Morgunblaðið - 16.01.2020, Síða 42

Morgunblaðið - 16.01.2020, Síða 42
42 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2020 Af snjóbuxum og kuldagöllum 2 fyrir 1 á alla fjölskylduna icewear.is frí heimsending Aðeins er greitt fyrir dýrari vöruna Frá því að ég man eftir mér var mér kennt að bera virð- ingu fyrir öllu fólki. Þar gilti einu hvort um ræddi unga eða aldna, ríka eða fá- tæka, öskukalla eða embættismenn, heilsuhrausta eða fólk með heilsubrest. Bera skyldi virðingu fyrir öllu fólki hvaðan sem það kom og sýna því virðingu. Eft- ir því sem ég eldist þykir mér þessi virðing, sem þótti svo sjálf- sögð í þá daga, vera á undanhaldi. Það er þungbært að fylgjast með þessari þróun því hún er ekki bara illskiljanleg heldur hreint og beint óskiljanleg. Breytt gildi Mér þótti gott að búa í sam- félagi þar sem reynt var að hlúa að þeim sem minna mega sín og rétta hlut þeirra. Ég sá fyrir mér að þegar ég eltist myndi ég eiga áhyggjulaust ævikvöld í kerfi sem héldi þokkalega utan um mig en ég hef þurft að horfast í augu við að sú sé ekki raunin lengur. Öll þessi gömlu og góðu gildi virðast hafa breyst og finnst mér ég sjá það einna skýrast í því hvernig ráðamenn koma fram við eldri borgara og öryrkja. Kynslóðin mikla Það er eins og það hafi gleymst að það fólk sem er fullorðið í dag er fólkið sem lagði grunninn að samfélaginu okkar, kynslóðin mikla eins og hún er kölluð í Ameríku. Þetta er sú kynslóð sem barðist fyrir frelsi, öryggi og sjálf- stæði lands síns. Þetta eru þeir einstaklingar sem unnu baki brotnu svo við gætum lifað eins þægilegu lífi og kostur er á. Þetta er sá hópur sem á mestar þakkir skildar en ráðamenn virðast vilja ýta þeim til hliðar, jaðarsetja þau og hætta að bera virðingu fyrir verkum þeirra. Sálarlaus geymslupláss Ég get ekki orða bundist lengur. Móðir mín verður 91 árs á þessu ári, ef guð lofar, og þótt hún sé ein af þeim heppnu sem geta búið heima með stuðningi frá fjölskyld- unni eru svo margir aðrir sem búa ekki við slík forréttindi. Ég vil að komið sé fram við þennan hóp eins og mamma kom fram við okkur systkinin; af alúð, virðingu og skilningi. Þau eiga ekkert minna skilið eftir alla sína vinnu í okkar þágu og í þágu samfélagsins. Það á enginn, nokkurn tímann, að finna fyrir því að sér hafi verið komið fyrir einhvers staðar, í eitt- hvert geymslupláss, þar sem beðið er eftir að viðkomandi renni út. Slík tilvera er ekki boðleg og hvað þá fólkinu sem við eigum allt okk- ar að þakka. Verum þakklát Það er löngu kominn tími til að áherslum sé snúið við á Alþingi. Í stað þess að fjárfesta ógrynni af peningum í grænum gæluverk- efnum og sjóðum sem virðast hafa þann eina tilgang að moka undir vildarvini ráðherra á frekar að fjárfesta í fólkinu sem ruddi brautina. Það á að sjá til þess að þau hafi það sem best og sýna þeim verðskuldaða virðingu með þakklæti og reisn. Að þau fái það sem þau þurfa og umfram allt á að sýna þeim að þau skipta okkur máli því þau gera það. Tengjum saman Takist okkur það er hálfur björninn unninn því ég verð nefni- lega ekki ánægður fyrr en við finnum leið til að brúa bilið milla þeirra yngri og þeirra eldri. Ég var nefnilega svo heppinn að amma og afi bjuggu í sama húsi og við fjölskyldan og því þekki ég og skil þau forréttindi að geta leitað til þeirra sem eldri eru. Gamla fólkið býr yfir hafsjó af fróðleik, reynslu og þolinmæði til að kenna börnunum okkar. Það er hreint með ólíkindum að ekki skuli hafa verið gerðar fleiri tilraunir með að tengja þessa tvo hópa og leyfa þeim að læra hvor af öðrum. Nú vinna flestallir foreldrar meira og minna úti og börnin eru oftar en ekki ein heima, hvers vegna er ekki boðið upp á að þau fari í heimsóknir á elliheimili og kynnist lífinu í raun og sögu? Hver er til- gangurinn með því að aðskilja alla hópa í stað þess að tengja þá og stefna að samheldnara samfélagi? Rétta forgangsröðun, takk Þeir heppnu sem fengu að alast upp með ömmu sinni og afa búa að því alla tíð. Þau kenndu okkur betri íslensku. Þau kenndu okkur að lesa. Þau kenndu okkur jafnvel að prjóna, smíða, hnýta flugur eða tefla skák. Það er svo undursam- legt að hafa aðgang að þessari kynslóð sem ruddi brautina fyrir okkur unga fólkið. Þetta er það sem er tekið frá börnunum okkar því ráðamönnum dettur ekki í hug að tengja þessa hópa saman. Þessu þurfum við að breyta í sam- einingu. Við þurfum að finna leiðir til að gera samfélagið samheldnara og auka virðinguna fyrir öllum sem tilheyra því. Við þurfum að bæta hag eldri borgara og öryrkja og sjá til þess að þau búi við mannsæmandi aðstæður og hafi mannsæmandi tekjur. Ef þú spyrð mig, þá er og verður þetta langt- um mikilvægara en öll þau gælu- verkefni sem ríkisstjórninni gæti dottið í hug. Eftir Guðmund Franklín Jónsson » Þetta er sú kynslóð sem barðist fyrir frelsi, öryggi og sjálf- stæði lands síns. Guðmundur Franklín Jónsson Höfundur er viðskipta- og hagfræðingur. gundi.jonsson@gmail.com Við erum skuldu- nautar eldri kyn- slóðarinnar Ferðaþjónustan er ein af undirstöðum hag- kerfisins á Íslandi. Nú þegar blikur eru á lofti í þeim geira og fjölgun ferðamanna dregst hratt saman á milli ára er sérstaklega mik- ilvægt að vanda til verka og horfa í það hvað það er sem gerir Ísland að eftirsóttum áfangastað í dag og þegar litið er til framtíðar. Sá mikli vöxtur sem átti sér stað í fjölgun ferðamanna á Íslandi síðasta áratuginn gæti skýrst af veiku gengi krónunnar árin eftir hrun, þeirri miklu athygli sem landið fékk í hruninu og þegar Eyjafjallajökull gaus. Þá skipti eflaust markaðs- átakið Inspired by Iceland töluverðu máli en því var ætlað að draga úr neikvæðum áhrifum umræðunnar í kjölfar hrunsins og gossins, ásamt því að styrkja ímynd Íslands og skapa tækifæri úr þeirri umfjöllun sem landið fékk á þessum árum. Samfara aðdráttaraflinu sem nátt- úran á Íslandi er hefur menningin án efa einnig laðað fólk til landsins. Þar hefur einkageirinn verið áberandi. Dæmi um það er Iceland Airwaves tónlistarhátíðin, en hún hefur byggt á vaxandi gengi íslenskra tónlistar- manna á borð við Björk og Sigurrós sem hvor um sig hefur einnig verið stórkostleg kynning á landi og þjóð. Myndlistarfólk á borð við Ólaf Elías- son og Ragnar Kjartansson, íslensk- ar bókmenntir og tölvuleikir, sem og ýmsar íslenskar kvik- myndir og sjónvarps- efni hafa án efa aukið áhugann á landi og þjóð frá menningar- legu sjónarhorni. Þetta er aðeins topp- urinn á þeim stóra ís- jaka sem samsettur er úr skapandi greinum á Íslandi og hagræn áhrif þeirra greina ótvíræð. Ferðamaður framtíðarinnar Paul Davies, forstöðumaður ferða- málarannsókna hjá markaðsráð- gjafafyrirtækinu MINTEL, var gestur og aðalfyrirlesari ráðstefn- unnar Ferðamaður framtíðarinnar sem haldinn var af Markaðsstofum landshlutanna 12. september 2019. Samkvæmt honum mun framtíðar- ferðamaðurinn meðal annars sækj- ast í það í auknu mæli að skapa sína eigin upplifun með heimafólki. Fólk mun í auknu mæli ferðast til að kom- ast úr sambandi við umheiminn, komast í kyrrð og ró og kúpla sig út úr hinum stafræna heimi, sækja meira í tengsl við fólk og menningu. Það rímar við nýja stefnu ferðaþjón- ustunnar í Kaumannahöfn þar sem framtíðarferðamannastaðurinn er skilgreindur út frá þessum áherslum. Með þetta í huga má ætla að fjölmörg tækifæri liggi í menn- ingartengdri ferðaþjónustu á Ís- landi. Menningararfleifð getur verið bæði áþreifanleg og óáþreifanleg. Byggingar, sögufrægir staðir, minn- ismerki og hvers kyns munir er til- heyra fornminjum, arkítektúr, vís- indum eða tækni eru áþreifanlegir. Óáþreifanlegur menningararfur er hins vegar munnmælasögur, sviðs- listir, lifnaðarhættir, trúariðkun og hátíðir hverskonar, handverksþekk- ing og þekking á umhverfi og nátt- úru. Menningartengd ferðaþjónusta gengur út á að kynna gestum báða þessa þætti, ásamt eða umfram þá áherslu sem lögð er á landslag eða lífríki til að laða ferðafólk að. Skortur á umgjörð og stefnu Á Íslandi hefur skort á rannsóknir umgjörð, og skýra stefnu þegar kemur að menningartengdri ferða- þjónustu. Í skýrslu Safnaráðs frá málþingi um söfn og ferðaþjónustu sem haldin var í nóvember 2016 kom fram að mjög takmarkaðar mæl- ingar hafa farið fram á því hverjir heimsækja söfn á Íslandi og á meðan svo er sé erfitt að meta stöðuna. Þar voru lagðar fram tillögur er varða stefnumótun á sviði safna og ferða- þjónustu sem voru t.d. að styrkja þyrfti umhverfi þeirra, auka rann- sóknir á þessu sviði, bæta úr mæli- tækjum og upplýsingum á meðal safna og aðila í ferðaþjónustu, greina og markaðssetja betur með tilliti til ferðamanna. Nú um mundir fer fram umfangs- mikil stefnumótunarvinna í ferða- þjónustu á Íslandi. Stefnumótunarvinnan skiptist í tvo hluta, annars vegar framtíðarsýn til 2030 sem er stefnurammi sem gefinn var út haust og hins vegar að- gerðabundin stefnumótun til ársins 2025 sem er unnin á grunni stefnu- rammans. Sú vinna stendur nú yfir. Í framtíðarsýn ferðaþjónustunnar kemur m.a. fram að lögð sé áhersla á að íslensk ferðaþjónusta skuli veita ferðamönnum einstaka upplifun á grunni náttúru, menningar og af- þreyingar. Það er mikilvægt að öflug innviðabygging geri ráð fyrir stuðn- ingi við frumkvöðla- og menningar- starfsemi um allt land og að þær ráðstafanir byggi á úttektum og rannsóknum á núverandi kerfi. Án raungagna og rannsókna er hætt við að aðgerðir verði tilviljanakenndar og ómarkvissar. Á tímum sam- dráttar er slík stefna óvarleg. Eftir Ásu Berglindi Hjálmarsdóttur Ása Berglind Hjálmarsdóttir » Á Íslandi hefur skort á rannsóknir umgjörð og skýra stefnu þegar kemur að menningartengdri ferðaþjónustu. Höfundur er meistaranemi í menningarstjórn við Bifröst. asah19@bifrost.is Hugsum til framtíðar – Er menningartengd ferðaþjón- usta falinn fjársjóður? SMARTLAND

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.