Morgunblaðið - 16.01.2020, Side 6
Ísafjörður Unnið við stoðvirki í Kubba, lofthræðslan víðs fjarri.
Ljósmyndir/Sigurður Hlöðversson
Sigufjörður Mikil varnarmannvirki hafa risið fyrir ofan Siglufjörð, myndin er frá uppsetningu stoðvirkja í Hafnarfjalli.
standa undir gerð hættumats fyrir
aðra náttúruvá, þ.e. eldgos, vatnsflóð
og sjávarflóð sem Veðurstofa Ís-
lands annast. Lögunum var síðan
breytt 2018 og þá var kveðið á um að
gjaldið sem áður skyldi renna í Ofan-
flóðasjóð rynni í ríkissjóð í samræmi
við ný lög um opinber fjármál en
fjárheimildir sjóðsins eru sem fyrr
ákvarðaðar í fjárlögum.
„Fjöldi varnarvirkja hefur þegar
sannað gildi sitt en yfir 40 flóð hafa
fallið á varnargarða sem reistir hafa
verið frá flóðunum á Vestfjörðum ár-
ið 1995. Einstök sveitarfélög hefðu
ekki haft tök á að fara í þessar fram-
kvæmdir vegna hættu á snjóflóðum
og skriðuföllum án stuðnings Ofan-
flóðasjóðs,“ segir í grein Hafsteins
og Tómasar.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Alls hefur verið unnið fyrir 21 millj-
arð króna á núgildandi verðlagi við
varnarvirki vegna snjóflóða síðasta
aldarfjórðung. Áætlað hefur verið að
eftir sé að vinna að snjóflóðavörnum
í þéttbýli fyrir svipaða upphæð, eða
um 21 milljarð, samkvæmt upplýs-
ingum úr umhverfisráðuneytinu.
Samkvæmt svari umhverfisráðu-
neytisins við fyrirspurn Morgun-
blaðsins hafa alls verið gerðar varnir
eða eignir keyptar upp á 15 þétt-
býlisstöðum. Staðirnir eru Ólafsvík,
Patreksfjörður, Tálknafjörður,
Bíldudalur, Flateyri, Bolungarvík,
Hnífsdalur, Ísafjörður, Súðavík.
Siglufjörður, Ólafsfjörður, Seyðis-
fjörður, Neskaupstaður, Eskifjörður
og Fáskrúðsfjörður.
Ólokið er gerð varna fyrir íbúða-
byggð í þéttbýli á átta stöðum á
hættusvæði C, en í þeim flokki er
hættan talin mest og á þeim svæðum
skal öryggi tryggt með varanlegum
varnarvirkjum eða uppkaupum
íbúðarhúsnæðis. Þessir staðir eru
Patreksfjörður, Tálknafjörður,
Bíldudalur, Hnífsdalur, Siglu-
fjörður, Seyðisfjörður, Neskaup-
staður og Eskifjörður.
Vinna hófst á síðasta ári við varnir
undir Urðarbotni í Neskaupstað og
er áætlað að gerð þeirra ljúki 2021.
Þá hefst vinna við varnargarða við
Urðir, Hóla og Mýrar á Patreksfirði
nú í vor og er áætlað að þeirri vinnu
ljúki árið 2023. Undirbúningur ann-
arra verkefna er mislangt á veg
kominn.
Gjörbreyttu viðhorfi
Í grein eftir Hafstein Pálsson,
verkfræðing í umhverfis- og auð-
lindaráðuneytinu, og Tómas Jóhann-
esson, sérfræðing á Veðurstofunni, í
Morgunblaðinu 1. apríl á síðasta ári,
kemur fram að mannskæðustu nátt-
úruhamfarir seinni tíma á Íslandi
hafi orðið þegar snjóflóð féllu í Súða-
vík og á Flateyri 1995 með þeim af-
leiðingum að 34 létu lífið.
„Þessir atburðir gjörbreyttu við-
horfi landsmanna til öryggis vegna
ofanflóðahættu enda ljóst að ekki
yrði unað við að slík hætta væri fyrir
hendi. Í kjölfarið var því gripið til
róttækra aðgerða til að tryggja ör-
yggi íbúa á svæðum þar sem hætta
er á ofanflóðum,“ segir í greininni.
Allt regluverk var styrkt og ofan-
flóðanefnd sett á laggirnar og heyrði
hún undir umhverfisráðherra. Þá
var ákveðið að ríkissjóður mundi
veita sveitarfélögum sem byggju við
snjóflóðahættu á íbúðasvæðum fjár-
hagslegan stuðning til að tryggja ör-
yggi byggðarinnar gagnvart ofan-
flóðum. Veðurstofu Íslands var falin
ábyrgð á gerð hættumats, reglulegu
snjóflóðaeftirliti, mati á aðstæðum,
rannsóknum og ráðgjöf um ofan-
flóðavarnir.
Til þess að fjármagna fram-
kvæmdir og önnur verkefni þeim
tengd kváðu lögin á um stofnun á
nýjum sjóði, Ofanflóðasjóði. Tekju-
stofn hans var árlegt gjald sem lagt
var á allar brunatryggðar fasteignir,
en þær námu um 2,5 milljörðum
króna árið 2019. Þó takmarkast fjár-
heimildir sjóðsins við þá upphæð
sem ákveðin er árlega í fjárlögum,“
segir í greininni.
Lögum um varnir gegn snjóflóð-
um og skriðuföllum var breytt 2014
og 2017 til þess að heimila notkun á
hluta fjármuna Ofanflóðasjóðs til að
Varnarvirki fyrir 21 milljarð
Róttækar aðgerðir eftir snjóflóðin 1995 Aðgerðir til þessa á 15 þéttbýlisstöðum Ólokið er gerð
varna fyrir byggð í þéttbýli á átta stöðum Viðbótarkostnaður gæti verið um 21 milljarður króna
Neskaupstaður Næst leiðigarður, þvergarður og keilur undir Tröllagili.
6
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2020
Reykjavík • Mörkin 3 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900
ÚTSALAÁRSINSALLT AÐ 75% AFSLÁTTUR AF YFIR 1000VÖRUM. ALLT AÐ 50.000 AFSLÁTTUR AFYFIR 300 FARTÖLVUM
ÚTSALAN Á FULLU Í TÖLVUTEK
Opið í
dag 10-18
Snjóflóð á Flateyri og í Súgandafirði
Kolmunnaskipin
sem síðustu daga
hafa legið í fær-
eyskum höfnum
héldu á miðin
suður af Fær-
eyjum í gær.
Tíðarfarið hefur
verið afleitt á
þessum slóðum
undanfarið og lítið tóm gefist til
veiða.
Í gær voru Beitir, Börkur, Aðal-
steinn Jónsson, Jón Kjartansson,
Margrét, Venus og Víkingur á leið á
miðin. Þá var Hoffell á suðurleið
miðja vegu milli Íslands og Færeyja
síðdegis í gær.
Skipin héldu flest frá Íslandi 3.-4.
janúar. Þokkalega fiskaðist á gráa
svæðinu suður af færeysku lögsög-
unni en skipin náðu þó aðeins um
sólarhring á miðunum. Skipin voru
flest með slatta og lönduðu sum
þeirra í Færeyjum.
Til kolmunnaveiða
eftir brælukafla
Venus NS