Morgunblaðið - 14.01.2020, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 14.01.2020, Qupperneq 27
Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson Öflugur Sigvaldi Björn Guðjónsson svífur inn í rússneska vítateiginn og skorar eitt af sex mörkum sínum í leiknum í Malmö í gær. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2020 Eftir að úrslit gærkvöldsins á EM voru með allra hagstæðasta móti er óhætt að fara að skoða möguleika Íslands á að komast í undankeppnina í handbolta karla fyrir Ólympíuleikana í Tókýó 2020. Nú er staðan þannig að Ísland er ein af tíu þjóðum sem eiga enn möguleika á þeim tveimur sætum sem eru á lausu í undankeppni ÓL. Danmörk fer beint á ÓL sem heimsmeistari og Noregur, Spánn, Frakkland, Króatía, Þýska- land og Svíþjóð hafa tryggt sér sex af þeim átta sætum sem Evr- ópa fær í undankeppninni. Hin tvö fá þær tvær þjóðir sem verða efstar á EM, fyrir utan þær sjö sem upp voru taldar. Þær fara væntanlega allar í milliriðla nema Frakkar og kannski Danir og þar með gætu liðin í 7. og 8. sæti fengið umrædd tvö sæti í undan- keppninni. Nú eru það semsagt Ísland, Hvíta-Rússland, Austurríki, Tékk- land, Norður-Makedónía, Úkraína, Ungverjaland, Portúgal, Slóvenía og Sviss sem eiga ennþá mögu- leika á þessum tveimur sætum. Þrjú þessara liða munu helt- ast úr lestinni í dag þegar keppni í þremur riðlum lýkur á EM og ljóst verður hverjir fara úr þeim í milli- riðlana. Það fjórða gæti dottið út á morgun, ef Ísland nær að koma í veg fyrir að Ungverjaland fari áfram úr E-riðlinum. Leikurinn við Ungverja í Malmö á morgun hefur því gríðar- lega þýðingu þótt Ísland sé þegar búið að tryggja sér sæti í milliriðli. Ísland þarf á sigri að halda, ann- ars vegar til þess að fara með tvö stig í milliriðil (hvort sem það eru Danir eða Ungverjar sem fylgja ís- lenska liðinu þangað) og hins veg- ar til að losa sig við skæðan keppinaut í ólympíubaráttunni. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Ísland vann lygilegan 4:3-sigur á Búlgaríu í fyrsta leik sínum í 3. deild karla á heimsmeistaramóti 20 ára og yngri í íshokkíi í gærkvöld, en mótð fer fram í Sófíu, höf- uðborg Búlgaríu. Búlgaría jafnaði í 3:3 þegar 18 sekúndur voru til leiks- loka og voru flestir farnir að búa sig undir framlengingu þegar Unnar Hafberg Rúnarsson skoraði sigurmarkið, einni sekúndu fyrir leikslok. Staðan eftir fyrstu lotu var 1:1, en Unnar Hafberg jafnaði eftir að heimamenn komust yfir. Sölvi Freyr Atlason og Kári Arnarsson sáu til þess að íslenska liðið var með 3:1-forskot fyrir þriðju og síðustu lotuna. Búlgörum tókst að jafna í lokalotunni og fögnuðu gríðarlega, en eins og áður segir kom þetta hádramatíska sigurmark í blálokin. Ísland leikur við Mexíkó í öðrum leik sínum í dag, en Mexíkó vann sann- færandi 5:0-sigur á Nýja-Sjálandi í dag. Tvö efstu lið riðilsins fara í undan- úrslitin á mótinu. johanningi@mbl.is Ævintýralegur sigur Íslands Sölvi Freyr Atlason Magðalena Ólafsdóttir, 19 ára knattspyrnukona úr Þór/KA, verð- ur líklega fyrst íslensk kvenna til að spila í skosku úrvalsdeildinni. Hún hefur gert eins mánaðar reynslusamning við Forfar Farm- ington frá og með næstu mán- aðamótum en keppnistímabilið í Skotlandi hefst snemma í febrúar. Magðalena var fyrirliði Íslands- meistara Þórs/KA í 2. flokki og 2. deildar liðs Hamranna á síðasta ári, og lék tvo leiki með Þór/KA í úr- valsdeildinni um haustið. Fyrst að spila í Skotlandi? Ljósmynd/thorsport.is Skotland Magðalena Ólafsdóttir fer til Forfar í skosku úrvalsdeildinni. Íþróttastjóri sænska knatt- spyrnufélagsins Hammarby stað- festir að félagið hafi haft mikinn áhuga á að fá Viðar Örn Kjart- ansson aftur í sínar raðir en segir að hann sé of dýr fyrir fé- lagið á þessari stundu. Laun Við- ars í Rússlandi séu of há fyrir fé- lagið. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu fyrir skömmu er Hamm- arby eitt þeirra liða sem hafa vilj- að fá Viðar í sínar raðir eftir að í ljós kom að hann væri á leið frá Rússlandi, þar sem hann er samn- ingsbundinn Rostov og er nýkom- inn aftur þangað úr láni hjá Rubin Kazan. Viðar lék með Hammarby sem lánsmaður fyrri hluta síðasta árs og skoraði þá sjö mörk í 15 leikjum í sænsku úrvalsdeildinni. Jesper Jansson staðfesti við Fot- bollskanalen að hann hefði fylgst vel með stöðu Viðars hjá Rostov og verið í sambandi við hann, en eins og staðan væri í dag væri ekki raunhæfur kostur að fá hann lánaðan eða keyptan. vs@mbl.is Viðar er of dýr fyrir Hammarby Viðar Örn Kjartansson Kristján Jónsson kris@mbl.is Gísla Þorgeiri Kristjánssyni, lands- liðsmanni í handknattleik, er heim- ilt að finna sér annað lið í janúar. Hann hefur verið hjá þýska stórlið- inu THW Kiel frá sumrinu 2018, eða í eitt og hálft keppnistímabil. Gísli hefur verið seinheppinn varðandi meiðsli og hefur verið á sjúkralistanum undanfarnar vikur eftir að hafa farið úr axlarlið. Fjölmiðlafulltrúi THW Kiel stað- festi við Morgunblaðið að Gísli hefði fengið grænt ljós til að finna sér annað lið. Það væri væntanlega besta lausnin fyrir hann á þessu stigi ferilsins. Segir hann að for- ráðamenn félagsins hafi rætt við Gísla Þorgeir og umboðsmann hans að undanförnu. Gísli gerði þriggja ára samning við Kiel 2018. Gísli varð tvítugur síðasta sumar og hefur ekki verið í stóru hlut- verki hjá Kiel þegar hann hefur verið leikfær enda eru þar heims- klassamenn fyrir á bás eins og Domagoj Duvnjak. Næsta sumar bætist norska stjarnan Sander Sag- osen við hópinn hjá Kiel og er fyrir- sjáanlegt að samkeppnin muni harðna umtalsvert. Ekki er Morgunblaðinu kunnugt um á hvaða mið Gísli gæti róið en þar sem hann hefur lengi þótt stór- efnilegur getur hann vafalaust leik- ið áfram í atvinnumennskunni út keppnistímabilið. Fari svo að Gísli kjósi að koma heim fram á sumarið geta íslensk lið náð í leikmenn út janúar. AFP Laus Gísli Þorgeir Kristjánsson komst ekki á EM vegna meiðsla. Gísla er heimilt að finna sér nýtt lið EM 2020 Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Guðmundur Þ. Guðmundsson, þjálf- ari íslenska karlalandsliðsins í hand- bolta, var afar kátur eftir 34:23- stórsigur á Rússlandi í öðrum leik liðsins á EM í Malmö í gærkvöld. Ís- land er með fullt hús stiga í E-riðli eftir sigur á Danmörku í fyrsta leik. „Ég fékk mjög mikið út úr leikn- um,“ sagði Guðmundur í samtali við Morgunblaðið eftir leikinn. „Ég var mjög ánægður með varnarleikinn okkar, hann var frábær. Sóknar- leikurinn var stórkostlegur framan af en svo hikstaði hann aðeins þegar þeir breyttu um vörn. Ég er mjög ánægður með leikinn í heild. Varnarleikurinn var frábær og ég var ánægður með að geta spil- að á öllu liðinu og hvílt lykilleik- menn, það var mjög mikilvægt. Það komu inn menn sem stóðu sig frá- bærlega; báðir hornamennirnir og Viggó gerðu frábæra hluti o.s.frv. Það var mjög jákvætt,“ sagði Guð- mundur. Ákveðið fyrir mótið Bjarki Már Elísson og Sigvaldi Björn Guðjónsson byrjuðu í horn- unum í stað þeirra Guðjóns Vals Sig- urðssonar og Arnórs Þórs Gunn- arssonar, sem byrjuðu gegn Dönum. Guðmundur tók ákvörðun um að skipta um hornamenn með þessum hætti fyrir mótið. „Það var fyrir mótið. Þetta var alltaf planið. Það verður að koma í ljós hvort ég skipti þeim í hálfleik eða hvernig það verður, það fer eftir frammistöðu,“ sagði Guðmundur, sem hrósaði svo Viktori Gísla Hall- grímssyni, sem stóð sig gríðarlega vel í markinu eftir að hann kom inn fyrir Björgvin Pál Gústavsson. „Viktor Gísli var frábær líka og það var mjög ánægjulegt að sjá hann með 80% markvörslu og það var frá- bært að sjá hann koma inn og verja mjög góða bolta úr dauðafæri.“ Með besta markvarðaþjálfara í heimi Guðmundur er ánægður með sam- vinnu Viktors og Björgvins Páls Gústavssonar og svo Tomas Svens- son markmannaþjálfara. „Björgvin og Viktor vinna mjög vel saman og síðan erum við með stórkostlegan markvarðaþjálfara í Tomasi Svensson. Hann er að mínu mati besti markvarðaþjálfarinn í dag. Það er enginn vafi á því og hann hjálpar gríðarlega mikið til, bæði meðan á leik stendur og svo í undirbúningi fyrir leik. Það fer mik- il vinna í að undirbúa markmennina og vonandi uppskerum við eftir því í framhaldinu,“ sagði Guðmundur Þ. Guðmundsson. „Það var mikil- vægt að geta hvílt lykilmenn“ Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson Malmö Guðmundur Þ. Guðmunds- son spenntur á hliðarlínunni. Malmö Arena, EM karla, E-riðill, mánudag 13. janúar 2020. Gangur leiksins: 2:1, 6:3, 10:3, 15:6, 16:9, 18:11, 19:13, 22:14, 24:15, 26:17, 29:22, 32:23, 34:23. Mörk Íslands: Bjarki Már Elísson 6/2, Alexander Petersson 6, Sigvaldi Björn Guðjónsson 6, Arnór Þór Gunnarsson 4/3, Viggó Kristjánsson 4, Janus Daði Smárason 4, Kári Kristján Kristjánsson 2, Elvar Örn Jónsson 2. Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 10, Viktor Gísli Hallgrímsson 6/1. ÍSLAND – RÚSSLAND 34:23 Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Rússlands: Gleb Kalarash 6, Igor Soroka 4/4, Daniil Shishkarev 4, Pavel Atman 2, Tim- ur Dibirov 2, Alexsander Shkur- inskij 2, Pavel Andreev 1, Aleks- andr Ermakov 1, Dmitri Zhitnikov 1. Varin skot: Victor Kireev 5/1, Oleg Grams 2. Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Gjorgji Nachevski og Slave Nikolov, Norður-Makedóníu. Áhorfendur: 7.099

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.