Morgunblaðið - 16.01.2020, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 16.01.2020, Qupperneq 40
Alþýðublaðið 2. mars 1971 Undir liðnum „Alþýðublaðið segir“: „Við getum ekki dansað kringum fuglshaminn en látið þetta fólk lönd og leið. Krækjum okkur í blessaðan geirguflinn. En sendum FYRST eftir fólkinu.“ Tilefni fyrirsagn- arinnar er bók Andra Snæs Magnasonar, Um tímann og vatnið. Þótt sjálfur beri ég ekki nafnið Ketill sam- sama ég mig því ágæt- lega enda var sá Ketill Ketilsson sem Andri Snær vísar til í bók sinni langafi minn og það sem meira er, að varla get ég annað en tekið það til mín þegar mér er sagt að skömm hafi löngum hvílt á afkomend- um þessa manns. Hann hafi drepið síðasta geirfuglinn og væri ráð fyrir andvaralausan samtímann að horfa til hans sem vítis til varnaðar; varla vilji menn feta í fótspor Ketils Ketilsson- ar, varla vilji menn verða Ketill! Sögunni skal skilað af sanngirni Áður en ég gef Andra Snæ sjálfum orðið, þannig að ég leggi honum ekki orð í munn, langar mig til að skýra ögn hvers vegna okkur afkomendum Ketils Ketilssonar líkar þessi mál- flutningur illa, þykir hann ósanngjarn og beinlínis villandi sögufölsun. Þá er þess að geta að þessi afi móð- ur minnar er ekki látinn njóta sann- mælis. Honum er skilað til okkar samtíma sem allt öðrum manni en hann raunverulega var. Í Hávamálum segir að þótt mann- lífið sé hverfult deyi orðstír aldrei „hveim er sér góðan getur“. Orðstír Ketils Ketilssonar virðist af þeim heimildum sem ég hef séð hafa verið óumdeildur. Það eru síðari tíma menn sem hafa reynt að hafa af honum mannorðið, gera orðstír hans að engu. Og verra en það, snúa honum upp í andhverfu sína, illvirkja sem eigi að hafa skömm á. Og enn er á þessu hamrað nú á bók Andra Snæs Magna- sonar. Vitanlega er það svo að jafnvel hin- um bestu mönnum getur orðið á í líf- inu og þannig gæti það hafa gerst að það hefði hent hinn mætasta mann að vera valdur að óhappaverki svo sem að reka smiðshöggið á útrýmingu dýrategundar. Verra er þegar slíkt er hermt upp á menn að ósekju. Uppi með það hefur langafi minn verið lát- inn sitja þótt órækar heimildir sýni svo ekki verður um villst að söguburðurinn um hann er ósannur. Er nú mál að linni. Svo mælist Andra Snæ Víkur þá sögunni að þeirri afbökun á orð- spori þessa manns sem Andri Snær hefur nú gert að sinni. Skal nú vitnað í fyrrnefnda bók hans: „Útdauði dýrategundar af manna- völdum er stórviðburður. Á Íslandi misstum við geirfuglinn þann 3. júní árið 1844 þegar síðustu tveir fuglarnir voru drepnir í Eldey. Fræðiheiti geir- fuglsins er Pinguinus impennis og það hefði verið fallegt að eiga okkar eigin norrænu mörgæs en því miður tíðk- aðist ekki að friða dýr á þessum tíma. Árið 1929 varð nokkur ritdeila í blöð- um út af þessum fugli þegar Peter Nielsen fuglafræðingur á Eyrar- bakka skrifaði um síðustu geirfuglana í Lesbók Morgunblaðsins. Hann lýsti því hvernig hamir þeirra urðu verð- mætari meðal safnara eftir því sem fuglinn varð sjaldgæfari. Að lokum fengu sjómenn ígildi heillar vertíðar í laun fyrir að fanga fugla og egg fyrir evrópska safnara, sem stuðlaði að enn hraðari tortímingu tegundarinnar. Ólafur Ketilsson, sonur mannsins sem drap síðasta geirfuglinn, svarar Peter í aðsendri grein og þykir vegið að æru föður síns. Peter svarar Ólafi og segir að hann hafi ekki nefnt nein nöfn í sinni grein og útskýrir af hverju hann fór þá leið: „Af lotningu fyrir minningu dáins manns, og til þess að særa ekki til- finningar ættingja hans og vina, nefndi ég ekki nafn þess manns, sem mér hafði verið sagt að drepið hefði síðustu geirfuglana, sem vitað var um að til væru í heiminum, eða verið hafði svo ógæfusamur að valda dauða þeirra, enda áleit ég að það kæmi al- menningi ekki við og óþarft væri að halda því á lofti. (P. Nielsen: „Síðustu geirfuglarnir“. Vísir, 12. september 1929, bls. 5).“ „Því alls ekki ósennilegt“ „En úr því að Ólafur stígur fram“ – og er enn vitnað í bók Andra Snæs – „telur Peter Nielsen ástæðu til að árétta hvað gerðist örlagaríka júní- daginn árið 1844 og vísar í danska skýrslu: „Sé þessi skýrsla rétt, sem mér virðist engin ástæða til að vefengja, þá hefur hann heitið Jón, maðurinn sem veiddi næstsíðasta geirfuglinn og Sig- urður, sá sem veiddi þann síðasta, en maðurinn sem handlék síðasta geir- fuglseggið – sem ekki er ólíklegt að hafi verið svo gráungað að um líf hafi verið að ræða innan undir skurninni – hann segir prófessor Newton að hafi heitið Ketill. Það er því alls ekki ósennilegt, að það hafi einmitt verið Ketill, sem drap síðasta geirfuglinn!“ Samkvæmt lesbókinni fæddist Pet- er Nielsen árið 1844, þremur mán- uðum og fimm dögum fyrir drápið á síðasta geirfuglinum, og lánaðist því ekki að sjá þessa skepnu. Árið 1929 var hann orðinn 86 ára og búinn að vera lamaður í nítján ár en ritfærnin bendir til að hann hafi verið skýr í höfðinu og hann er hárbeittur í ádeilu sinni.“ (Andri Snær Magnason: Um tím- ann og vatnið, bls. 139-144.) Tilefni til leiðréttingar Þótt ekki deili ég aðdáun á álykt- unargáfu Peters Nielsens í þessu skrifi hans og hvernig hann fer þar með staðreyndir þá efast ég ekki um góðan hug hans hvað varðar baráttu fyrir verndun dýra í útrýmingar- hættu og að þar hafi framlag hans verið mikilvægt. Það truflar mig óneitanlega að hann skyldi ekki hafa leiðrétt sína fyrri frásögn eftir að honum barst í hendur dönsk þýðing á sjálfri frumheimildinni þar sem greinir frá þeim atburðum sem um ræðir. Í þá heimild hefði Andri Snær Magnason einnig getað skyggnst áður en hann kvað upp sína dóma því hún er nú öllum aðgengileg, ekki að- eins í danskri þýðingu heldur einnig á ensku. Því máli sem hún var rituð á. Frumheimildir Árið 1861 birtist í Bretlandi grein- argerð sem byggðist á rannsóknum tveggja breskra náttúrufræðinga, Johns Wolleys og Alfreds Newtons, sem komið höfðu til Íslands í geir- fuglaleit þremur árum áður. (A. New- ton (1861) Abstract of Mr. J. Wolley’s researches in Iceland respecting the Gare-fowl or Great Auk (Alea Im- pennis, Linn) Ibis 3 (4): 374-399). Greinargerðin, sem er afar ná- kvæm, er sú heimild sem er áreiðan- legust því hún stendur næst þeim sem best þekktu til. Vísindamenn- irnir ræddu við yfir hundrað manns þar á meðal tólf af fjórtán sem tóku þátt í síðasta leiðangrinum til að fanga geirfugl í Eldey. Þarna lýsa þeir nákvæmlega hvernig þrír menn hafi treyst sér upp í eyna í miklum sjógangi, þeirra á meðal Ketill Ketils- son. Félagar Ketils drápu tvo fugla, en um þátt Ketils segir: „Ketil(l) then returned to the sloping shelf whence the birds had started, and saw an egg lying on the lava slab, which he knew to be a Gare-fowl’s. He took it up, but finding it was broken, put it down again.“ Það er því alveg ljóst að Ketill drap engan geirfugl í þessari ferð, og það er þess vegna gróf sögufölsun að segja að hann hafi drepið síðasta geir- fuglinn! Það sem meira er, hann hvorki stýrði umræddum leiðangri, né kom hann á nokkurn hátt að sölu geirfuglanna þótt slíku hafi einnig ranglega verið haldið fram. Geirfuglinn fórnarlamb sjósóknara og safnara Niðurstaða bresku vísindamann- anna var sú að geirfugli hefði nánast Ég vil vera Ketill Eftir Ólaf Bjarna Andrésson » Fyrir vikið mætti ætla að sá sem þann- ig hugsar geti skilið að aðrir kunni að bera svip- aðar tilfinningar í garð þeirra sem að þeim standa og að ef orðstír þeirra er meiddur að ósekju þá kalli það á við- brögð og leiðréttingu. Ólafur Bjarni Andrésson 40 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2020 www.gilbert.is Hjá Gilbert úrsmið sérhæfum við okkur í úrsmíði, hönnun og framleiðslu úra
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.