Morgunblaðið - 16.01.2020, Qupperneq 12
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Þörfin á því að efla fjármála-læsi unga fólksins hefurreynst mikil,“ segir Þórunn Elfa Bjarkadóttir,
kennari í samfélagsgreinum við
Fjölbrautaskólann í Breiðholti. „Í
gegnum tíðina hefur verið reiknað
með að þekking á þessu sviði komi
eiginlega af sjálfu sér og síist inn
með reynslu sem lífið færir fólki.
Allir fjármálagjörningar í dag eru
hins vegar mjög flóknir og hraðinn
mikill, svo að skólarnir hafa þurft að
bregðast við.“
Vinsælt valfag
Frá haustinu 2018 hefur í FB
verið boðið upp á sérstakan áfanga í
fjármálum, sem er valfag meðal
nemenda. Raunar er fjármála-
fræðsla í einhverri mynd nú í boði í
flestum framhaldsskólum, rétt eins
og vera ber samkvæmt aðalnáms-
skrá. Víða er þetta efni þó kennt með
öðru, til dæmis lífsleikni sem grunn-
fag sem nemendur taka yfirleitt á
fyrstu önnum framhaldsskólanáms-
ins þótt vissulega bjóði einhverjir
skólar upp á sér fjármálaáfanga.
Í FB er fjármálaáfanginn
kenndur tvisvar í viku á önn, klukku-
stund í senn og gefur tvær námsein-
ingar til stúdentsprófs. Stuðst er við
bókina Lífið er rétt að byrja eftir
Gunnar Baldvinsson og út frá henni
hefur Þórunn svo unnið ýmis verk-
efni, dæmi og fleira slíkt sem nýtist
við kennsluna.
Fræðslan sé óháð
Leiðsögn um fjármál eins og
bankarnir hafa boðið upp á fyrir
ungt fólk á sér langa sögu. Þórunn
Elfa segir allt gott um slíkt að segja
en mikilvægt sé að fræðsla þessi sé á
vegum óháðs aðila en ekki starfs-
manna tiltekinna fjármálafyrir-
tækja. Lengi vel hafi námsefni hins
vegar skort en nú hafi verið leyst úr
þeim vanda.
„Þegar við í FB ákváðum að
bjóða upp sér áfanga í fjármála-
fræðslu haustið 2018 vorum við fyrst
og fremst að svara kalli. Á skóla-
fundi sem hér er haldinn einu sinni á
önn kom fram sú ósk hjá nemendum,
sem endurspeglar að krökkunum
finnst slíkt skipta máli,“ segir
Þórunn, sem kynnir fyrir nemendum
hvernig vextir á inn- og útlán reikn-
ast, fer yfir uppbyggingu sparnaðar,
þætti í heimilisbókhaldi, fasteigna-
kaup og svo framvegis. Einnig þær
leikreglur sem gilda á vinnumarkaði
út frá kjarasamningum.
Þórunn segist oft heyra á nem-
endum sínum að þeim finnist sem því
sé tekið sjálfgefnu að þeir kunni til
dæmis að lesa launaseðla og hvaða
skyldur og réttindi þau hafa gagn-
vart vinnu. Svo sé þó ekki og þar
sem vinna með skóla sé algeng sé
mikilvægt að ungmenni hafi grunn-
atriði vinnuréttarins á hreinu.
„Almenn kostnaðarvitund er
sömuleiðis nokkuð sem lærist ekki
endilega af sjálfu sér,“ segir Þórunn.
„Mörgum reynist erfitt að fóta sig í
frumskógi fjármálanna þar sem
gylliboðin eru mörg og ekki alltaf
auðvelt að sjá skóginn fyrir trjám.
Kannski hefur fjármálafræðsla í
gegnum tíðina verið einn af þessum
þáttum sem ungmenni lærðu í nær-
umhverfi sínu. Nú eru tímarnir
breyttir og í fjölbreyttu samfélagi
dagsins í dag hafa ekki allir þá þekk-
ingu og getu sem þarf til að rata í
gegnum flókin fjármál.“
Lífið byrji ekki í mínus
Í fjármálafræðslunni í FB koma
nemendur gjarnan með sögur og
dæmi úr sínu daglega lífi sem á
stundum eru tekin til rökræðu og
lært af. „Stúlka sem var hjá mér í
tímum gerði verkefni um heimilis-
bókhald og sýndi síðan móður sinni,
sem hafði ekki gert slíkt áður. Í
framhaldinu ákváðu þær mæðgur í
sameiningu að taka þann hátt upp,
sem gafst vel,“ segir Þórunn og bæt-
ir við að lokum: „Svo hefur maður
heyrt um krakka sem eru í ógöngum
með fjármál sín. Því þarf bókstaf-
lega að líta á fjármálafræðslu sem
forvörn. Það gengur ekki upp að
ungt fólk hefji lífið í mínus bara
vegna þess að það skorti almenna
yfirsýn, kostnaðarvitund og þekk-
ingu á skilmálum lána svo eitthvað
sé nefnt. Því er svo óendanlega
mikilvægt að fræða krakkana um
þessi mál og með þekkingu eru þeim
flestir vegir færir í leik jafnt sem
starfi.“
Fjármálafræðsla svarar kalli
Leiðsögn um frumskóg!
Laun, lán, sparnaður
vextir, fasteignakaup og
heimilisbókhald. Fjár-
málafræðsla nýtur vin-
sælda sem sérstakt fag við
Fjölbrautaskólann í
Breiðholti. Mikilvægt,
segir kennarinn.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Kennari Líta verður á fjármálafræðslu sem forvörn. Að ungt fólk hefji ekki lífið í mínus bara vegna þess að það
skorti almenna yfirsýn, kostnaðarvitund og þekkingu, segir Þórunn Elva Bjarkadóttir hér í viðtalinu.
Morgunblaðið/Ómar
FB Boðið hefur verið upp á fræðslu í fjármálum einstaklinga við skólann
síðastliðin tvö ár. Reynslan er góð og nemendur eru áhugasamir um efnið.
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2020
Veldu vellíðan á nýju ári og komdu
til okkar í heilsufarsmælingu
í Lágmúla eða á Smáratorg.
Afgreiðslutímar alla virka daga
Lágmúli: 8:00–16:30
Smáratorg: 8:00–12:30
lyfja.is
Komdu til okkar í
heilsufarsmælingu
VE
LD
U VELLÍÐAN
Á N Ý J U ÁR
I
Í dag, fimmtudag, kl. 17.30 heldur
Hrafnhildur Ming Þórunnardóttir
fyrirlestur í Veröld – húsi Vigdísar
við Brynjólfsgötu í Reykjavík.
Hrafnhildur er nemi á öðru ári í
Kvennaskólanum í Reykjavík, er
ættleidd frá Kína og hefur búið á
Íslandi frá því hún var fjórtán mán-
aða. Í kynningunni mun hún tala
um það hvernig það hefur verið
fyrir hana að búa á Íslandi, með
annað útlit og annan bakgrunn en
flestir Íslendingar. Þá mun hún líka
tala um ferðina sína aftur til Kína
og upplifun þar, en þangað fór hún
með móður sinni, Þórunni Svein-
bjarnardóttur, formanni BHM og
fyrrverandi umhverfisráðherra, árið
2011 til að heimsækja sínar gömlu
slóðir.
Þessi viðburður er á vegum Kín-
versk-íslenska menningarfélagsins
og Konfúsíusarstofnunarinnar
Norðurljósa, sem býður upp á
ókeypis veitingar að fyrirlestrinum
loknum.
Ættleidd frá Kína
Hrafnhildur Ming
Þórunnardóttir
Hrafnhildur
talar í Veröld
Þórunn Svein-
bjarnardóttir
Fyrirlestrar í
Snorrastofu í
Reykholti í
Borgarfirði hefj-
ast á nýju ári
með fyrirlestri sr.
Geirs Waage
sóknarprests
þriðjudaginn 21.
janúar kl. 20. Þar
fjallar Geir um
forvera sína á Reykholtsstað og
staðinn sjálfan frá árinu 1569 til
1807, það er tíma svonefndra Reyk-
hyltinga. Umbroti siðaskiptanna
lauk í Reykholti með því að síra
Jóni Einarssyni var falinn staðurinn
árið 1569. Með honum hófst tímabil
er sama ættin hélt staðinn óslitið í
185 ár, afkomendur síra Jóns. Allir
voru Reykhyltingar merkismenn
sinnar samtíðar.
Sr. Geir Waage lauk embættis-
prófi í guðfræði haustið 1978 og
vígðist á sama hausti til Reykholts,
sem hann hefur setið æ síðan sem
sóknarprestur.
Sr. Geir í Snorrastofu
Geir Waage
Fyrirlestur um
Reykhyltinga