Morgunblaðið - 16.01.2020, Side 36

Morgunblaðið - 16.01.2020, Side 36
36 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2020 Verið velkomin í verslun okkar Opið mán - fim kl. 8:30 –17:00, fös 8:30–16:45 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is ÞORRATILBOÐ ER ALLT KLÁRT FYRIR ÞORRABLÓTIN? 25% AFSLÁTTUR AF VÖLDUM VÖRUM HITALOGAR HITAKASSAR MELAMIN BAKKAR SNAFSAGLÖS SWAN POTTAR HITABORÐ ● Heildarviðskipti með fasteignir námu 560 milljörðum króna í fyrra í alls 12.200 kaupsamningum. Það var 24 milljörðum króna meira á nafnvirði en árið 2018 og 53 milljörðum króna meira en þensluárið 2017. Þetta kemur fram í nýjum tölum Þjóðskrár Íslands um veltuna í fyrra. Þróunin frá 2014 er sýnd á grafinu hér fyrir ofan. Veltan var 406 milljarðar króna árið 2007 en það eru um 682 milljarðar á núverandi verðlagi miðað við breytingu á vísitölu neysluverðs. Á þensluárunum fyrir efnahags- hrunið var lánsfjárhlutfallið gjarnan hátt við fasteignakaup. Með innkomu bank- anna á íbúðalánamarkaðinn 2004 varð aðgengi að lánsfé greiðara. Velta fasteignavið- skipta 560 milljarðar Fasteignavelta Nafnvirði þinglýstra kaupsamninga 2004 2009 2014 2019 Allt landið 2004-2019, ma.kr. Heimild: Þjóðskrá Íslands 406 560 227 99 BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Álframleiðsla Kína var 10% af heildarframleiðslu á málminum í heiminum árið 2000 en er í dag 56%. Framleiðsluaukningin í landinu svarar til tvöfaldrar ársframleiðslu Íslands á hverju ári. Þetta kom fram í máli Martin Jackson, álsér- fræðings hjá breska ráðgjafarfyrir- tækinu CRU, á morgunverðarfundi Landsvirkjunar í gær, sem haldinn var undir yfirskriftinni Orkumark- aðir í mótun: Íslensk orka á alþjóð- legum mörkuðum. Erindi Jacksons hét The rise of China and sustain- able aluminium: where does Iceland fit in? Eða Uppgangur Kína og sjálfbær álframleiðsla: hvernig passar Ísland inn í myndina?, í laus- legri íslenskri þýðingu. Mikil áhrif á heiminn Kínverjar framleiða ál sitt að 87% hluta með jarðefnaeldsneyti, og hef- ur það því gríðarleg áhrif á samtölur fyrir heiminn allan, þegar skoðað er hlutfall jarðefnaeldsneytis í fram- leiðslu áls. Með Kína eru nú tveir þriðju hlutar alls áls í heiminum framleiddir með jarðefnaeldsneyti. Í máli Jacksons kom fram að um 50% af eftirspurn eftir áli í heim- inum kæmu frá Kína. Þá sagði hann að álverð í heiminum hefði lækkað til lengri tíma litið, eða á tímabilinu 1990-2018, leiðrétt fyrir verðbólgu. Hann sagði að mikil hækkun hefði orðið á álverði árið 2018, en síðan þá hefði verð lækkað. Þar spilar inn í viðskiptastríð milli Bandaríkjanna og Kína. Mikil samkeppni ríkir á ál- markaði, að hans sögn. Jackson segir að árið 2019 hafi verið slæmt ár fyrir álframleiðend- ur, en eftirspurn minnkaði þá um eitt prósent. Er það í fyrsta skipti í áratug sem það gerist. CRU spáir hins vegar 1,7% aukningu eftir- spurnar á þessu ári. Meðal þess sem hafa mun áhrif er spá um að bílaiðn- aðurinn muni ná sér á strik aftur eftir talsverðan sölusamdrátt í fyrra. Þá kom fram í máli Jacksons að sjö prósent álvera heimsins hefðu verið rekin með tapi árið 2019, og helmingur þeirra verið í Kína. „Við búumst við því að árið 2020 verði 8% álvera rekin með tapi.“ Hann segir að Noregur hafi verið samkeppnishæfari en Ísland með sína framleiðslu á síðasta ári, en Norðmenn fullvinna vörur úr áli í meiri mæli en Íslendingar. Rafbílar auka eftirspurn Jackson horfði einnig til framtíðar og sagði að rafbílar yrðu 25% af allri bílasölu heimsins fyrir árið 2030. 70% þess fjölda yrðu bílar sem nota eingöngu rafhlöðu. Þetta þýðir aukna eftirspurn eftir áli, því bein tengsl eru á milli drægi bíla og þess að hafa þá létta. Annað sem spilar inn í aukna eftirspurn er að áldósir munu samkvæmt spám ná markaðs- hlutdeild af plastflöskum, eða 3% á næstu tíu árum. Dósir eru um 10% allrar eftirspurnar eftir áli í dag. Álframleiðsla Kína úr 10% í 56% heimsframleiðslunnar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ál Jackson segir að árið 2019 hafi verið slæmt ár fyrir álframleiðendur, en eftirspurn minnkaði þá um eitt prósent. Orka » Stórnotendur raforku nota 80% allrar raforku á Íslandi, fyrirtæki 15% og heimilin 5%. » Stórnotandi þarf að nota ígildi 20 þúsund heimila. » Raforkukostnaður fyrirtækja er tvisvar sinnum meiri en stór- notenda, og kostnaður heimila er 3-4 sinnum hærri en stórnot- enda. » Landsvirkjun á og rekur 18 aflstöðvar.  Í Kína eru 87% áls framleidd með jarðefnaeldsneyti  Eftirspurn minnkaði 2019 16. janúar 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 122.95 123.53 123.24 Sterlingspund 159.56 160.34 159.95 Kanadadalur 93.99 94.55 94.27 Dönsk króna 18.305 18.413 18.359 Norsk króna 13.807 13.889 13.848 Sænsk króna 12.985 13.061 13.023 Svissn. franki 126.8 127.5 127.15 Japanskt jen 1.1165 1.1231 1.1198 SDR 169.63 170.65 170.14 Evra 136.82 137.58 137.2 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.2717 Hrávöruverð Gull 1544.95 ($/únsa) Ál 1766.0 ($/tonn) LME Hráolía 64.29 ($/fatið) Brent STUTT Fulltrúar þriggja japanskra fisk- sölufyrirtækja, Maruha, Okada Suisan og Azuma, munu á miðviku- dag í næstu viku halda kynningu hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja. „Þetta eru risastór sölufyrirtæki sem ætla að koma til okkar og ræða japanska markaðinn og tengda markaði, fjalla um tegundir og af- urðir og hvort einhver tækifæri eru í viðskiptum milli landanna,“ segir Hrafn Sævaldsson, nýsköpunar- og þróunarstjóri þekkingarsetursins. „Þetta eru rosalega stór fyrir- tæki,“ ítrekar Hrafn og vísar meðal annars til veltu Maruha, en hún nemur um 920 milljörðum japanskra jena, jafnvirði um þúsund milljarða íslenskra króna, og hefur fyrirtækið 11.300 starfsmenn samkvæmt Fin- ancial Times. Þróaður markaður Okada Suisan sérhæfir sig í vinnslu og sölu loðnu og loðnuafurða og er með um 50% markaðshlutdeild í Japan. Félagið, sem Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum varð meðeigandi í árið 2017, selur til um 50 þúsund verslana. Hrafn segir tækifæri geta falist í sölu íslenskra sjávarafurða til Jap- ans. „Þessi fyrirtæki eru meðal ann- ars í loðnu, loðnuhrognum, grálúðu, karfa og makríl, bæði landfryst og sjófryst. Þetta er rosalega þróaður markaður og hægt að læra mikið af þeim, enda alþjóðleg fyrirtæki sem hafa þekkingu á þróuninni í grein- inni.“ gso@mbl.is AFP Markaður Talið er að tækifæri séu á Japansmarkaði. Kynna tækifærin á Japansmarkaði  Japönsk fisksölu- fyrirtæki halda erindi í Vestmannaeyjum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.