Morgunblaðið - 14.01.2020, Page 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2020
Ítalski sýningarstjórinn Cecilia
Alemani hefur verið skipuð sýn-
ingarstjóri 59. Feneyjatvíæringsins,
sem verður opnaður í maímánuði á
næsta ári. Er það talin ein mesta
áhrifastaða í myndlistinni á hverjum
tíma, en hún mun bera ábyrgð á því
að setja saman fyrir tvíæringinn
hina stóru yfirlitssýningu um hrær-
ingar í samtímalistinni í ítalska skál-
anum og Arsenale-skipasmíðastöð-
inni frá miðöldum.
Alemani starfar sem aðal-
sýningarstjóri High Line-garðsins í
New York. Þar hefur hún á síðustu
árum sett upp verk og sýningar með
listamönnum víða að, meðal annars
Nari Ward og El Anatsui. Þess má
geta að á sumarsýningu High Line
fyrir þremur árum var verk eftir
Katrínu Sigurðardóttur.
Alemani er ekki ókunnug vinnu
við Feneyjatvíæringinn því hún
stýrði ítalska framlaginu til sýn-
ingarinnar árið 2017. Þá stýrði hún
einnig árið 2018 verkefninu „Hop-
scotch/(Rayuela)“, sem lista-
kaupstefnan Art Basel stóð fyrir í
Buenos Aires, en það fólst í innsetn-
ingum og gjörningum 18 listamanna
víða um borgina.
Í Feneyjum Frá myndlistartvíæringnum
sem settur var upp í Feneyjum í fyrra.
Alemani stýrir
næsta tvíæringi
Meðlimir bresku
kvikmyndaaka-
demíunnar sem
bera ábyrgð á til-
nefningum til
Bafta-kvik-
myndaverð-
launanna, sem
tilkynntar voru í
liðinni viku, hafa
verið harðlega
gagnrýndir fyrir að velja nær ein-
göngu hvíta listamenn og þá aðal-
lega karla. Hörundsdökki leikstjór-
inn og myndlistarmaðurinn Steve
McQueen, sem hlotið hefur tvenn
Bafta-verðlaun fyrir kvikmynd-
irnar Hunger og 12 Years a Slave,
segir ómyrkur í máli í samtali við
The Guardian að verðlaunin eigi á
hættu að verða marklaus fari þau
ekki að hylla hæfileikafólk með
fjölbreytilegri bakgrunn. Til að
mynda voru einungis hvítir leik-
arar tilnefndir til verðlauna í ár,
þrátt fyrir að svartir leikarar af
báðum kynjum hefðu einnig hlotið
lof fyrir hin ýmsu hlutverk.
Þá hefur Marc Samuelson, for-
maður kvikmyndanefndar Bafta,
sagst bálreiður yfir einsleitninni í
vali á tilnefndum listamönnum til
verðlaunanna og því að konur séu
enn og aftur ekki tilnefndar fyrir
bestu leikstjórn, og sé við hugarfar
meðlima akademíunnar að sakast.
Bafta-valið harð-
lega gagnrýnt
Steve McQueen
Hildur var ekki eina íslenska kon-
an sem var tilnefnd til Critics
Choice-verðlaunanna því Heba
Þórisdóttir var einnig tilnefnd í
flokknum hár og förðun fyrir kvik-
myndina Once Upon a Time … in
Hollywood. Hún sigraði þó ekki,
heldur hár- og förðunarteymið við
kvikmyndina Bombshell.
Kvikmyndin Once Upon a
Time … in Hollywood hreppti þó
verðlaun gagnrýnendanna sem besta
kvikmynd ársins. Val rýnananna
þykir oft ágæt vísbending á það
hvaða mynd hreppir Óskarinn.
Joaquin Phoenix var valinn besti
karlleikarinn, fyrir leik sinn í Joker,
Tónskáldið Hildur Guðnadóttir
hreppti á sunnudagskvöldið enn ein
verðlaunin fyrir tónlistina í kvik-
myndinni Joker, þegar samtök gagn-
rýnenda í Los Angeles veittu henni
viðurkenninguna sem kennd er við
Critics’ Choice, fyrir bestu kvik-
myndatónlist á liðnu ári.
Þetta voru þriðju verðlaunin sem
Hildur tekur á móti fyrir tónlistina í
Jókernum, en hún hreppti Golden
Globe-verðlaunin og einnig verðlaun
á hátíð Samtaka tónskálda og texta-
höfunda vestanhafs. Þá hefur Hildur
verið tilnefnd til bresku Bafta-
verðlaunanna og var í gær tilnefnd til
Óskarsverðlauna.
og Renée Zellweger besta leikkonan
fyrir frammistöðuna í Judy.
Tveir leikstjórar deildu leik-
stjóraverðlaununum, Sam Mendes
fyrir 1917 og hinn suðurkóreski
Bong Joon-ho fyrir Parasite sem
jafnframt var valin besta kvikmynd-
in gerð utan hins enskumælandi mál-
svæðis.
Brad Pitt var valinn besti auka-
leikarinn fyrir Once Upon a Time in
…Hollywood og Laura Dern besta
leikkonan í aukahlutverki fyrir Mar-
riage Story. Quentin Tarantino var
verðlaunaður fyrir handritið að Once
Upon a Time … in Hollywood og Toy
Story 4 var valin besta teiknimynd.
Gagnrýnendurnir völdu Hildi
AFP
Lukkuleg Hildur Guðnadóttir með Critics’ Choice-verðlaunagripinn.
Einföldun rekstrarumhverfis fyrir atvinnulífið
Setrið, Grand Hótel 16. janúar
Nordic Smart
Government
13:30 Smart Iceland - Smarter Nordics
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra
13:45 Nordic Smart Government for Nordic Smart Businesses
Kjersti Lunde, Danish Business Authority
14:05 Capabilities and Business Processes for the NSG Ecosystem
David Norheim, Norwegian Registration Office
14:25 Why Structured Data?
Vuokko Mäkinen, Consultant Finland
14:45 NSG Legal Environment
Franck Mertens, Finnish Patent and Registration Office
15:05 From Government Programme to Automation in Tax
Jenni Bärlund, Finnish Tax Administration
15:25 Umræður
16:00 Fundi slitið
Fundarstjóri: Jónas Magnússon, sérfræðingur hjá Skattinum
Nordic Smart Government
Nordic Smart Government er norrænt samstarfsverkefni um einföldun rekstrarumhverfis lítilla og meðalstórra fyrirtækja
á Norðurlöndunum. Verkefnið miðar að því að gera fyrirtækjum og stofnunum kleift að miðla/sækja viðskipta- og bókhalds-
gögn á sjálfvirkan, snjallan og öruggan hátt í því sem næst rauntíma.
Þátttakendur í verkefninu koma frá fyrirtækjaskrám, skattyfirvöldum, hagstofum og fleiri aðilum. Hvert land er með eigið
landsteymi sem gegnir m.a. því hlutverki að hafa samráð við hagsmunaaðila í heimalandinu. Skatturinn stýrir vinnu
íslenska landsteymisins.
Nánari upplýsingar: http://www.nordicsmartgovernment.org
Allir sem hafa áhuga eru velkomnir og hvattir til að mæta. Skráning fer fram á slóðinni https://www.rsk.is/skraning-a-nsg/
Fyrir áhugasama utan fundar verður fundinum streymt á fésbókarsíðu Skattsins https://www.facebook.com/rikisskattstjori/