinir.is • Léttur útivistarskór úr leðri • Vatnsheldur • Ortholite innsóli • Góður sóli sem gefur gott grip Verð 19.995 Stærðir 36 - 47 Titlis Jab 60 ára Ísleifur ólst upp í Njarðvík og Sandgerði en býr í Reykjavík. Hann er með sveins- próf í offsetprentun frá Odda og er prentari hjá Prentmet Odda. Maki: Halldóra Sigrún Guðmannsdóttir, f. 1972, geislafræðingur á Landspítalanum. Börn: Sigvarður Hans, f. 1979, Hermann, f. 1984, Guðrún María, f. 1986, Elísabet Lilja, f. 2003, og Alexander Freyr, f. 2006. Barnabörnin eru orðin þrjú. Foreldrar: Jakob Þorsteinsson, f. 1912, d. 1994, starfsmaður Íslenskra aðal- verktaka á Keflavíkurflugvelli, og Lilja Guðmundsdóttir, f. 1918, d. 1998, hús- móðir í Njarðvík og Sandgerði. Ísleifur Óli Jakobsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Dagurinn í dag er kjörinn til að tala opinskátt um hlutina. Með því að full- komna þína opinberu persónu kemstu áleiðis á sviðinu sem þú einbeitir þér að. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú færð góðar hugmyndir í dag. Dugnaður þinn hefur verið svo mikill að nú getur þú notað orku þína í eitthvað full- komlega léttúðugt. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ekki bregðast illa við þótt sam- starfsmenn þínir hafi uppi efasemdir um verklag þitt. Forðastu að dragast inn í at- burðarás sem í raun kemur þér ekkert við. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Gefðu sjálfum þér tíma til að sinna áhugamálunum og fjölskyldunni. Biddu þann sem þú treystir best til að hjálpa þér að sjá hvar þú stendur í ákveðnu máli. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Ekki reyna að neyða einhvern til þess að samsinna þér í dag. Gefðu þér tíma til að greiða úr flækju og þá leysast allir hlut- ir auðveldlega. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú vilt að gjörðir þínar beri árang- ur, og sérð mörg tækifæri til að breyta og bæta. Vertu sjálfri/um þér samkvæm/ur. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú stendur á þröskuldi nýrra tæki- færa. Hugur þinn er skarpur og skýr og þú kemur auga á hugmyndir og aðferðir sem hvörfluðu aldrei að þér áður. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Ekki halda að með því að eiga meiri peninga verði líf þitt sveipað dýrð- arljóma. Gerðu öðrum ljóst að þögn þín sé ekki sama og samþykki. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Allt virðist ætla að ganga upp hjá þér svo það er ærin ástæða til að fagna með góðum vinum. Njóttu þess og efldu styrk þinn fyrir átakameiri tíma. 22. des. - 19. janúar Steingeit Nú er komið að því að fjárfesta arðinn af erfiði þínu. Svo þegar þér gengur vel, skaltu verðlauna sjálfa/n þig. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þetta er fínn dagur þar sem heimurinn reynir að koma til móts við kröfur þínar. Reyndu að fara gætilega og láta þér ekki sjást yfir smáatriði og vertu sveigjanleg/ur. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú hefur lofað upp í ermina á þér og sérð nú fram á að geta ekki staðið við orð þín nema biðja um aðstoð. grafíkdeild og myndhöggvaradeild við skólann. Áður hafði hann verið meðstofnandi Grafíkfélagsins (Ís- lensk grafík) og fyrsti formaður þess. Einar var um tíma listrænn stjórn- andi Kjarvalsstaða og Ásmundar- safns. Þar kom hann að fjölda sýn- inga og alþjóðastarfi. Í safnatíð hans var þátttaka Íslendinga í Feneyja- tvíæringnum endurvakin. Einar hef- ur komið að ýmsum menningar- störfum, m.a. sem stjórnarmaður í Norrænu menningarsamstarfi kennt við Hässelby í Svíþjóð. Árið 1996 byggði hann sjálfur og rak fyrstu einkareknu menningar- miðstöð á Íslandi, Listaskálann í Hveragerði. Það var 1.000 fermetra menningarmiðstöð með áherslu á málverk. Þar voru haldnir tugir mál- verkasýninga auk fjölda tónlistar-, leiklistar- og bókmenntaviðburða. Í dag er Listaskálinn Listasafn Árnes- inga. Síðustu áratugi hefur Einar ein- göngu helgað sig listsköpun. Árið 2015 hélt Listasafn Reykjavíkur yfir- litssýningu á verkum hans sem bar heitið Púls tímans og spannaði 50 ára feril hans. „Ég er eiginlega veðurtepptur í Reykjavík núna og útlitið er svart um að komast heim,“ sagði Einar arsamfélagið, Íslendingasögurnar og trúarmyndir en Einar hefur unnið talsvert að kirkjulist. Oft má finna samtímasögur í verkunum, t.d. Gunnlaugssundið við Vestmanna- eyjar og gagnrýni á íslenskt sam- félag t.a.m. byggðastefnu, sjávar- útvegsmál og umhverfismál. Árið 1974 stýrði hann stórsýning- unni um 1.100 ára afmælissýningu Íslandsbyggðar fyrir íslenska ríkið. Hann var kennari við Myndlista- og handíðaskólann um nokkurra ára skeið og skólastjóri hans árin 1978- 1982. Á þeim árum stofnaði Einar E inar Hákonarson fædd- ist 14. janúar 1945 í Reykjavík og ólst upp í Kleppsholti. Hann gekk í Langholtsskóla og síðan í Vogaskóla og þaðan beint í Myndlista- og handíðaskóla Íslands en Einar var einungis 15 ára gamall þegar honum var veitt innganga þar. „Ég byrjaði í myndlistinni þegar ég var barn. Faðir minn var frístunda- málari og það var mikið talað um list í kringum mig, bæði af honum og hans bræðrum svo þetta lá alltaf beint við þótt sjórinn hafi aðeins tog- aðh í mig.“ Á sumrin stundaði Einar sjó- mennsku á síðutogurum en að lok- inni skólavist hér heima tók við fram- haldsnám í Valand-Listaháskólanum í Gautaborg. Þar lagði Einar stund á listmálun og svartlist. Í kjölfarið hlaut hann alþjóðleg verðlaun fyrir svartlist og Myndlistarverðlaun Norðurlanda fyrir málverk sín. Á Svíþjóðarárum Einars voru um- rótatímar í alþjóðlegri myndlist sem og samfélagslega og það hafði áhrif á verk Einars. Fyrsta málverkasýning hans á Íslandi 1968 var tímamóta- sýning hér á landi þar sem mann- eskjuform og tjástefna verka hans voru á skjön við abstraktlist sem hafði ráðið ríkjum á Íslandi í um 20 ára skeið. Sýningin markaði kaflaskil með áhrifum popplistar, tjástefnu og endurkomu manneskjunnar í ís- lenska málverkið. Einar hefur ávallt haldið sínu striki í málverkinu þótt losnað hafi um form og tjáningu hin síðari ár. Hann hefur haldið yfir 40 einkasýn- ingar á ferlinum og tekið þátt í fjölda samsýninga á íslenskri og erlendri grund. Einar hefur aðallega fengist við listmálun og grafík en hann hefur einnig unnið með skúlptúr, steint gler, emaléringu og mósaík. Hann er einn helsti portréttmálari okkar Ís- lendinga og hann hefur málað marga af helstu frammámönnum og ráða- mönnum þjóðarinnar. Manneskjan í umhverfi sínu hefur verið sem rauður þráður í gegnum ferilinn en Einar sækir oft innblástur í íslenska náttúru og samfélag. Með- al annarra yrkisefna má nefna borg- þegar blaðamaður ræddi við hann í gær. „Ég hef verið búsettur á Hólmavík í 15-16 ár og mín aðal- vinnustofa er þar. Margir héldu því fram við mig þegar ég flutti þangað að ég væri að fara í útlegð en nú finnst mér eins og ég sé í útlegð í Reykjavík. Á Hólmavík hef ég málað flest af mínum bestu verkum, að ég held, og er við sama heygarðshornið í listinni. Samfélagið höfðar alltaf til mín og ýmis vandamál sem snerta landsbyggðina eru mér ofarlega í huga í list minni. Ég hef alltaf haldið því fram að fiskveiðistefna ætti að vera byggðastefna og ég var að ljúka við stóra mynd um það.“ Þrátt fyrir að vera strandaglópur í Reykjavík var létt yfir Einari. „Ég hef fulla starfsorku enn þá og ég á lítinn bát og veiði mér stundum í soð- ið. Það er ekkert betra en að vera á spegilsléttum firðinum og draga þorska.“ Fjölskylda Eiginkona Einars er Sólveig Hjálmarsdóttir, f. 29.5. 1944, hús- freyja. Foreldrar hennar voru hjónin Hjálmar Sigvaldi Halldórsson, f. 19.4. 1900, d. 30.11. 1961, rafvirki og símstöðvarstjóri á Hólmavík, og Sól- veig Magnúsdóttir, f. 2.1. 1903, d. Einar Hákonarson listmálari – 75 ára Ljósmynd/Alex Mirsch Listmálarinn Einar á vinnustofu sinni á Hólmavík en þar hefur hann unnið mörg af sínum bestu verkum. Fjallar um samfélagið í list sinni Vinirnir Bragi Ásgeirsson listmálari og Einar á góðri stundu um 1970. 30 ára Nadine er fædd í Doha í Katar en flutti til Íslands fimm ára og býr í Reykjavík. Hún er með BA-gráðu í lög- fræði frá Háskóla Ís- lands en á ólokið meistararitgerð í lögfræði frá HÍ. Nadine er fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni. Maki: Björgvin Ívarsson Schram, f. 1989, verkfræðinemi í HÍ. Sonur: Theodór Nóel Schram, f. 2018. Foreldrar: Guðrún Margrét Guð- mundsdóttir, f. 1969, mannfræðingur, búsett í Reykjavík, og Hannes Hassan Yaghi, f. 1960, athafnamaður, búsettur í Dúbaí. Nadine Guðrún Yaghi Til hamingju með daginn Kópavogur Steinþór Hrafn Pétursson fæddist 5. mars 2019 kl. 10.24 á Land- spítalanum í Reykjavík. Hann vó 4.108 g og var 53 cm að lengd. Foreldrar hans eru Soffía Arngrímsdóttir og Pétur Brynjar Sigurðsson. Stóra systir Steinþórs er Eyvör Þóra Pétursdóttir. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.