Morgunblaðið - 16.01.2020, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2020
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Frá 2010 til loka árs 2019 er heildar-
magn dýpkunarefnis úr Landeyja-
höfn og innsiglingunni að henni
rúmlega 4,1 milljón rúmmetrar (m³)
eða nákvæmlega 4.148.764 rúm-
metrar. Þetta er alveg geysilegt
magn af sandi og margfalt meira en
áætlað var þegar höfnin var hönnuð.
Í matsskýrslu fyrir Landeyjahöfn
(Bakkafjöruhöfn, 2008) og tengdar
framkvæmdir var heildarmagn við-
haldsdýpkunar áætlað um 30 þús-
und m³ á ári og eftir aftakaveður var
reiknað með að gæti þurft að fjar-
lægja um 80 þúsund rúmmetra.
Reyndin var sú að margfalt meira
hefur þurft að losa úr höfninni. Til
dæmis var 317.700 rúmmetrum af
sandi dælt upp árið 2019 og árið
2020 er áætlað að dæla upp 300.000-
500.000 m³, samkvæmt upplýsingum
frá Vegagerðinni.
Forsendur áætlunar á umfangi
viðhaldsdýpkunar hafa ekki staðist.
Fyrir því eru nokkrar ástæður og
vegur þar þyngst gosið í Eyjafjalla-
jökli vorið 2010. Í kjölfar þess stór-
jókst framburður frá jöklinum sem
veldur meiri efnisburði í innsiglingu
Landeyjahafnar en reiknað var
með.
Stækka þarf svæði losunar
Eins og fram kom í frétt í
Morgunblaðinu sl. þriðjudag hefur
Vegagerðin birt til kynningar frum-
matsskýrslu VSÓ Ráðgjafar um ný
efnislosunarsvæði fyrir utan Land-
eyjahöfn.
Til þessa hefur efnið verið losað á
afmörkuðu svæði. En nú er talið
nauðsynlegt að stækka það svæði
vegna þess hve umfangsmikil efnis-
losunin hefur reynst. Eftir stækkun
verður svæðið um 240 hektarar að
stærð og getur tekur við um 10
milljón rúmmetrum af efni. Þessi
svæði, sem eru í um 3,0 kílómetra
fjarlægð frá Landeyjahöfn, eru talin
duga til næstu 20-30 ára.
Niðurstaða frummatsskýrslunnar
var sú að losun á efni úr höfninni á
nýjum svæðum í sjó er talin hafa
óveruleg neikvæð áhrif á lífríki sjáv-
ar og fjöru.
Rannsóknir á kornadreifingu á
dýpkunarefni úr Landeyjahöfn hafa
sýnt að dýpkunarefnið er að lang-
mestum hluta fínn og meðalgrófur
sandur, þ.e. með kornastæð undir 1
millimetra, segir m.a. skýrslunni.
Straumhraði sjávarfalla er yfir 0,15
m/s í 61% af tímanum og ölduhæð er
yfir 2 metrar í um 35% af tímanum.
Því eru korn að stærð 1 mm á hreyf-
ingu að minnsta kosti 20% af tím-
anum og hreyfing á minni kornum
er enn tíðari. Hafstraumar eru með
ríkjandi stefnu til vesturs við suður-
strönd Íslands og ríkjandi öldu-
stefna á svæðinu er suðvestan.
Efnið færst til norðvesturs
Dýptarmæling á núverandi og
fyrirhuguðum losunarsvæðum við
Landeyjahöfn hafa sýnt að efnið
sem losað hefur verið er almennt að
færast til norðvesturs. Einnig hafa
þær sýnt að haugarnir sem voru á
svæðinu 2017 hafa minnkað og færst
um 50 metra til vesturs. Það sé því
ljóst að efni á öllu losunarsvæðinu
sé á mikilli hreyfingu. Eftir því sem
sandurinn berst nær landi mun
hann fara aftur inn í sandburðar-
búskap suðurstrandarinnar. Þar
munu straumar og öldur færa sand-
inn til og móta ströndina þannig að
hún haldi sinni náttúrulegu mynd.
Með því að stækka losunarsvæðið
og dreifa efninu yfir stærra svæði
verði hægt að koma í veg fyrir að
haugar myndist. Botnsýni, sem tek-
in voru á svæðinu, hafa sýnt að við
þessar aðstæður þrífst nær ekkert
líf við botninn.
Í frummatsskýrslunni er einnig
gert ráð fyrir að hafa heimild fyrir
því að losa efni á rifi sem er utan
hafnargarðsins. Þessir losunarstaðir
hafa ekki verið notaðir undanfarin
ár, en talið mikilvægt að eiga mögu-
leika á því ef nauðsyn krefur.
Sandrifin myndast á ný
Samkvæmt áratuga dýptarmæl-
ingum liggur sandrif framan við
suðurströndina í um 800-1.000
metra fjarlægð. Óvenjulegt veð-
urfar og öldufar árin 2010 og 2011
breytti ströndinni framan við höfn-
ina þannig að sandrifið minnkaði og
hvarf að hluta. Veturinn 2012 færð-
ist öldufarið í sitt vanalega ástand
og sandrifið byrjaði að myndast aft-
ur. Losun við sandrifin er ætlað að
styrkja og flýta fyrir myndun á
sandrifinu ef öldufar er þannig að
það hverfi eða minnki verulega.
Ekki er búist við reglulegri losun á
þessum svæðum. Þegar sandrifið er
utan við höfnina brotnar aldan á rif-
inu og við það lækkar hún og missir
orku. Hafnarmannvirkin verða því
fyrir minni áraun og sandflutningar
minnka. Samkvæmt rannsóknum er
sandburður inn í höfnina minni þeg-
ar sandrifið er fullmyndað.
Sandfjallið úr Landeyjahöfn
Frá 2010 til loka árs 2019 er heildarmagn dýpkunarefnis úr Landeyjahöfn rúmlega 4,1 milljón
rúmmetrar Margfalt meira magn en áætlað var í upphafi Mest fínn og meðalgrófur sandur
Fróðlegt er fyrir lesendur að fá
samanburð á sandmagninu við
eitthvað sem hægt er að miða
við. Hér til hliðar er saman-
burður kortagerðarmanns
blaðsins, Sigurðar B. Sigurðs-
sonar, við pýramída.
Morgunblaðið leitaði til verk-
fræðinga Vegagerðarinnar og
þeir gerðu auðvitað samanburð
við snjómokstur:
Þetta er jafnmikið og að
moka 3 metra snjólagi af 152
km og 9 metra breiðum vegi á
10 árum. Ef því er deilt niður á
ár er hægt að segja að þetta sé
svipað og að moka 30 cm snjó-
lag af 152 km löngum 9 metra
breiðum vegi á hverju ári. Það
er langleiðin í Vík frá Reykjavík.
Snjómokstur
að Mýrdal
SAMANBURÐURSandurinn úr Landeyjahöfn er á stærð við pýramídana í Gísa
Sandur sem dælt hefur
verið upp úr Landeyjahöfn
4,1 milljón rúmmetrar
Pýramídarnir í Gísa
5,0 milljón rúm-metrar alls
Morgunblaðið/Hallur Már
Algeng sjón Gamli Herjólfur siglir inn í Landeyjahöfn þar sem dýpkunar-
skipið Dísa er að störfum. Efnið er síðan losað fyrir utan höfnina.
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646