Morgunblaðið - 16.01.2020, Síða 33
33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2020
Síðumúli 13
577 5500
108 Reykjavík
www.atvinnueign.is
Fasteignamiðlun
Halldór Már Sverrisson
Viðskiptafræðingur
Löggiltur fasteignasali
Löggiltur leigumiðlari
898 5599
halldor@atvinnueign.is
Lagerhúsnæðimeð góðri lofthæð 1.335,4m2
Húsnæðið er mikið opið rými með góðri lofthæð og skiptist í um
1.200 m2 lagerrými og um 135 m2 skrifstofur og kaffistofu á annarri
hæð. Möguleiki er að skipta húsnæðinu niður í tvö minni leigurými
frá 550m2 til 800m2. Í húsnæðinu eru þrjár ca. 5 metra háar
innkeyrsluhurðar.
Stórt malbikað plan við húsið. Ekki vsk húsnæði.
Húsnæðið er laust samkvæmt samkomulagi.
Iðnaðar og lagerhúsnæði 390m2
Til leigu 390 fm iðnaðar- og lagerhúsnæði á vinsælum stað við
Smiðshöfða. Lofthæð er um 8 metrar þar sem hæst er.
Innkeyrsluhurð er ca. 4,5 metra há með rafmagnsopnun. Þriggja fasa
rafmagn. Á 2. hæð eru tvær skrifstofur, parketi á gólfi og
starfsmannaastaða. Húsnæðið er allt hið snyrtilegasta.
Rýmið skiptist í 328 m2. iðnaðarhúsnæði á jarðhæð auk um 62 m2.
millilofts, samtals 390 m2.
TIL LEIGU TIL LEIGULYNGHÁLS 15, GARÐABÆ SMIÐSHÖFÐI 11, RVK
Upplýsingar veitir: HalldórMár Sverrisson löggiltur fasteignasali og leigumiðlari
í síma 898 5599 eða halldor@atvinnueign.is
Aðstæður í snjóflóðinu á Flateyri í
fyrrinótt hafa um margt sama svip
og gerðist haustið 1995. Þá féll
flóð kl. 4.07 aðfaranótt 26. októ-
ber þegar flestir íbúanna voru í
fastasvefni. Flóðið þá sem kom úr
svonefndri Skollahvilft í fjallshlíð-
inni ofan við bæinn féll á nítján
íbúðarhús sem í voru 45 manns.
Tuttugu létust. Leit og björgunar-
aðgerðir heimamanna hófust þá
þegar en undir hádegi komu björg-
unarmenn frá Ísafirði á staðinn.
Þeir fundu fjóra á lífi í rústunum,
en 21 bjargaðist af eigin rammleik
eða með aðstoð nágranna áður en
skipulagðar björgunaraðgerðir
hófust.
Vel á fjórða hundrað björgunar-
sveitarmenn héldu til Flateyrar
sem meðal annars komu vestur
með varðskipi. Aðgerðir tóku alls
um hálfan annan sólarhring, en
þær voru torsóttar meðal annars
sakir þess að snjór var þéttur og
harður. Ellefu ára stúlku, Sóleyju
Eiríksdóttur, var bjargað eftir að
hafa verið níu klukkustundir í köld-
um snjónum. Sóley er í dag sagn-
fræðingur og hefur meðal annars
skrifað bók um snjóflóðið, Nóttin
sem öllu breytti, sem kom út árið
2016.
Varnargarðir reistir
Aðeins efsta húsið, af þeim sem
flóðið á Flateyri hreif með sér, tald-
ist á hættusvæði. Sú staðreynd
kallaði bæði á umræðu og aðgerðir
og í kjölfarið voru reistir miklir
varnargarðar á þeim stað þar sem
flóðið kom. Sú framkvæmd sann-
aði fljótt gildi sitt – og enn betur í
atburðum líðandi viku.
HAMFARIR Á FLATEYRI 1995 SVIPAÐAR ÞVÍ SEM GERÐIST NÚ
Flateyri Björgunaraðgerðir sóttust seint sakir þess hve snjór var þykkur og harður.
Morgunblaðið/RAX
Flóð um miðja nótt féll 19
hús sem í voru 45 manns
„Snjóflóðið og allt sem því tengist voru hrikalegir at-
burðir sem munu fylgja mér alla ævi. Tæpast líður sá
dagur að eitthvað því tengt komi ekki upp í hugann,“
segir Garðar Sigurgeirsson í Súðavík. Honum eru ham-
farirnar fyrir aldarfjórðungi í fersku minni og rifjar þær
hér upp.
Síminn á heimili Garðars og Önnu Lindar Ragnars-
dóttur konu hans á Nesvegi 11 hringdi fljótlega upp úr
klukkan hálfsjö að morgni 16. janúar. Í símanum var
Auðunn Karlsson nágranni hans, sem komst svo að orði
að húsið sem stóð ofan við hans hefði greinilega tekið of-
an í snjóflóði og væri að hálfu komið
upp á þakið á sínu húsi. Eitthvað al-
varlegt hefði gerst eins og kom á dag-
inn. Í umræddu húsi áttu heima þau
Sveinn Salomonsson og Hrafnhildur
Þorsteinsdóttir, sem létust bæði.
Tveir menn aðrir sem voru í húsinu,
sem var nyrst í jaðri snjóflóðsins,
sluppu lifandi.
„Við konan mín fórum út og hittum
Bjarna Auðunsson og Fjalar Gunn-
arsson, formann björgunarsveitar-
innar. Við gengum inn eftir Nesveginum og á stað þar
sem við sáum vel yfir – og gerðum okkur þá ljóst að snjó-
flóðið hafði fallið yfir allan miðhluta þorpsins og brotið
fjölda húsa. Þetta var hrikalegt að sjá, en þegar hér var
komið sögu hafði óveðrinu slotað um stund. Það breyttist
þó fljótlega og næstu fjóra daga var iðulaus stórhríð sem
torveldaði mjög allt björgunarstarf,“ segir Garðar.
Gekk í málin af æðruleysi
Frystihúsið í Súðavík varð afdrep þorpsbúa eftir snjó-
flóðið og miðstöð björgunarstarfs. Með skóflum og
stöngum hófu heimamenn leit, en skriður á aðgerðir
komst á ellefta tímanum um morguninn þegar djúp-
báturinn Fagranes náði til Súðavíkur frá Ísafirði með
björgunarsveitarmenn. Ferjan fór svo til baka síðdegis
og með honum fjöldi Súðvíkinga, enda þótti í ljósi að-
stæðna ráðlegast að flytja sem flesta á brott. Garðar og
nokkrir fleiri voru þó áfram á staðnum. Leiðsögn stað-
kunnugra var björgunarmönnum mikilvæg og auðveld-
aði störf þeirra, svo sem við að bera kennsl á fólk sem
fannst látið.
„Við aðstæður eins og þarna voru uppi hefur maður
ekkert val, heldur bara gengur í málin af æðruleysi og
gerir sitt besta. Í svona verkefnum kemur líka fljótt í ljós
úr hvaða efni fólk er gert, þó að ég geri hreint ekki lítið
úr því að sumum sé þetta um megn. Ég á til dæmis erfitt
með að setja mig í spor fólksins sem þarna missti ná-
komna ættingja og börnin sín. Sjálfur slapp ég vel að því
leyti, “ segir Garðar sem dvaldist fram á laugardag í
Súðavík. Var þá viðstaddur fjölsótta minningarathöfn
um þá sem létust, en henni var útvarpað og þjóðin hlust-
aði.
Hvatningin var mikilvæg
„Langflestir sem bjuggu hér í snjóflóðinu völdu að
vera hér áfram. Þar réði miklu sá stuðningur sem við
fengum. Ekki síst höfðu mikið að segja yfirlýsingar og
hvatning Vigdísar Finnbogadóttur, þá forseta Íslands,
og Davíðs Oddssonar forsætisráðherra,“ segir Garðar,
sem býr enn í dag í Súðavík, það er í hverfinu sem var
reist eftir snjóflóðin. Er Garðar meðal eigenda Vest-
firskra verktaka á Ísafirði og sækir þangað vinnu dag-
lega en reynslan hefur þó kennt honum að gæta vel að
veðri á viðsjárverðri leið.
Fylgir mér alla ævi
Í Súðavík í snjóflóðinu fyrir 25 árum Situr í huga
Torvelt björgunarstarf Gekk í mál og gerði mitt besta
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Súðavík Minningarreitur um fórnarlömb snjóflóðsins.
Garðar
Sigurgeirsson