Morgunblaðið - 16.01.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.01.2020, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2020 Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Kollavíkurvatn við Þistilfjörð fylltist af sjó í óveðri um miðjan desember og vegna þrýstings gaf mölin á milli vatns og sjávar sig með þeim afleið- ingum að þar er nú um 60 til 70 metra breitt skarð sem fer stækkandi. Lán í óláni er að þarna getur orðið besta hafnarsvæði norðausturhornsins, að sögn Eiríks Kristjánssonar, bónda í Borgum. Eiríkur hefur búið í Borgum alla sína tíð og man ekki eftir öðru eins brimi. Hann segir að í norðaustan bál- viðrinu hafi yfirborð vatnsins hækkað vel á annan metra og sprengt skarð í mölina. Fari allt á versta veg megi ætla að skarðið haldi áfram að stækka og ferskvatnið verði hluti af söltum sjó. „Mölin hefur verið að smáminnka og þar sem vatnið er djúpt hefur sjór- inn ýtt henni inn og sópað henni niður,“ segir hann. „Óvíst er að hann nái að grafa hana upp aftur.“ Yfirborð Kollavíkurvatns hefur stundum hækkað vegna úrkomu og einu sinni gerði Eiríkur frárennsli á öðrum stað í mölinni til þess að bjarga æðarvarpinu. Hann segir að sjórinn hafi áður gert skarð í mölina en þá hafi verið að minnsta kosti metri nið- ur í vatn og ekki runnið úr því. Að sögn Eiríks hefur verið mikil silungsveiði í vatninu alla tíð en verði skarðið viðvarandi sé hætt við að sil- ungurinn hverfi. „Haldi mölin áfram að brotna getur þetta orðið mjög gott hafnarsvæði,“ segir hann. Bætir við að sjórinn velti mölinni inn í vatnið, sem sé hyldjúpt. „Sex metrar eru nið- ur á leðju og reynt hefur verið að mæla þykkt hennar en enginn hefur komist niður á botn. Dýpið getur þess vegna verið 20 til 30 metrar.“ Eiríkur segir að svæðið henti sér- staklega vel fyrir höfn enda aðdjúpt fyrir utan mölina. „Hyldjúpur áll ligg- ur hérna inn,“ áréttar hann. Segir að lendingin hafi verið frekar léleg, því brimasamt sé utan við mölina en verði vatnið hluti hafs bjóði það upp á allt aðra og betri möguleika. „Héðan er gott að róa á sjó og hér mætti reisa mikilvæga útflutningshöfn. Nóg er til dæmis af vatninu sem flytja má út. Hvað sem verður er ljóst að breytingin verður mikil.“ Mölin rofnaði og vatnið fylltist af sjó  Með varanlegu skarði inn af Kollavík skapast möguleiki fyrir besta hafnarsvæðið á norðausturhorninu Ljósmynd/Vigdís Sigurðardóttir Kollavíkurvatn Erfitt hefur verið að komast að skarðinu vegna veðurs. Grunnkort/Loftmyndir ehf. Kollavíkur- vatn Kollavík Viðarvík Viðarfjall Þistilfjörður Borgir ■ ÞÓRSHÖFN KÓPASKER OG RAUFARHÖFN Kollavíkurvatn við Þistilfjörð Kollavík ■ Vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is Honeywell keramik hitarar Verð kr. 13.940 Verð kr. 3.970 Verð kr. 6.770 Fæst svartur eða hvítur Fæst rauður eða hvítur Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa undirritað 43 samninga um rekstur og þjónustu hjúkrunarheimila á landinu til næstu tveggja ára, en samningslaust var um þjónustu þeirra á árinu 2019. Gerðir voru samhljóða samningar við rekstrar- aðila hjúkrunar- og/eða dvalar- rýma en ekki rammasamningur við Samtök fyrirtækja í velferðar- þjónustu og Samtök íslenskra sveitarfélaga eins og verið hefur. Samningarnir taka alls til 2.468 hjúkrunar- og dvalarrýma og nema um 32,5 milljörðum króna á ári á verðlagi ársins 2020. Þetta kemur fram í frétt frá Sjúkratryggingum í gær. Þar segist stofnunin fagna því að þessir mikil- vægu samningar séu í höfn og náðst hafi samkomulag bæði um daglega þjónustu svo og um leiðir til að halda áfram að þróa samstarf aðila samningsins. Samið við 43 hjúkrunarheimili Utanríkisráðuneytið gagnrýnir harð- lega frumvarp átta þingmanna Vinstri grænna um breytingar á varnarmála- lögunum í nýrri umsögn og segir þær gerbreyta forræði utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra á sviði ör- yggis- og varnarmála auk þess sem ákvarðanir um varnarframkvæmdir yrðu settar í uppnám ef þær væru samþykktar. Þingmennirnir leggja til þær breyt- ingar á varnarmálalögunum að annars vegar verði allar bókanir og viðbætur við varnarsamning Íslands og Banda- ríkjanna bornar undir Alþingi til sam- þykktar og hins vegar skuli bera alla uppbyggingu og framkvæmdir um- fram eðlilegt viðhald á öryggissvæð- um, varnarsvæðum og mannvirkjum NATO undir Alþingi til samþykktar. Í umsögn utanríkisráðuneytisins segir m.a. um þessar tillögur að breyt- ingarnar miði að því að skerða forræði utanríkisráðherra á framkvæmd ör- yggis- og varnarmála á Íslandi með því að taka úr höndum hans ábyrgð og umsjón með samningagerð við erlend ríki, hermálayfirvöld og alþjóðastofn- anir og vegna framkvæmda á öryggis- svæðum. „Með þessu væri Alþingi að færa til sín framkvæmdavald sem gengur gegn þrískiptingu ríkisvaldsins og grundvallarreglum stjórnarskrár um aðskilnað löggjafarvalds og fram- kvæmdavalds. Með slíkri breytingu væru ákvarðanir um byggingu íbúðar- og athafnahúsnæðis á Keflavíkurflug- velli, háðar sérstakri heimild lög- gjafans,“ segir í umsögninni. Veikir samningsstöðu Íslands Minnt er á að ríkt og reglulegt sam- ráð eigi sér stað við Alþingi um öll meiriháttar utanríkismál og Alþingi sé upplýst reglulega um öryggis- og varnarmál. Síðan segir í umsögn utan- ríkisráðuneytisins: „Yrði frumvarp þetta samþykkt myndi það hafa í för með sér ger- breytingu á forræði utanríkis og þró- unarsamvinnuráðherra á sviði örygg- is- og varnarmála, sem væri í algeru ósamræmi við samningsforræði og samráð sem fer fram um aðra mála- flokka sem undir utanríkisráðuneyti heyra. Eðli verkefnanna, málaflokks- ins og þörf á trúnaði við samnings- gerð, umfjöllun og fyrirsvar í mála- flokknum kallar á ríkan trúnað í samráði og samskiptum við Alþingi á meðan á samningsgerð stendur. Gjör- breytt framkvæmd sem þessi breyt- ingatillaga gerir ráð fyrir, myndi setja ákvarðanir um tilteknar varnarfram- kvæmdir í uppnám, veikja samnings- stöðu Íslands í samskiptum við önnur ríki á þessu sviði og getur valdið því að ógerlegt verði að standa við varnar- skuldbindingar okkar gagnvart Bandaríkjunum og innan Atlantshafs- bandalagsins.“ omfr@mbl.is Gjörbreyting ylli uppnámi  Utanríkisráðuneytið gagnrýnir frumvarp átta VG-þingmanna um breytingar á varnarmálalögum  Ógerlegt gæti orðið að standa við varnarskuldbindingarnar Hvar er næsta verkstæði? FINNA.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.