Morgunblaðið - 16.01.2020, Síða 8

Morgunblaðið - 16.01.2020, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2020 sp ör eh f. Það er draumi líkast að ferðast til Brasilíu og Argentínu. Þessi ævintýraferð er blanda af stórfenglegri náttúru, mikilfenglegum fossum og tveimur af fallegustu borgum veraldar, Buenos Aires og Rio de Janeiro. Við heimsækjum Iguazú þjóðgarðinn, förum á tangósýningu og skoðum hina þekktu Kristsstyttu. Hér er um að ræða ógleymanlega ferð sem skilur eftir ljúfar og litskrúðugar minningar. Allir velkomnir á kynningarfund fimmtudaginn 16. janúar kl. 20:00 hjá Bændaferðum í Síðumúla 2, 2. hæð. Fararstjóri: Steingrímur Gunnarsson Kynntu þér úrval ferða á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík 6. - 19. október Brasilía & Argentína Umboðsmaður skuldara svararmeð grein í Morgunblaðinu í gær umfjöllun Staksteina frá því á mánudag þar sem bent var á að ekki væri lengur þörf á stofnuninni en samt sem áður legðu skattgreiðendur enn til hennar nærri 280 milljónir króna.    Um þetta segirumboðsmaður- inn: „Þetta er bein- línis rangt þar sem gjaldskyldir aðilar (fjármálafyrir- tæki, Íbúðalánasjóður, lífeyrissjóðir og vátryggingafélög) standa straum af kostnaði en ekki skattgreið- endur.“    Í lögum um embættið kemur ein-mitt fram að þessir aðilar „skulu standa straum af kostnaði við rekst- ur umboðsmanns skuldara með greiðslu sérstaks gjalds í samræmi við ákvæði laga þessara sem rennur í ríkissjóð.“    Þarna er sem sagt um að ræðaskatt á þessa aðila sem vitaskuld er svo á endanum greiddur af við- skiptavinum þessara aðila, almenn- ingi.    Sú fullyrðing umboðsmannsins aðþjónustan sé „ókeypis“ er auð- vitað fjarstæða.    Raunar þarf ekki að fara í lögin tilað sjá þetta, því í ársreikningi embættisins sjálfs segir að „framlög ríkisins“ nemi 275.900.000 kr.    Mikilvægt er að ríkisstarfsmenn,ekki síst forstöðumenn, hvað þá þeir sem starfa við að veita ráð- gjöf um fjármál, átti sig á þessu sam- hengi hlutanna. Ásta S. Helgadóttir Rangfærslur umboðsmanns skuldara STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við fögnum þessum framkvæmdum enda auka þær til muna öryggi á gatnamótunum þar sem mörg slys hafa orðið,“ segir Anton Kári Hall- dórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Vegagerðin hefur óskað eftir til- boðum í gerð nýs vegar frá þjóðvegi 1 að Gljúfurá. Mikil umferð ferða- manna er alla daga ársins að Selja- landsfossi og Gljúfrabúa og mun nýr vegur bæta aðgengi að svæðinu. Byggja á átta metra breiðan veg nokkru vestar en núverandi vegur er. Skal verkinu ljúka 1. júlí í sumar. Opið er fyrir tilboð í verkið hjá Vega- gerðinni til 28. janúar. „Þessi nýi vegur gefur fossunum og svæðinu þar í kring meira vægi. Nú- verandi vegur verður að einhverju leyti nýttur til göngustíga,“ segir Anton Kári. Hann segir að 900 þúsund gestir hafi heimsótt Seljalandsfoss árið 2018 og kveðst ekki búast við því að fækk- un hafi orðið í fyrra, þó að ferðamönn- um á landinu öllu hafi fækkað. „Það er smekkfullt þarna alla daga ársins. Þessi vetrarferðamennska hefur auk- ist ofboðslega undanfarin ár,“ segir sveitarstjórinn. Leggja nýjan veg að Seljalandsfossi  Nýr vegur tilbúinn 1. júlí í sumar  Gamli vegurinn nýttur í göngustíga Morgunblaðið/Sigurður Bogi Seljalandsfoss Mikil umferð ferða- manna er við fossinn árið um kring. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Afar brýnt er að endurskoða heim- ildir einstaklinga til innflutnings á ávana- og fíknilyfjum og sterum til eigin nota, að mati tollgæslustjóra. Vill tollgæslustjóri þrengja um- ræddar heimildir verulega í ljósi mála sem hafa komið upp undan- farin ár og hefur lagt fram tillögur þess efnis til heilbrigðisráðherra. Í umsögn sinni um ný lyfjalög, sem undirrituð er af Hjalta B. Árnasyni lögfræðingi, gagnrýnir tollgæslu- stjóri að lítið sé vikið að reglum um þetta. Grunsamlegar ávísanir lækna Ný lyfjalög eru nú í meðförum Al- þingis og hefur verið kallað eftir um- sögnum víða að. Ætlunin er að breyta regluverki lyfjamála hér á landi, meðal annars vegna breytinga á íslensku heilbrigðiskerfi og ýmissa tilskipana og reglugerða frá ESB sem tekið hafa gildi vegna aðildar Íslands að EES-samningnum. Gert er ráð fyrir að lyfjagreiðslunefnd verði lögð niður og verkefni hennar flutt til Lyfjastofnunar og Landspít- ala, svo dæmi séu tekin. Í umsögn tollgæslustjóra er enn- fremur getið að skynsamlegt væri að tollayfirvöldum verði heimilt að upp- lýsa Lyfjastofnun eða Embætti landlæknis um grunsamlega lyfja- ávísun lækna í málum þar sem grun- ur leikur á að brotið sé gegn núver- andi reglugerð um innflutning einstaklinga á lyfjum til eigin nota. Upp hafi komið tilvik þar sem grun- ur leikur á að einstaka læknar hafi útvegað fólki síðbúið vottorð eða lyf- seðil fyrir slíkan innflutning. Erfiðara verði að flytja hingað stera  Tollgæslustjóri vill þrengja heimildir í nýjum lyfjalögum Morgunblaðið/Golli Vaxtarrækt Sumir íþróttamenn hafa freistast til að nota stera.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.