Morgunblaðið - 14.01.2020, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 14.01.2020, Qupperneq 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2020 ICQC 2020-2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is LOKAKAFLINN Í SKYWALKER SÖGUNNI F ROM T HE D I R E C TOR OF S K Y FA L L TILNEFNINGAR TIL BAFTA VERÐLAUNA9 Neil Peart, trommari og textahöf- undur kanadíska prog-rokk-tríós- ins Rush, er látinn, 67 ára að aldri, eftir þriggja ára glímu við heila- æxli. Peart hefur af rokkunnendum sem gagnrýnendum verið talinn meðal bestu rokktrommara sög- unnar. Til að mynda völdu álits- gjafar Rolling Stone-tímaritsins hann þann fjórða besta, á eftir John Bonham, Keith Moon og Ginger Baker. Peart var í senn afar tæknilegur og taktfastur trymbill; hann gat bæði slegið upp sannkölluðum flug- eldasýningum að baki sínum stóru trommusettum, svo tugþúsundir gesta voru hugfangnir á stórum leikvöngum, sem leikið á fínlegan og fágaðan hátt. Rush-tríóið var stofnað árið 1968 en sló ekki í gegn af alvöru fyrr en eftir að Peart hafði gengið til liðs við Geddy Lee, sem söng, lék á bassa og hljómborð, og gítarleik- arann Alex Lifeson. Þá varð Peart einnig textahöfundur sveitarinnar og lög hennar breyttust í sannkall- aðar svítur, oft í mörgum þáttum, sem fjölluðu til að mynda um vís- indaskáldskap, töfra og heimspeki. Peart var trommari Rush í meira en fjóra áratugi en lagði kjuðana á hilluna árið 2015. Hann skrifaði einnig bækur, um ferðalög sín og endurminningar. AFP Dáður Peart þótti einstaklega snjall tækni- lega en sláttur hans var einnig ákveðinn. Einn fremsti rokk- trommarinn allur Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna voru kynntar í gær og er Hildur Guðnadóttir meðal fimm tónskálda sem tilnefnd eru fyrir bestu frum- sömdu tónlist fyrir kvikmynd. Hild- ur er tilnefnd fyrir tónlist sína við kvikmyndina Joker sem hún hefur þegar hlotið nokkur merk verðlaun fyrir, m.a. Golden Globe-verðlaunin. Samkeppnin er hörð í þessum flokki því aðrir tilnefndir eru Alex- andre Desplat fyrir Little Women, Randy Newman fyrir Marriage Story, Thomas Newman fyrir 1917 og John Williams fyrir Star Wars: The Rise of Skywalker. Hljóti Hild- ur verðlaunin verður hún fyrst Ís- lendinga til þess en nokkrir hafa verið tilnefndir, þeirra á meðal Jó- hann heitinn Jóhannsson fyrir tón- list sína við The Theory of Every- thing og Sicario árin 2014 og 2015. Óskar aftur hvítur Í flokki bestu kvikmyndar eru til- nefndar Ford v Ferrari, The Irish- man, Jojo Rabbit, Joker, Marriage Story, Little Women, 1917, Once Upon a Time in ... Hollywood og Parasite. Leikarar tilnefndir fyrir aðalhlutverk eru Antonio Banderas fyrir Dolor y gloria, Leonardo Di- Caprio fyrir Once Upon a Time … in Hollywood, Adam Driver fyrir Marriage Story, Joaquin Phoenix fyrir Joker og Jonathan Pryce fyrir The Two Popes. Í flokki kvenna eru það Cynthia Erivo fyrir Harriet, Scarlett Joh- ansson fyrir Marriage Story, Sao- irse Ronan fyrir Little Women, Charlize Theron fyrir Bombshell og Renee Zellweger fyrir Judy. Fyrir aukahlutverk eru tilnefndir leikar- arnir Tom Hanks fyrir A Beautiful Day in the Neighborhood, Anthony Hopkins fyrir The Two Popes, Al Pacino og Joe Pesci fyrir The Ir- ishman og Brad Pitt fyrir Once Upon a Time … in Hollywood og leikkonurnar Kathy Bates fyrir Richard Jewell, Laura Dern fyrir Marriage Story, Scarlett Johannson fyrir Jojo Rabbit, Florence Pugh fyrir Little Women og Margot Robbie fyrir Bombshell. Óskarsverðlaunin í fyrra voru gagnrýnd fyrir hversu einlit þau væru en þá voru allir tilnefndir leik- arar hvítir, 20 talsins. Nú er aðeins ein þeldökk leikkona meðal til- nefndra, Cynthia Erivo. Óskarinn er því aftur nær eingöngu hvítur, þrátt fyrir þá hörðu gagnrýni. Í flokki leikstjóra eru tilnefndir Martin Scorsese fyrir The Irish- man, Todd Phillips fyrir Joker, Sam Mendes fyrir 1917, Quentin Tarant- ino fyrir Once Upon a Time … in Hollywood og Bong Joon Ho fyrir Parasite. Engin kona er meðal til- nefndra í þeim flokki en í sögu verð- launanna hafa aðeins fimm verið til- nefndar. Sá hlær best sem síðast hlær? Kvikmyndin Joker, sem segir af geðsjúkum uppistandara sem missir tökin á tilverunni og brýst fram sem síhlæjandi illmennið Jókerinn, hlýt- ur flestar tilnefningar til Óskarsins, ellefu talsins en næstflestar hljóta 1917 og Once Upon a Time … in Hollywood, tíu hvor. Þykir Joaquin Phoenix líklegur til að hreppa verð- laun sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á Jókernum en samkeppnin er þó hörð í þeim flokki. Af öðrum verðlaunaflokkum má nefna bestu erlendu kvikmynd, þ.e. kvikmynd á öðru tungumáli en ensku en Parasite eftir Bong Joon Ho er líka meðal tilnefndra þar. Hinar eru Corpus Christi eftir leik- stjórann Jan Komasa, Honeyland eftir Tamara Kotevska og Ljubo Stefanov, Les misérables eftir Ladj Ly og Dolor y gloria eftir Pedro Almodovar. Heildarlista yfir tilnefningar má finna á mbl.is. Verðlaunin verða af- hent 9. febrúar. Óskar á leið til Hildar?  Hildur Guðnadóttir tónskáld er tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína við kvikmyndina Joker  Kvikmyndin hlýtur flestar tilnefningar, ellefu talsins AFP Tilnefnd Hildur Guðnadóttir. Tilþrif Joaquin Pheonix þykir frábær í hlutverki Jókersins í kvikmyndinni Joker. Hér stígur hann dans við tónlist Hildar í eftirminnilegu atriði. AFP Sjóaðir Leikarinn Joe Pesci og leikstjórinn Martin Scorsese á frumsýningu. Ein Leikkonan Cynthia Erivo í kvik- myndinni Harriet, sú eina þeldökka af 20 leikurum sem tilnefndir eru til Óskarsverðlaunanna 2020.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.