Morgunblaðið - 14.01.2020, Síða 32

Morgunblaðið - 14.01.2020, Síða 32
Reyndir djassmenn koma fram á djasskvöldi Kex hostels á Skúla- götu 28 kl. 20.30 í kvöld. Þeir kalla sig Kvartett Q og hann skipa Andr- és Þór Gunnlaugsson á gítar, Sig- urður Flosason á saxófón, Birgir Steinn Theódórsson á kontrabassa og Erik Qvick á trommur. Þeir fé- lagar hyggjast leika fjölbreytilegt og spennandi úrval tónlistar. Djassmennirnir í Kvartetti Q á Kexinu ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 14. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Bæði Ungverjar og Danir gengu vonsviknir af velli eftir að lið þeirra skildu jöfn, 24:24, í seinni leik gær- kvöldsins í E-riðli Evrópumóts karla í handknattleik frammi fyrir 12 þús- und áhorfendum í Malmö. Úrslitin tryggðu Íslandi sæti í milliriðli og þýða að Danir verða að treysta á að Íslendingar vinni Ungverja til að ná öðru sæti riðilsins. »26 Danir verða að treysta á Íslendinga á morgun ÍÞRÓTTIR MENNING Gísla Þorgeiri Kristjánssyni, landsliðsmanni í handknattleik, er heimilt að finna sér annað lið í janúar. Fjölmiðlafulltrúi THW Kiel staðfesti við Morgunblaðið að Gísli hefði fengið grænt ljós til að finna sér ann- að lið. Það væri vænt- anlega besta lausnin fyrir hann á þessu stigi ferilsins. Hann hefur verið hjá þýska stórliðinu frá sumrinu 2018, eða í eitt og hálft keppn- istímabil, en verið seinheppinn með meiðsli. »27 Gísla er heimilt að finna sér annað lið Skráningin nær ekki aðeins til kirkjugarða heldur líka til votra grafa. „Ég vil að þessi saga sé að- gengileg, hvort sem fólk hefur horf- ið í hafið eða hvílir í kirkjugarði.“ Hún bætir við að hún skrái líka upplýsingar um Íslendinga sem hafi verið jarðaðir erlendis. „Ef ég finn myndir af legsteinum annars staðar bið ég alltaf um leyfi til þess að fá að nota þær á síðunni minni og svo er alltaf mikilvægt að geta þess hvaðan gögnin koma.“ Aðgangur að síðu Rakelar er öll- um opinn. „Ég er alfarið á móti því að fólk þurfi að borga fyrir aðgang að ættfræði,“ segir hún. „Þvert á móti vona ég að samantekt mín nýt- ist sem flestum. Ég nýt góðs af vinnu annarra og upplýsingarnar eru sameign okkar allra.“ Legsteinar endast ekki að eilífu og þess vegna vill Rakel skrá sög- una á meðan upplýsingarnar eru aðgengilegar. Hún bendir á að í mörgum tilfellum hafi ekki verið hugsað vel um leiði og legsteina og stundum sé erfitt að lesa hvað á þeim standi. „En það er saga á bak við hvern legstein, eitthvað er um alla að segja og ég lít á vinnu mína sem varðveislustarf.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Verkfræðingurinn Rakel Bára Þor- valdsdóttir safnar ljósmyndum af legsteinum og birtir þær á vef sín- um (legstadaleit.com) ásamt frekari upplýsingum. „Ég er komin með yfir 4.500 myndir af legsteinum,“ segir hún. Rakel byrjaði markvisst að skrá ættfræðiupplýsingar 2001, en hún hefur búið í Danmörku undanfarin nær tuttugu ár. Hún segir að draumurinn hafi lengi verið að koma upp svona heimasíðu og hafi síðan orðið að veruleika fyrir um fimm árum. Hún hafi auglýst eftir myndum af legsteinum hjá hópnum „Íslensk ættfræði“ sem hún stofn- aði á fésbókinni. „Ég fékk góð við- brögð og til dæmis hefur Trausti Traustason verið ómetanlegur. Hann hefur meðal annars ljós- myndað flesta legsteina í kirkju- görðum í Eyjafirði og víðar.“ Hún segir að fólk á ferðalagi hafi líka oft munað eftir henni. Rakel bætir við að hún byrji oft á því að skrá upp- lýsingar um jarðsett fólk í kirkju- görðum í þeirri von að fólk taki eftir því og sendi mynd af viðkomandi legsteini. Þjóðskjalasafnið hefur verið Rak- el innan handar með aðgang að kirkjubókum. Hún notfærir sér einnig upplýsingar á erlendri upp- lýsingasíðu (findagrave.com) og á vef Kirkjugarðasambands Íslands (gardur.is). „Ég legg líka mikið upp úr því að fá myndir af fólkinu sem ég hef skráð.“ Ættfræði opin öllum Rakel segist alltaf hafa haft mik- inn áhuga á ættfræði. „Föðuramma mín var óþreytandi við að segja sögur af ættingjum og mamma mín hefur líka verið mikið í ættfræði,“ segir hún. „Ég ólst upp á Kalastöð- um í Hvalfirði og sem unglingur vann ég við að slá kirkjugarðinn í Saurbæ. Þá las ég á legsteinana og velti fyrir mér hvaða fólk þetta væri, hugsaði um hvað hefði gerst og spurði þegar ég kom heim.“ Heldur upplýsingum um legsteina til haga  Rakel Bára er með yfir 4.500 ljósmyndir á vef sínum Verkfræðingur Rakel Bára Þorvaldsdóttir býr í Danmörku.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.